Viðskipti innlent

Dómur gæti aukið kröfur í Kaupþing um 25,7 milljarða

Fari svo að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í máli lífeyrissjóðsins Stapa gegn Straumi gæti það þýtt að kröfur í þrotabú Kaupþings myndu hækka um 25,7 milljarða kr.

Sem kunnugt er af fréttum komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að rúmlega 5 milljarða kr. krafa Stapa á hendur Straumi skyldi standa þrátt fyrir að krafan hefði verið sett fram eftir að kröfulýsingafresti lauk.

Fjallað er um málið í uppfærðri skýrslu skilanefndar Kaupþings til kröfuhafa bankans. Þar segir að af þessum 25,7 milljörðum kr. séu um 14 milljarðar kr. kröfur sem bárust eftir að kröfulýsingarfresti lauk þann 30. desember 2009 og um 11,7 milljarðar kr. séu kröfur sem skilanefndin veit af en hefur ekki enn verið lýst í búið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×