Viðskipti innlent

Straumur hefur gert upp að fullu við Seðlabankann

ALMC hf. áður Straumur greiddi í dag Seðlabanka Íslands 46 milljóna evra, eða um 7,5 milljarða kr. afborgun af veðtryggðu láni.

Endurgreiðslan kemur í kjölfarið á sölu á fasteigninni sem hýsir verslunina Illum í Kaupmannahöfn. Sú sala markar lokaskrefið í söluferli eignar ALMC í verslununum Magasin og Illum, en eignin hafði verið veðsett Seðlabankanum.

Á vefsíðu ALMC segir að frá því í mars 2009 hefur ALMC, í framhaldi af sölu eigna, endurgreitt Seðlabanka Íslands jafnvirði ríflega 450 milljóna evra, eða tæplega 74 milljarða kr., vegna veðtryggðra lánveitinga, en þar af voru um tveir þriðju hlutar í erlendri mynt.

ALMC hefur þar með greitt að fullu lán sín hjá Seðlabankanum, án þess að Seðlabankinn hafi mátt þola af þeim útlánatap eða afskriftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×