Viðskipti innlent

Stóraukin vinnsla hjá HB Granda á Vopnafirði

Það sem af er síldar- og makrílvertíðinni hafa verið fryst samtals rúmlega 10.000 tonn af afurðum í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði en það er um 3.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu HB Granda. Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er kvótastaðan góð. Búið er að veiða um 8.000 tonn af síld og um 9.000 tonn af makríl en aflamark HB Granda í umræddum tegundum er 20.800 tonn af norsk-íslenskri síld og 15.500 tonn af makríl. Alls eiga skip HB Granda því óveidd um 19.000 tonn af alls um 36.300 tonna heildarkvóta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×