Viðskipti innlent

Markaðsóróinn truflaði gjaldeyrisútboð Seðlabankans

Leiða má líkum að því að óróinn sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft verulega truflandi áhrif á gjaldeyrisútboð Seðlabankans.

Mjög lítill áhugi var í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í gærdag. Bankinn bauðst til að kaupa 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisskuldabréfum. Aðeins bárust tilboð í tæplega 5% af þessari upphæð eða 3,4 milljónir evra og því seldust skuldabréf fyrir tæplega 712 milljónir króna.

Gengið í þessum viðskiptum nam 210 krónum fyrir evruna sem er nokkuð sterkara gengi en í síðasta útboði Seðlabankans.

Leiða má líkum á því að lífeyrissjóðirnir hafi ekki haft neinn áhuga á þessu útboði bankans enda ekki ráðlegt fyrir sjóðina að leysa út erlendar eignir sínar í stöðunni á alþjóðamörkuðum um þessar stundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×