Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur 17. ágúst 2011 09:00 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. Í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans segir að hækkun vaxta Seðlabankans er í samræmi við nýlegar yfirlýsingar peningastefnunefndar og markast af því að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa versnað enn frekar frá síðasta fundi nefndarinnar. Nýjustu hagtölur og uppfærð spá bankans sem birtist í Peningamálum í dag benda að auki til meiri vaxtar innlendrar eftirspurnar og atvinnu á þessu ári en búist var við í síðustu spá. Á móti auknum vexti innlendrar eftirspurnar kemur að hræringar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vísbendingar um veikari hagvöxt í helstu iðnríkjum en búist var við gætu haft neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap þegar frá líður. Hversu mikil þessi áhrif gætu orðið er afar erfitt að meta á þessari stundu. Aukinn kraftur í efnahagslífinu, sem birtist í uppfærðri spá bankans, felur þó í sér að lítil hætta er á að hófleg vaxtahækkun stöðvi efnahagsbatann, enda er mikilli lækkun skammtímaraunvaxta sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði aðeins snúið við að litlum hluta. Verðbólga hefur aukist verulega undanfarna fimm mánuði. Tólf mánaða verðbólga mældist 5% í júlí og undirliggjandi verðbólga, skilgreind sem vísitala neysluverðs án áhrifa neysluskatta, sveiflukenndra matvæla, bensíns, opinberrar þjónustu og vaxtakostnaðar, mælist 3,3% og hefur aukist úr 1,2% í janúar. Aukin verðbólga skýrist m.a. af lágu gengi krónunnar og verðhækkunum húsnæðis og olíu. Umsamdar launahækkanir munu auka verðbólguna enn frekar á næstunni þrátt fyrir lítils háttar styrkingu gengis að undanförnu. Miðað við núverandi gengi krónunnar eru horfur á að verðbólga aukist fram á næsta ár og að verðbólgumarkmiðið náist ekki að nýju fyrr en á seinni hluta ársins 2013. Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. Í tilkynningu á vefsíðu Seðlabankans segir að hækkun vaxta Seðlabankans er í samræmi við nýlegar yfirlýsingar peningastefnunefndar og markast af því að verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa versnað enn frekar frá síðasta fundi nefndarinnar. Nýjustu hagtölur og uppfærð spá bankans sem birtist í Peningamálum í dag benda að auki til meiri vaxtar innlendrar eftirspurnar og atvinnu á þessu ári en búist var við í síðustu spá. Á móti auknum vexti innlendrar eftirspurnar kemur að hræringar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og vísbendingar um veikari hagvöxt í helstu iðnríkjum en búist var við gætu haft neikvæð áhrif á íslenskan þjóðarbúskap þegar frá líður. Hversu mikil þessi áhrif gætu orðið er afar erfitt að meta á þessari stundu. Aukinn kraftur í efnahagslífinu, sem birtist í uppfærðri spá bankans, felur þó í sér að lítil hætta er á að hófleg vaxtahækkun stöðvi efnahagsbatann, enda er mikilli lækkun skammtímaraunvaxta sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði aðeins snúið við að litlum hluta. Verðbólga hefur aukist verulega undanfarna fimm mánuði. Tólf mánaða verðbólga mældist 5% í júlí og undirliggjandi verðbólga, skilgreind sem vísitala neysluverðs án áhrifa neysluskatta, sveiflukenndra matvæla, bensíns, opinberrar þjónustu og vaxtakostnaðar, mælist 3,3% og hefur aukist úr 1,2% í janúar. Aukin verðbólga skýrist m.a. af lágu gengi krónunnar og verðhækkunum húsnæðis og olíu. Umsamdar launahækkanir munu auka verðbólguna enn frekar á næstunni þrátt fyrir lítils háttar styrkingu gengis að undanförnu. Miðað við núverandi gengi krónunnar eru horfur á að verðbólga aukist fram á næsta ár og að verðbólgumarkmiðið náist ekki að nýju fyrr en á seinni hluta ársins 2013.
Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira