Fleiri fréttir

Hvalur hf. hefur selt fyrir 2 milljarða í Japan

Hvalur hf. hefur selt um 1.200 tonn af hvalkjöti og spiki í Japan frá árinu 2008 og er verðmæti þess talið um 17 milljónir dollara eða rúmlega 2 milljarða kr. Hinsvegar liggur Hvalur inni með 2.500 tonn af óseldum hvalaafurðum.

Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara

Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert.

Alcoa á blússandi siglingu

Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra.

Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram

Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%.

Hlutabréf féllu í verði í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið.

Angela Merkel í Kenía

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt til Kenía í dag eftir að hafa fundað með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, í Þýskalandi. Merkel ætlar að funda með leiðtogum Kenía. Þar á meðal eru forsetinn og forsætisráðherra Kenía. Tilgangur Merkel með heimsókninni er einkum sá að efla fjárfestingu milli Þýskalands og Kenía.

SS skráir sig á First North markaðinn

Stjórn Sláturfélags Suðurlands (SS) hefur samþykkt að skrá félagið á First North markaðinn hjá Kauphöllinni en SS hefur um árabil verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum þar á bæ. Stjórn félagsins telur mikilvægt að félagið sé skráð á markaði og First North markaðurinn henti félaginu vel.

Örvænting ríkir á öllum mörkuðum

Örvænting hefur gripið um sig á öllum fjármálamörkuðum heimsins í kjölfar fréttanna í morgun um að Ítalía muni hugsanlega vera næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Hlutabréf falla í verði í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið.

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað frá því í morgun. Ástæðan eru fréttir um að Ítalía sé hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í suðurhluta Evrópu.

Ítalía ógnar tilvist evrunnar

Neyðarfundur æðstu embættismanna ESB í dag er til vitnis um að evrusamstarfið hefur aldrei verið í jafnmikilli hættu og nú. Fundurinn fjallar um stöðuna á Ítalíu en hún ógnar nú tilvist evrunnar.

Starfsmenn sprengdu bíl forstjórans í loft upp

Tölvufyrirtækið Adaptive Computing í Utah í Bandaríkjunum notar óhefðbundnar aðferðir til að hvetja starfsmenn sína áfram. Ein þeirra var að leyfa þeim að sprengja bíl forstjórans í loft upp.

Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu

Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna.

Moody´s segir mikla áhættu í 5 ára áætlun OR

Matsfyrirtækið Moody´s segir að mikil áhætta sé fólgin í fimm ára áætlun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um rekstur sinn fram til ársins 2016. Áhættan sé m.a. fólgin í vaxtastigi, gengisþróun krónunnar og verðþróun á hrávörum.

Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti

Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti.

ESB boðar til neyðarfundar vegna Ítalíu

Herman Van Rompuy forseti Evrópuráðsins hefur boðað háttsetta embættismenn ESB til neyðarfundar í dag vegna Ítalíu. Óttast er að Ítalía sé að enda í sömu sporum og Grikkland hefur hjakkað í undanfarið ár. Meðal annars berast fréttir af því að vogunarsjóðir séu nú farnir að veðja á að Ítalía lendi í sömu vandræðum og Grikkland.

Kröfuhafar Kaupþings vilja nauðasamninga

Kröfuhafar Kaupþings vilja að leitað verði nauðasamninga til að ljúka slitameðferð bankans frekar en að óskað verði eftir gjaldþrotaskiptum í búinu. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu slitastjórnar og skilanefndar Kaupþings.

Neyðarkall frá ferðaþjónustunni í Skaftárhreppi

Ferðaþjónustuaðilar í Skaftárhreppi hafa sent Ögmundi Jónssyni innanríkisráðherra bréf þar sem þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af rofi á þjóðvegi 1 við Múlakvísl. Bréfið ber yfirskriftina Neyðarkall frá ferðaþjónustuaðilum í Skaftárhreppi.

Góður gangur í makrílveiðum

Góður gangur er í makrílveiðunum suður af landinu og eru stórir frystitogarar byrjaðir veiðar þar. Brimnes kom til dæmis til Reykjavíkur í morgun með 540 tonn af heilfrystum makríl til manneldis eftir aðeins níu sólarhringa veiðiferð.

Berlusconi sektaður um 93 milljarða

Fininvest, eignarhaldsfélag Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sektað um 560 milljónir evra eða um 93 milljarða kr.

Moody´s setur OR dýpra í ruslið

Matsfyrirtækið Moodys gefur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lánshæfiseinkunnina B1 með neikvæðum horfum, sbr. meðfylgjandi tilkynningu. Það er lækkun frá fyrra mati sem var Ba1.

Mikill fjörkippur á fasteignamarkaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku var 121. Þetta er mesti fjöldi seldra fasteigna á einni viku frá því fyrir hrunið 2008. Til samanburðar er meðaltal fjölda kaupsamninga 88 á viku síðustu 12 vikur.

Reginn selur Mýrargötu 26

Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans, hefur undirritað kaupsamning við Atafl ehf. vegna sölu á Mýrargötu 26 í Reykjavík.

Minkaskinn seld fyrir rúmar 800 milljónir í ár

Íslenskir loðdýrabændur hafa selt minkaskinn fyrir yfir 800 milljónir kr. það sem af er árinu á uppboðum hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Á júníuppboðinu seldust skinn fyrir a.m.k. 350 milljónir kr. en þá hafði meðalverðið á íslensku skinnunum hækkað um 7% frá apríluppboðinu og stóð í 410 dönskum kr. á skinn eða um 9.000 kr.

Þeir sem fá endurgreiddan skatt hugi að bankareikningum

Fjármálaráðuneytið beinir þeim tilmælum til þeirra sem von eiga á endurgreiðslu frá skattinum í ár að þeir hugi að því að koma upplýsingum um bankareikninga á framfæri hafi þeir ekki þegar gert slíkt.

CCP semur við Nexon í Japan

CCP og Nexon hafa tilkynnt um samstarf, dreifingu og útgáfu á netleiknum EVE Online í Japan. Áformað er að japönsk útgáfa af leiknum komi á markað í haust, en með henni munu Japanir geta spilað leikinn á sínu móðurmáli í fyrsta sinn. CCP hefur þegar gefið EVE Online út í þýskri, rússnenskri og kínverskri útgáfu, samhliða upphaflegu útgáfunni sem er á ensku.

Nýherji sýndarvæðir hjá Air Atlanta

Nýherji hefur lokið við að sýndarvæða upplýsingatækniumhverfi flugfélagsins Air Atlanta. Sýndarvæðingarlausnin felur í sér lækkun á rekstrarkostnaði, svo sem í rafmagnssparnaði fyrir hátt í 2 milljónir kr. á ári. Þá er fjárbinding í vélbúnaði lægri og rými undir upplýsingatæknibúnað félagsins er mun minna en áður.

Getur komið evruríkjum illa

Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðlabankans síðan í apríl.

LS Retail valið í Forsetaklúbb Microsoft

Í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi þjónustu og söluafrek hefur íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail ehf. verið valið í Forsetaklúbbinn (President´s Club) hjá Microsoft Dynamics.

Enginn vöxtur í útlánum bankanna

Vöxtur útlána innlánsstofnana virðist enn sama sem enginn. Hins vegar hefur nýjum lánum Íbúðalánasjóðs fjölgað um 30% fyrstu fjóra mánuði ársins í samanburði við sama tímabili árið að undan.

Spá 17% aukningu í íbúðasölu á þessu ári

Íbúðafjárfesting dróst saman um 17% árið 2010, en árið 2011 er reiknað með 17% vexti og gert er ráð fyrir talsverðum vexti út spátímann. Þó er ekki um mikla fjármuni að tefla framan af vegna þess hve lítil íbúðafjárfesting er.

Spáir áframhaldandi afgangi af vöruskiptunum

Hagstofan segir að horfur eru á áframhaldandi afgangi af vöruskiptajöfnuði á næstu árum. Samkvætm þjóðhagsspá Hagstofunnar er reiknað er með að útflutningur aukist um 2,1% árið 2011.

Spáir hóflegum hagvexti fram til ársins 2016

Þjóðhagsspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir hóflegum hagvexti næstu árin eða um 3% á ári frá 2012 og til 2016. Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan haldist lág og að gengi krónunnar breytist lítið á spátímanum.

Þjóðhagsspá: Landsframleiðslan aukist um 3,1 prósent á næsta ári

Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 2,5 prósent á þessu ári og 3,1 prósent á því næsta. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem kemur út í dag. Spáin nær til ársins 2016. Gert er ráð fyrir að einkaneysla og fjárfestingar aukist á þessu ári og næstu ár. Samneysla dróst hinsvegar saman á þessu ári um 2,6 prósent en búist er við að hún taki við sér að nýju árið 2014.

Margir fjárfestar áhugasamir

Söluferli á starfsemi Icelandic Group (IG) í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína er formlega hafið.

Sjá næstu 50 fréttir