Fréttaskýring: Afkoma ríkissjóðs verri um 4 milljarða 17. nóvember 2011 09:00 Kjarasamningar ríkisstarfsmanna þýða 13,7 milljarða útgjaldaauka fyrir ríkissjóð miðað við fjárlög 2011. Í heildina aukast útgjöld um 14,2 milljarða en tekjur um 10,2 milljarða.fréttablaðið/pjetur Hvað felst í fjáraukalögum? Fjáraukalög voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær en boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. Þegar hefur hluti þeirra verið samþykktur og ekki er útlit fyrir annað en að frumvarpið verði að lögum í dag. Í fjáraukalögum er að finna þær aukafjárveitingar sem ríkisstjórnin hefur lofað eða hyggst lofa frá því að fjárlög eru samþykkt, en þau eru samþykkt fyrir áramót ársins á undan. Því hærri sem fjárveitingarnar eru í fjáraukalögum, þeim mun meiri frávik eru frá fjárlögunum og þeim mun minni agi í fjármálum ríkissjóðs. „Aukafjárveitingar eiga að heyra til undantekninga og eru í flestum tilvikum til þess að mæta útgjöldum vegna atvika sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlög voru sett,“ segir í orðskýringum á Ríkiskassanum, vefsíðu um efnahagsmál. Sú venja hefur hins vegar skapast að umfangsmiklar fjárveitingar er að finna í fjáraukalögunum. Heldur hefur dregið úr því og á árunum 2003 til 2007 námu fjáraukalög að meðaltali um 6 prósentum af samþykktum fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið. Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld. Stærstu útgjaldaliðir á fjáraukalögum lúta að aðgerðum vegna kjarasamninga. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna og bætur bótaþega héldust óbreytt árið 2011 en myndu hækka um 2 prósent árið 2012. Þessar forsendur standast ekki, þar sem launakostnaður ríkisstarfsmanna mun hækka um 5 prósent á árinu 2011 og bætur um 8,1 prósent. Því til viðbótar fengu bóta- og launþegar 75 þúsund króna eingreiðslu á árinu sem ekki var reiknað með í fyrri áætlun. Reiknað er með að kjarasamningarnir þýði 13,7 milljarða króna útgjaldaaukningu. Alls er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs verði hækkaðar um 14,2 milljarða króna. Á tekjuhliðinni munar mestu um 9,4 milljarða króna hærri skatttekjur, en alls eru tekjur 10,2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir 4 milljarða króna verri stöðu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Hvað felst í fjáraukalögum? Fjáraukalög voru til þriðju umræðu á Alþingi í gær en boðað hefur verið til atkvæðagreiðslu í þinginu í dag. Þegar hefur hluti þeirra verið samþykktur og ekki er útlit fyrir annað en að frumvarpið verði að lögum í dag. Í fjáraukalögum er að finna þær aukafjárveitingar sem ríkisstjórnin hefur lofað eða hyggst lofa frá því að fjárlög eru samþykkt, en þau eru samþykkt fyrir áramót ársins á undan. Því hærri sem fjárveitingarnar eru í fjáraukalögum, þeim mun meiri frávik eru frá fjárlögunum og þeim mun minni agi í fjármálum ríkissjóðs. „Aukafjárveitingar eiga að heyra til undantekninga og eru í flestum tilvikum til þess að mæta útgjöldum vegna atvika sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlög voru sett,“ segir í orðskýringum á Ríkiskassanum, vefsíðu um efnahagsmál. Sú venja hefur hins vegar skapast að umfangsmiklar fjárveitingar er að finna í fjáraukalögunum. Heldur hefur dregið úr því og á árunum 2003 til 2007 námu fjáraukalög að meðaltali um 6 prósentum af samþykktum fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í umsögn Ríkisendurskoðunar um fjárlagafrumvarpið. Frumvarp til fjáraukalaga 2011 gerir ráð fyrir hækkun útgjalda upp á 2,8 prósent frá fjárlögum. Ríkisendurskoðun telur þetta merkja að meiri aga gæti nú en oftast áður þegar kemur að nýjum útgjöldum í fjárlögum. Engu að síður telur stofnunin að aukning útgjalda sé nokkuð mikil þegar horft er til þess að í fjárlögum ársins voru 4,8 milljarðar ætlaðir í ófyrirséð útgjöld. Stærstu útgjaldaliðir á fjáraukalögum lúta að aðgerðum vegna kjarasamninga. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna og bætur bótaþega héldust óbreytt árið 2011 en myndu hækka um 2 prósent árið 2012. Þessar forsendur standast ekki, þar sem launakostnaður ríkisstarfsmanna mun hækka um 5 prósent á árinu 2011 og bætur um 8,1 prósent. Því til viðbótar fengu bóta- og launþegar 75 þúsund króna eingreiðslu á árinu sem ekki var reiknað með í fyrri áætlun. Reiknað er með að kjarasamningarnir þýði 13,7 milljarða króna útgjaldaaukningu. Alls er gert ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs verði hækkaðar um 14,2 milljarða króna. Á tekjuhliðinni munar mestu um 9,4 milljarða króna hærri skatttekjur, en alls eru tekjur 10,2 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir. Það þýðir 4 milljarða króna verri stöðu en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun