Góð afkoma Landsvirkjunar á fyrri hluta árs 16. ágúst 2011 16:54 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Mynd/GVA Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar var birt í dag undir yfirskriftinni „Góð lausafjárstaða og sterkara sjóðstreymi". Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Í uppgjörinu segir hann þó að enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Áfram verður unnið að því að bæta þær kennitölur. Framkvæmdir við Búðarháls eru nú í fullum gangi og Landsvirkjun hefur tryggt fjármagn til verksins. Gert er ráð fyrir að virkjunin taki til starfa árið 2013. Næst á dagskrá eru verkefni á Norðausturlandi, virkjanir í Bjarnarflagi og Þeistareykjum.Tímabilið í hnotskurn Rekstrartekjur Landsvirkjunarsamstæðunnar hækkuðu um 20,3% eða 36,7 milljónir USD (4,19 milljarðar kr.) frá sama tímabili árið áður. Það skýrist aðallega af hærra orkuverði til iðnaðar, sem aftur kemur til af hækkandi álverði á heimsmarkaði. Nettó skuldir Landsvirkjunar námu 2.684,8 milljónum USD (306 milljörðum kr.) í lok júní. Til hækkunar á skuldum kemur reiknað gengistap vegna langtímaskulda félagsins. Nettó skuldir félagsins hækkuðu á tímabilinu, en þrátt fyrir það bötnuðu kennitölur þeim tengdar. Eigið fé fyrirtækisins var 1.670 milljónir USD (190,5 milljarðar kr.) í lok júní. Eiginfjárhlutfallið hefur hækkað frá lokum árs 2010 úr 34,0% í 34,9%. Landsvirkjun skilaði góðu sjóðstreymi á tímabilinu. Áhersla var á lausafjárstýringu í stað fjárfestinga og afborganir umfram lántökur námu 178,2 milljónum USD (20,3 milljörðum kr) á tímabilinu.Álverði háð Tekjur Landsvirkjunar eru enn að umtalsverðu leyti háðar álverði á heimsmarkaði. Álverð er viðunandi um þessar mundir. Því standa vonir til að sjóðsmyndun verði áfram góð þó óvissa verði um þróun álverðs næstu misseri. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar var birt í dag undir yfirskriftinni „Góð lausafjárstaða og sterkara sjóðstreymi". Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Í uppgjörinu segir hann þó að enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Áfram verður unnið að því að bæta þær kennitölur. Framkvæmdir við Búðarháls eru nú í fullum gangi og Landsvirkjun hefur tryggt fjármagn til verksins. Gert er ráð fyrir að virkjunin taki til starfa árið 2013. Næst á dagskrá eru verkefni á Norðausturlandi, virkjanir í Bjarnarflagi og Þeistareykjum.Tímabilið í hnotskurn Rekstrartekjur Landsvirkjunarsamstæðunnar hækkuðu um 20,3% eða 36,7 milljónir USD (4,19 milljarðar kr.) frá sama tímabili árið áður. Það skýrist aðallega af hærra orkuverði til iðnaðar, sem aftur kemur til af hækkandi álverði á heimsmarkaði. Nettó skuldir Landsvirkjunar námu 2.684,8 milljónum USD (306 milljörðum kr.) í lok júní. Til hækkunar á skuldum kemur reiknað gengistap vegna langtímaskulda félagsins. Nettó skuldir félagsins hækkuðu á tímabilinu, en þrátt fyrir það bötnuðu kennitölur þeim tengdar. Eigið fé fyrirtækisins var 1.670 milljónir USD (190,5 milljarðar kr.) í lok júní. Eiginfjárhlutfallið hefur hækkað frá lokum árs 2010 úr 34,0% í 34,9%. Landsvirkjun skilaði góðu sjóðstreymi á tímabilinu. Áhersla var á lausafjárstýringu í stað fjárfestinga og afborganir umfram lántökur námu 178,2 milljónum USD (20,3 milljörðum kr) á tímabilinu.Álverði háð Tekjur Landsvirkjunar eru enn að umtalsverðu leyti háðar álverði á heimsmarkaði. Álverð er viðunandi um þessar mundir. Því standa vonir til að sjóðsmyndun verði áfram góð þó óvissa verði um þróun álverðs næstu misseri.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira