Fleiri fréttir Vilhjálmur: Vaxtahækkunin er óhugguleg Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þetta fólk sem stóð að hækkuninni sé að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi. 17.8.2011 09:43 Hagvaxtarspá hækkuð í 2,8% þrátt fyrir óvissu Seðlabankinn spáir því nú að meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það að verkum að er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%.Þetta muni gerast þrátt fyrir verulega óvissu í efnahagsmálum heimsins. 17.8.2011 09:17 Verðbólguhættan réð vaxtaákvörðun Verðbólguhættan réð því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í morgun. 17.8.2011 09:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. 17.8.2011 09:00 Visitala íbúðaverðs lækkar milli mánaða Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 320,8 stig í júlí 2011 og lækkar um 0,1% frá fyrri mánuði. 17.8.2011 08:17 Fitch staðfestir AAA einkunn Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem þrefalt A. Þar með er Fitch ósammála Standard & Poor´s um lánshæfi Bandaríkjanna en Standard & Poor´s lækkaði það fyrir tveimur vikum síðan. 17.8.2011 07:49 Fimm tóbaksfyrirtæki í mál gegn FDA Fimm bandarísk tóbaksfyrirtæki hafa höfðað mál gegn FDA matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. 17.8.2011 07:46 Rússlandsmarkaður fer illa með Carlsberg Danski bruggrisinn Carlsberg hefur dregið verulega úr væntingum sínum um hagnað ársins vegna vandamála á Rússlandsmarkaði. 17.8.2011 07:42 Toppfundur lagðist illa í fjárfesta Markaðir tóku ekki vel í niðurstöðu fundar þeirra Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gærdag. Flestar vísitölur í kauphöllum Evrópu enduðu í rauðu. 17.8.2011 07:21 Markaðsóróinn truflaði gjaldeyrisútboð Seðlabankans Leiða má líkum að því að óróinn sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft verulega truflandi áhrif á gjaldeyrisútboð Seðlabankans. 17.8.2011 07:17 Straumur hefur gert upp að fullu við Seðlabankann ALMC hf. áður Straumur greiddi í dag Seðlabanka Íslands 46 milljóna evra, eða um 7,5 milljarða kr. afborgun af veðtryggðu láni. 17.8.2011 06:54 Góð afkoma Landsvirkjunar á fyrri hluta árs Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar var birt í dag undir yfirskriftinni „Góð lausafjárstaða og sterkara sjóðstreymi". Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Í uppgjörinu segir hann þó að enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Áfram verður unnið að því að bæta þær kennitölur. 16.8.2011 16:54 Gengi krónunnar hefur styrkst seinni part sumarsins Gengi krónunnar hefur styrkst þó nokkuð seinni part sumarsins. Í morgun stóð gengisvísitala krónunnar í 216,5 stigum en um miðjan síðasta mánuð var hún komin yfir 220 stig. Styrkingin nemur nær 2%. 16.8.2011 12:31 Arctica fær kauphallaraðild Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Arctica Finance hf. (Arctica) um aðild að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 16.8.2011 12:22 Útlán ÍLS aukast um rúma fjóra milljarða milli ára Heildarfjárhæð almennra lána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrstu 7 mánuði ársins er samtals um 13,5 milljarðar króna en var um 9,4 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Hafa lánin því aukist um rúma fjóra milljarða króna milli ára. 16.8.2011 10:45 Þýska aflvélin á evrusvæðinu hikstar Flest allir markaðir í Evrópu eru í rauðum tölum í morgun eftir að þýska hagstofan tilkynnti að verulega hefði dregið úr hagvexti í landinu á öðrum ársfjórðungi ársins. Mældist hagvöxturinn aðeins 0,1% en hann var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi ársins. 16.8.2011 09:41 Statoil fagnar stærsta olíufundi sínum í 25 ár Statoil hefur fundið nýjar olíulindir í Norðursjó sem taldar eru geta gefið af sér allt að 130 milljarða dollara eða tæplega 15.000 milljarða kr. 16.8.2011 09:18 Nordea bankinn kærður til lögreglu vegna Pandóru Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað. 16.8.2011 09:01 Dómur gæti aukið kröfur í Kaupþing um 25,7 milljarða Fari svo að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í máli lífeyrissjóðsins Stapa gegn Straumi gæti það þýtt að kröfur í þrotabú Kaupþings myndu hækka um 25,7 milljarða kr. 16.8.2011 08:34 Asda fráhverf því að bjóða í Iceland í heild sinni Breska verslunarkeðjan Asda er orðin fráhverf því að bjóða í verslunarkeðjuna Iceland Foods í heild sinni. Hinsvegar mun Asda hafa áhuga á því að kaupa einstakar verslanir Iceland fari svo að þær verði settar markaðinn. 16.8.2011 08:21 Stóraukin vinnsla hjá HB Granda á Vopnafirði Það sem af er síldar- og makrílvertíðinni hafa verið fryst samtals rúmlega 10.000 tonn af afurðum í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði en það er um 3.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. 16.8.2011 07:47 Heimsmarkaðsverð á áli hríðlækkar Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðlækkað frá síðustu mánaðarmótum og stendur nú í 2.383 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. 16.8.2011 07:45 Matvælaverð í heiminum sjaldan verið hærra Heimsmarkaðsverð á matvælum er enn með því hæsta sem þekkst hefur. Matvælavísitala Alþjóða bankans hefur hækkað um 33% frá því á sama tíma í fyrra og er nú aftur orðin jafnhá og hún var í aðdraganda fjármálakreppunnar fyrir þremur árum síðan. 16.8.2011 07:43 Grimsbybúar vilja auka viðskiptin við Íslendinga Von er á stórri sendinefnd frá borginni Grimsby í Bretlandi til Íslands í næsta mánuði. Nefndin ætlar að reyna að fá Íslendinga til að selja meira af fiski til Grimsby en borgin, ásamt Hull, er eitt stærsta fiskmarkaða- og vinnslusvæði í Evrópu. 16.8.2011 07:25 Afurðastöðvar hundsa óskir sauðfjárbænda um verðhækkanir Nær allar afurðastöðvar landsins hafa gefið út verðskrá sína á lambakjöti til sauðfjárbænda í haust. Verðskrárnar er í öllum tilvikum langt frá þeirri 25% hækkun sem sauðfjárbændur vildu fá sem hefði þýtt 573 krónur á kílóið. 16.8.2011 07:22 Dældi fé inn á dapran markað Seðlabanki Evrópusambandsins keypti hlutabréf fyrir 22 milljarða evra í síðustu viku til að sporna við falli á mörkuðum á Spáni og Ítalíu. 16.8.2011 04:00 Google kaupir Motorola Tæknirisinn Google hefur tilkynnt að hann muni kaupa Motorola Mobility, sem er farsímahluti Motorola. Þessum kaupum fylgja allir símar sem Motorola framleiðir, sem og spjaldtölvur. Motorola Solutions, sem sér um fjarskiptalausnir fyrirtækisins, er ekki inni í kaupum Google og mun starfa áfram sjálfstætt. Þetta þykja mikil tíðindi í tækniheiminum þar sem Google mun nú sitja beggja vegna borðsiðns, sem eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, og svo nú sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android. Samkvæmt upplýsingum á bloggsíðu sem Google heldur úti mun Motorola starfa sem sér deild innan Google, til að byrja með hið minnsta. Tilkynnt var um kaupin fyrr í dag en Google hefur skuldbundið sig til að kaupa hvern hlut í Motorola á genginu 40 dali. Þetta er um 63 prósentum hærra en gengi á mörkuðum. Heildarvirði kaupanna er um 1500 milljarðar króna. Þetta eru stærstu einstöku kaup Google frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum. 15.8.2011 16:45 Lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,4 prósentustig, úr 4,9% í 4,5%. Lækkunin tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 16. ágúst. Vaxtakjör eldri lána, sem og lána sem bera breytilega vexti, haldast óbreytt. Lánað er til sjóðfélaga gegn fasteignaveði til allt að 40 ára. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur í áratugi tekið þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis sjóðfélaga sinna, með beinum og óbeinum hætti. Annars vegar með hagstæðum lánum til sjóðfélaga, hins vegar með því að fjármagna Íbúðalánasjóð og forvera hans, sem svo aftur hefur endurlánað almenningi til íbúðakaupa. Í samræmi við fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðsins eru lánveitingar til sjóðfélaga miðaðar við að annað sé eftirspurn eftir lánum samkvæmt lánareglum eins og þær eru á hverjum tíma. Vaxtakjör á lánum til sjóðfélaga eru tvennskonar. Annars vegar lán með breytilegum vöxtum sem taka mið af markaðsvöxtum íbúðabréfa hverju sinni auk 0,75% álags og hinsvegar lán með föstum vöxtum nú 4,50%. 15.8.2011 16:14 Rætt um að setja fleiri íbúðir ÍLS á markað Rætt verður hvernig koma megi íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs á leigumarkað á fundi velferðarráðherra og stjórnenda sjóðsins í dag. Sjóðurinn á tæplega fjórtán hundruð íbúðir en eftirspurnin á leigumarkaði er mikil. 15.8.2011 12:11 Kraftur í vexti einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi Kröftugur vöxtur virðist ætla að vera í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur meðal annars fram að kreditkortavelta í júlí nam alls 29,1 milljarði kr., sem jafngildir 9% aukningu að raungildi milli ára. 15.8.2011 12:04 Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. 15.8.2011 11:47 Landsbankinn reiknar með óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans býst fastlega við því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. Þó er ekki hægt að útiloka hækkun í ljósi yfirlýsinga nefndarinnar og Seðlabankastjóra að undanförnu. 15.8.2011 10:29 Tölvurnar taka völdin á Wall Street Tölvur hafa tekið völdin á Wall Street og þær hafa farið með fjárfesta í villtar rússíbanareiðir á mörkuðum undanfarnar tvær vikur. 15.8.2011 10:17 Evrópumarkaðir í plús Hlutabréfamarkaðir Evrópu hefja vikuna á jákvæðum nótum í framhaldi af góðum hækkunum á Asíumörkuðum í nótt. 15.8.2011 10:00 Milljónamæringur án þess að vita af því Einhversstaðar í heiminum, sennilegast í Englandi, er eigandi Faberge eggs sem sennilega veit ekki að eggið er nær 400 milljóna króna virði. 15.8.2011 09:21 Heildaraflinn minnkaði um 11% milli ára í júlí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 11,1% minni en í júlí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 4,3% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. 15.8.2011 09:01 Stórverslunin Illum seld fyrir metfé Stórverslunin Illum í Kaupmannahöfn hefur verið seld ástralska fjárfestingarsjóðnum Macquarie fyrir 1,64 milljarða danskra kr. eða um 36 milljarða kr. Í blaðinu Börsen segir að um stærstu fasteignakaup í sögu Danmerkur sé að ræða, þ.e. hvað varðar einstaka fasteign. 15.8.2011 08:11 Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði engu á N1 Að gefnu tilefni vill stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna taka það fram að sjóðurinn tapaði engum fjárhæðum vegna nauðasamninga N1 við lánadrottna sína. Sjóðurinn átti engar kröfur í félagið N1 og verður því ekki fyrir tjóni. 15.8.2011 07:29 Reikna með áframhaldandi óróa á mörkuðum Fjárfestar á Wall Street búa sig undir að í þessari viku muni óróinn á hlutabréfamörkuðum halda áfram eins og verið hefur undanfarnar tvær vikur. 15.8.2011 07:27 Mikill áhugi á orku frá Þeistareykjum Norðurþingi hefur borist ósk um viðræður um úthlutun á 20 hektara lóð á Bakka til fyrirtækisins Thorsil. Thorsil hefur hug á að reisa kísilmálmverksmiðju á Íslandi í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Timminco. 15.8.2011 07:00 Danir hamstra gull sem aldrei fyrr Danir hamstra nú gull sem aldrei fyrr og nota sparifé sitt til að fjárfesta í gulli í stað þess að fjárfesta í verð- eða hlutabréfum. 15.8.2011 06:54 Statoil og Faroe Petroleum hafa áhuga á Drekasvæðinu Norska olíufélagið Statoil og skoska olíufélagið Faroe Petroleum eru bæði talin íhuga að taka þátt í olíuleitarútboði Íslands á Drekasvæðinu í haust. 15.8.2011 06:44 Starfsfólkið hélt að það ynni í alvöru Apple-búð Alls tuttugu og tvær Apple verslanir í kínversku borginni Kunming hafa verið afhjúpaðar sem gerviverslanir en verslanirnar voru innréttaðar sem ekta Apple búðir og starfsfólkið, sem var allt í sérstökum Apple einkennisfatnaði, hélt það væri að vinna í ósviknum Apple búðum. 14.8.2011 11:30 Strumparnir sagðir á bakvið hlutabréfahrunið Þeir eru litlir, bláir og sætir og sem stendur eru þeir mjög óvelkomnir, eða persona non grata, á Wall Street. Margir telja, að vísu meir í gamni en alvöru, að Strumparnir séu ástæðan fyrir hlutabréfahruninu á Wall Street uppúr síðustu mánaðarmótum. 14.8.2011 10:51 Niðurskurður í ríkisfjármálum Ítala mikilvægur fyrir evrusvæðið Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins, segir áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um stórfelldan niðurskurð í ríkisfjármálum gríðarlega mikilvæga fyrir allt evrusvæðið. Rompuy segist styðja aðgerðir Ítala en hann fundaði með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu í morgun. 14.8.2011 10:35 Sjá næstu 50 fréttir
Vilhjálmur: Vaxtahækkunin er óhugguleg Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þetta fólk sem stóð að hækkuninni sé að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi. 17.8.2011 09:43
Hagvaxtarspá hækkuð í 2,8% þrátt fyrir óvissu Seðlabankinn spáir því nú að meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það að verkum að er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%.Þetta muni gerast þrátt fyrir verulega óvissu í efnahagsmálum heimsins. 17.8.2011 09:17
Verðbólguhættan réð vaxtaákvörðun Verðbólguhættan réð því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í morgun. 17.8.2011 09:09
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. 17.8.2011 09:00
Visitala íbúðaverðs lækkar milli mánaða Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 320,8 stig í júlí 2011 og lækkar um 0,1% frá fyrri mánuði. 17.8.2011 08:17
Fitch staðfestir AAA einkunn Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem þrefalt A. Þar með er Fitch ósammála Standard & Poor´s um lánshæfi Bandaríkjanna en Standard & Poor´s lækkaði það fyrir tveimur vikum síðan. 17.8.2011 07:49
Fimm tóbaksfyrirtæki í mál gegn FDA Fimm bandarísk tóbaksfyrirtæki hafa höfðað mál gegn FDA matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. 17.8.2011 07:46
Rússlandsmarkaður fer illa með Carlsberg Danski bruggrisinn Carlsberg hefur dregið verulega úr væntingum sínum um hagnað ársins vegna vandamála á Rússlandsmarkaði. 17.8.2011 07:42
Toppfundur lagðist illa í fjárfesta Markaðir tóku ekki vel í niðurstöðu fundar þeirra Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseta Frakklands í gærdag. Flestar vísitölur í kauphöllum Evrópu enduðu í rauðu. 17.8.2011 07:21
Markaðsóróinn truflaði gjaldeyrisútboð Seðlabankans Leiða má líkum að því að óróinn sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft verulega truflandi áhrif á gjaldeyrisútboð Seðlabankans. 17.8.2011 07:17
Straumur hefur gert upp að fullu við Seðlabankann ALMC hf. áður Straumur greiddi í dag Seðlabanka Íslands 46 milljóna evra, eða um 7,5 milljarða kr. afborgun af veðtryggðu láni. 17.8.2011 06:54
Góð afkoma Landsvirkjunar á fyrri hluta árs Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar var birt í dag undir yfirskriftinni „Góð lausafjárstaða og sterkara sjóðstreymi". Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Í uppgjörinu segir hann þó að enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Áfram verður unnið að því að bæta þær kennitölur. 16.8.2011 16:54
Gengi krónunnar hefur styrkst seinni part sumarsins Gengi krónunnar hefur styrkst þó nokkuð seinni part sumarsins. Í morgun stóð gengisvísitala krónunnar í 216,5 stigum en um miðjan síðasta mánuð var hún komin yfir 220 stig. Styrkingin nemur nær 2%. 16.8.2011 12:31
Arctica fær kauphallaraðild Kauphöllin hefur samþykkt umsókn Arctica Finance hf. (Arctica) um aðild að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. 16.8.2011 12:22
Útlán ÍLS aukast um rúma fjóra milljarða milli ára Heildarfjárhæð almennra lána Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrstu 7 mánuði ársins er samtals um 13,5 milljarðar króna en var um 9,4 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Hafa lánin því aukist um rúma fjóra milljarða króna milli ára. 16.8.2011 10:45
Þýska aflvélin á evrusvæðinu hikstar Flest allir markaðir í Evrópu eru í rauðum tölum í morgun eftir að þýska hagstofan tilkynnti að verulega hefði dregið úr hagvexti í landinu á öðrum ársfjórðungi ársins. Mældist hagvöxturinn aðeins 0,1% en hann var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi ársins. 16.8.2011 09:41
Statoil fagnar stærsta olíufundi sínum í 25 ár Statoil hefur fundið nýjar olíulindir í Norðursjó sem taldar eru geta gefið af sér allt að 130 milljarða dollara eða tæplega 15.000 milljarða kr. 16.8.2011 09:18
Nordea bankinn kærður til lögreglu vegna Pandóru Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað. 16.8.2011 09:01
Dómur gæti aukið kröfur í Kaupþing um 25,7 milljarða Fari svo að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í máli lífeyrissjóðsins Stapa gegn Straumi gæti það þýtt að kröfur í þrotabú Kaupþings myndu hækka um 25,7 milljarða kr. 16.8.2011 08:34
Asda fráhverf því að bjóða í Iceland í heild sinni Breska verslunarkeðjan Asda er orðin fráhverf því að bjóða í verslunarkeðjuna Iceland Foods í heild sinni. Hinsvegar mun Asda hafa áhuga á því að kaupa einstakar verslanir Iceland fari svo að þær verði settar markaðinn. 16.8.2011 08:21
Stóraukin vinnsla hjá HB Granda á Vopnafirði Það sem af er síldar- og makrílvertíðinni hafa verið fryst samtals rúmlega 10.000 tonn af afurðum í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði en það er um 3.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. 16.8.2011 07:47
Heimsmarkaðsverð á áli hríðlækkar Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðlækkað frá síðustu mánaðarmótum og stendur nú í 2.383 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. 16.8.2011 07:45
Matvælaverð í heiminum sjaldan verið hærra Heimsmarkaðsverð á matvælum er enn með því hæsta sem þekkst hefur. Matvælavísitala Alþjóða bankans hefur hækkað um 33% frá því á sama tíma í fyrra og er nú aftur orðin jafnhá og hún var í aðdraganda fjármálakreppunnar fyrir þremur árum síðan. 16.8.2011 07:43
Grimsbybúar vilja auka viðskiptin við Íslendinga Von er á stórri sendinefnd frá borginni Grimsby í Bretlandi til Íslands í næsta mánuði. Nefndin ætlar að reyna að fá Íslendinga til að selja meira af fiski til Grimsby en borgin, ásamt Hull, er eitt stærsta fiskmarkaða- og vinnslusvæði í Evrópu. 16.8.2011 07:25
Afurðastöðvar hundsa óskir sauðfjárbænda um verðhækkanir Nær allar afurðastöðvar landsins hafa gefið út verðskrá sína á lambakjöti til sauðfjárbænda í haust. Verðskrárnar er í öllum tilvikum langt frá þeirri 25% hækkun sem sauðfjárbændur vildu fá sem hefði þýtt 573 krónur á kílóið. 16.8.2011 07:22
Dældi fé inn á dapran markað Seðlabanki Evrópusambandsins keypti hlutabréf fyrir 22 milljarða evra í síðustu viku til að sporna við falli á mörkuðum á Spáni og Ítalíu. 16.8.2011 04:00
Google kaupir Motorola Tæknirisinn Google hefur tilkynnt að hann muni kaupa Motorola Mobility, sem er farsímahluti Motorola. Þessum kaupum fylgja allir símar sem Motorola framleiðir, sem og spjaldtölvur. Motorola Solutions, sem sér um fjarskiptalausnir fyrirtækisins, er ekki inni í kaupum Google og mun starfa áfram sjálfstætt. Þetta þykja mikil tíðindi í tækniheiminum þar sem Google mun nú sitja beggja vegna borðsiðns, sem eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, og svo nú sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android. Samkvæmt upplýsingum á bloggsíðu sem Google heldur úti mun Motorola starfa sem sér deild innan Google, til að byrja með hið minnsta. Tilkynnt var um kaupin fyrr í dag en Google hefur skuldbundið sig til að kaupa hvern hlut í Motorola á genginu 40 dali. Þetta er um 63 prósentum hærra en gengi á mörkuðum. Heildarvirði kaupanna er um 1500 milljarðar króna. Þetta eru stærstu einstöku kaup Google frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum. 15.8.2011 16:45
Lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað í dag að lækka vexti á nýjum sjóðfélagalánum, sem bera fasta vexti, um 0,4 prósentustig, úr 4,9% í 4,5%. Lækkunin tekur gildi á morgun, þriðjudaginn 16. ágúst. Vaxtakjör eldri lána, sem og lána sem bera breytilega vexti, haldast óbreytt. Lánað er til sjóðfélaga gegn fasteignaveði til allt að 40 ára. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur í áratugi tekið þátt í fjármögnun íbúðarhúsnæðis sjóðfélaga sinna, með beinum og óbeinum hætti. Annars vegar með hagstæðum lánum til sjóðfélaga, hins vegar með því að fjármagna Íbúðalánasjóð og forvera hans, sem svo aftur hefur endurlánað almenningi til íbúðakaupa. Í samræmi við fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðsins eru lánveitingar til sjóðfélaga miðaðar við að annað sé eftirspurn eftir lánum samkvæmt lánareglum eins og þær eru á hverjum tíma. Vaxtakjör á lánum til sjóðfélaga eru tvennskonar. Annars vegar lán með breytilegum vöxtum sem taka mið af markaðsvöxtum íbúðabréfa hverju sinni auk 0,75% álags og hinsvegar lán með föstum vöxtum nú 4,50%. 15.8.2011 16:14
Rætt um að setja fleiri íbúðir ÍLS á markað Rætt verður hvernig koma megi íbúðum í eigu Íbúðalánasjóðs á leigumarkað á fundi velferðarráðherra og stjórnenda sjóðsins í dag. Sjóðurinn á tæplega fjórtán hundruð íbúðir en eftirspurnin á leigumarkaði er mikil. 15.8.2011 12:11
Kraftur í vexti einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi Kröftugur vöxtur virðist ætla að vera í einkaneyslu á þriðja ársfjórðungi ársins ef marka má tölur um greiðslumiðlun. Í nýlega birtum tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur meðal annars fram að kreditkortavelta í júlí nam alls 29,1 milljarði kr., sem jafngildir 9% aukningu að raungildi milli ára. 15.8.2011 12:04
Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. 15.8.2011 11:47
Landsbankinn reiknar með óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans býst fastlega við því að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum. Þó er ekki hægt að útiloka hækkun í ljósi yfirlýsinga nefndarinnar og Seðlabankastjóra að undanförnu. 15.8.2011 10:29
Tölvurnar taka völdin á Wall Street Tölvur hafa tekið völdin á Wall Street og þær hafa farið með fjárfesta í villtar rússíbanareiðir á mörkuðum undanfarnar tvær vikur. 15.8.2011 10:17
Evrópumarkaðir í plús Hlutabréfamarkaðir Evrópu hefja vikuna á jákvæðum nótum í framhaldi af góðum hækkunum á Asíumörkuðum í nótt. 15.8.2011 10:00
Milljónamæringur án þess að vita af því Einhversstaðar í heiminum, sennilegast í Englandi, er eigandi Faberge eggs sem sennilega veit ekki að eggið er nær 400 milljóna króna virði. 15.8.2011 09:21
Heildaraflinn minnkaði um 11% milli ára í júlí Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum júlímánuði, metinn á föstu verði, var 11,1% minni en í júlí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 4,3% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. 15.8.2011 09:01
Stórverslunin Illum seld fyrir metfé Stórverslunin Illum í Kaupmannahöfn hefur verið seld ástralska fjárfestingarsjóðnum Macquarie fyrir 1,64 milljarða danskra kr. eða um 36 milljarða kr. Í blaðinu Börsen segir að um stærstu fasteignakaup í sögu Danmerkur sé að ræða, þ.e. hvað varðar einstaka fasteign. 15.8.2011 08:11
Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði engu á N1 Að gefnu tilefni vill stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna taka það fram að sjóðurinn tapaði engum fjárhæðum vegna nauðasamninga N1 við lánadrottna sína. Sjóðurinn átti engar kröfur í félagið N1 og verður því ekki fyrir tjóni. 15.8.2011 07:29
Reikna með áframhaldandi óróa á mörkuðum Fjárfestar á Wall Street búa sig undir að í þessari viku muni óróinn á hlutabréfamörkuðum halda áfram eins og verið hefur undanfarnar tvær vikur. 15.8.2011 07:27
Mikill áhugi á orku frá Þeistareykjum Norðurþingi hefur borist ósk um viðræður um úthlutun á 20 hektara lóð á Bakka til fyrirtækisins Thorsil. Thorsil hefur hug á að reisa kísilmálmverksmiðju á Íslandi í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Timminco. 15.8.2011 07:00
Danir hamstra gull sem aldrei fyrr Danir hamstra nú gull sem aldrei fyrr og nota sparifé sitt til að fjárfesta í gulli í stað þess að fjárfesta í verð- eða hlutabréfum. 15.8.2011 06:54
Statoil og Faroe Petroleum hafa áhuga á Drekasvæðinu Norska olíufélagið Statoil og skoska olíufélagið Faroe Petroleum eru bæði talin íhuga að taka þátt í olíuleitarútboði Íslands á Drekasvæðinu í haust. 15.8.2011 06:44
Starfsfólkið hélt að það ynni í alvöru Apple-búð Alls tuttugu og tvær Apple verslanir í kínversku borginni Kunming hafa verið afhjúpaðar sem gerviverslanir en verslanirnar voru innréttaðar sem ekta Apple búðir og starfsfólkið, sem var allt í sérstökum Apple einkennisfatnaði, hélt það væri að vinna í ósviknum Apple búðum. 14.8.2011 11:30
Strumparnir sagðir á bakvið hlutabréfahrunið Þeir eru litlir, bláir og sætir og sem stendur eru þeir mjög óvelkomnir, eða persona non grata, á Wall Street. Margir telja, að vísu meir í gamni en alvöru, að Strumparnir séu ástæðan fyrir hlutabréfahruninu á Wall Street uppúr síðustu mánaðarmótum. 14.8.2011 10:51
Niðurskurður í ríkisfjármálum Ítala mikilvægur fyrir evrusvæðið Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins, segir áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um stórfelldan niðurskurð í ríkisfjármálum gríðarlega mikilvæga fyrir allt evrusvæðið. Rompuy segist styðja aðgerðir Ítala en hann fundaði með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu í morgun. 14.8.2011 10:35