Icelandair: Mikill vöxtur og fjölgun ferðamanna 17. nóvember 2011 10:12 Ljóst er að til viðbótar um 14% vexti í flugi Icelandair á næsta ári, má gera ráð fyrir auknu framboði annarra yfir hásumarið, þannig að í heild má búast við umtalsverðri fjölgun ferðamanna á landinu á næsta ári. Þetta kom fram við upphaf árlegs markaðsfundar Icelandair í dag, en þar kynnti Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri félagsins, horfur og áherslur í starfsemi þess á næsta ári. Í tilkynningu segir að flugáætlun Icelandair fyrir árið 2012 er sú stærsta í sögu þess og um 14% umfangsmeiri en á þessu ári. Nýr heilsárs áfangastaður, Denver í Colorado, bætist við og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði um 2 milljónir á árinu 2012. "Við kynntum áætlun okkar fyrir rúmum tveimur mánuðum og bókanir síðan þá hafa verið sterkar og lofa góðu fyrir næsta ár. Sérstaklega er ánægjulegt hversu vel bókanir til og frá Denver hafa farið af stað. Að undanförnu hafa aðrir verið að boða komu sína á flugmarkaðinn til og frá Íslandi, sem er viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna. Sú viðbót er þó langmest yfir hásumarið. Hvað Icelandair varðar er ætlunin að auka ferðamannastraum utan háannatímans meðal annars með því að hefja flug til og frá Denver allt árið um kring og auka vetrarframboð hlutfallslega meira en yfir sumarið. Vetraráætlun 2012-2013 verður þannig meiri að umfangi en sumaráætlun var fyrir tveimur árum“, segir Birkir. Auk fjögurra vikulegra ferða til nýja áfangastaðarins mun Icelandair fjölga ferðum til Washington og Seattle í Bandaríkjunum, til allra höfuðborga Norðurlandanna og Þrándheims, Stavanger og Bergen í Noregi, til Billund í Danmörku, til Munchen, Amsterdam, Brussel og Parísar á meginlandi Evrópu og til Manchester og Glasgow á Bretlandseyjum. Alls verða áfangastaðirnir 31 á næsta ári. Á markaðsfundinum í dag kynna sérfræðingar og stjórnendur Icelandair á erlendum mörkuðum þær rannsóknir á stöðu og horfum í efnahagsmálum og ferðaheiminum sem félagið byggir áætlanir sínar á. Á myndinni er Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á fundinum í morgun. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Ljóst er að til viðbótar um 14% vexti í flugi Icelandair á næsta ári, má gera ráð fyrir auknu framboði annarra yfir hásumarið, þannig að í heild má búast við umtalsverðri fjölgun ferðamanna á landinu á næsta ári. Þetta kom fram við upphaf árlegs markaðsfundar Icelandair í dag, en þar kynnti Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri félagsins, horfur og áherslur í starfsemi þess á næsta ári. Í tilkynningu segir að flugáætlun Icelandair fyrir árið 2012 er sú stærsta í sögu þess og um 14% umfangsmeiri en á þessu ári. Nýr heilsárs áfangastaður, Denver í Colorado, bætist við og ferðum er fjölgað til ýmissa borga í Bandaríkjunum og Evrópu. Gert er ráð fyrir að farþegar félagsins verði um 2 milljónir á árinu 2012. "Við kynntum áætlun okkar fyrir rúmum tveimur mánuðum og bókanir síðan þá hafa verið sterkar og lofa góðu fyrir næsta ár. Sérstaklega er ánægjulegt hversu vel bókanir til og frá Denver hafa farið af stað. Að undanförnu hafa aðrir verið að boða komu sína á flugmarkaðinn til og frá Íslandi, sem er viðurkenning fyrir ferðaþjónustuna. Sú viðbót er þó langmest yfir hásumarið. Hvað Icelandair varðar er ætlunin að auka ferðamannastraum utan háannatímans meðal annars með því að hefja flug til og frá Denver allt árið um kring og auka vetrarframboð hlutfallslega meira en yfir sumarið. Vetraráætlun 2012-2013 verður þannig meiri að umfangi en sumaráætlun var fyrir tveimur árum“, segir Birkir. Auk fjögurra vikulegra ferða til nýja áfangastaðarins mun Icelandair fjölga ferðum til Washington og Seattle í Bandaríkjunum, til allra höfuðborga Norðurlandanna og Þrándheims, Stavanger og Bergen í Noregi, til Billund í Danmörku, til Munchen, Amsterdam, Brussel og Parísar á meginlandi Evrópu og til Manchester og Glasgow á Bretlandseyjum. Alls verða áfangastaðirnir 31 á næsta ári. Á markaðsfundinum í dag kynna sérfræðingar og stjórnendur Icelandair á erlendum mörkuðum þær rannsóknir á stöðu og horfum í efnahagsmálum og ferðaheiminum sem félagið byggir áætlanir sínar á. Á myndinni er Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á fundinum í morgun.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun