Fréttaskýring: Afkoma ríkissjóðs verri um 4 milljarða 17. nóvember 2011 09:00 Kjarasamningar ríkisstarfsmanna þýða 13,7 milljarða útgjaldaauka fyrir ríkissjóð miðað við fjárlög 2011. Í heildina aukast útgjöld um 14,2 milljarða en tekjur um 10,2 milljarða.fréttablaðið/pjetur Hvað felst í fjáraukalögum? Fjáraukalög voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær en boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. Þegar hefur hluti þeirra verið samþykktur og ekki er útlit fyrir annað en að frumvarpið verði að lögum í dag. Í fjáraukalögum er að finna þær aukafjárveitingar sem ríkisstjórnin hefur lofað eða hyggst lofa frá því að fjárlög eru samþykkt, en þau eru samþykkt fyrir áramót ársins á undan. Því hærri sem fjárveitingarnar eru í fjáraukalögum, þeim mun meiri frávik eru frá fjárlögunum og þeim mun minni agi í fjármálum ríkissjóðs. „Aukafjárveitingar eiga að heyra til undantekninga og eru í flestum tilvikum til þess að mæta útgjöldum vegna atvika sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlög voru sett,“ segir í orðskýringum á Ríkiskassanum, vefsíðu um efnahagsmál. Sú venja hefur hins vegar skapast að umfangsmiklar fjárveitingar er að finna í fjáraukalögunum. Heldur hefur dregið úr því og á árunum 2003 til 2007 námu fjáraukalög að meðaltali um 6 prósentum af samþykktum fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið. Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld. Stærstu útgjaldaliðir á fjáraukalögum lúta að aðgerðum vegna kjarasamninga. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna og bætur bótaþega héldust óbreytt árið 2011 en myndu hækka um 2 prósent árið 2012. Þessar forsendur standast ekki, þar sem launakostnaður ríkisstarfsmanna mun hækka um 5 prósent á árinu 2011 og bætur um 8,1 prósent. Því til viðbótar fengu bóta- og launþegar 75 þúsund króna eingreiðslu á árinu sem ekki var reiknað með í fyrri áætlun. Reiknað er með að kjarasamningarnir þýði 13,7 milljarða króna útgjaldaaukningu. Alls er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs verði hækkaðar um 14,2 milljarða króna. Á tekjuhliðinni munar mestu um 9,4 milljarða króna hærri skatttekjur, en alls eru tekjur 10,2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir 4 milljarða króna verri stöðu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Hvað felst í fjáraukalögum? Fjáraukalög voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær en boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. Þegar hefur hluti þeirra verið samþykktur og ekki er útlit fyrir annað en að frumvarpið verði að lögum í dag. Í fjáraukalögum er að finna þær aukafjárveitingar sem ríkisstjórnin hefur lofað eða hyggst lofa frá því að fjárlög eru samþykkt, en þau eru samþykkt fyrir áramót ársins á undan. Því hærri sem fjárveitingarnar eru í fjáraukalögum, þeim mun meiri frávik eru frá fjárlögunum og þeim mun minni agi í fjármálum ríkissjóðs. „Aukafjárveitingar eiga að heyra til undantekninga og eru í flestum tilvikum til þess að mæta útgjöldum vegna atvika sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlög voru sett,“ segir í orðskýringum á Ríkiskassanum, vefsíðu um efnahagsmál. Sú venja hefur hins vegar skapast að umfangsmiklar fjárveitingar er að finna í fjáraukalögunum. Heldur hefur dregið úr því og á árunum 2003 til 2007 námu fjáraukalög að meðaltali um 6 prósentum af samþykktum fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið. Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld. Stærstu útgjaldaliðir á fjáraukalögum lúta að aðgerðum vegna kjarasamninga. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna og bætur bótaþega héldust óbreytt árið 2011 en myndu hækka um 2 prósent árið 2012. Þessar forsendur standast ekki, þar sem launakostnaður ríkisstarfsmanna mun hækka um 5 prósent á árinu 2011 og bætur um 8,1 prósent. Því til viðbótar fengu bóta- og launþegar 75 þúsund króna eingreiðslu á árinu sem ekki var reiknað með í fyrri áætlun. Reiknað er með að kjarasamningarnir þýði 13,7 milljarða króna útgjaldaaukningu. Alls er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs verði hækkaðar um 14,2 milljarða króna. Á tekjuhliðinni munar mestu um 9,4 milljarða króna hærri skatttekjur, en alls eru tekjur 10,2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir 4 milljarða króna verri stöðu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira