Viðskipti innlent

Margir fjárfestar áhugasamir

Framtakssjóður Íslands, eigandi Icelandic Group, hefur unnið að sölu eigna fyrirtækisins upp á síðkastið.
Framtakssjóður Íslands, eigandi Icelandic Group, hefur unnið að sölu eigna fyrirtækisins upp á síðkastið.
Söluferli á starfsemi Icelandic Group (IG) í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína er formlega hafið.

Bandaríski bankinn Bank of America Merrill Lynch sér um söluna og tengsl við áhugasama kaupendur. Alþjóðlegir fjárfestar og fyrirtæki í sjávarútvegi hafa sýnt áhuga á eignum Icelandic Group ytra, samkvæmt upplýsingum frá Icelandic Group.

Hópur fjárfesta undir forystu sjávarútvegsfyrirtækisins Pacific Andes frá Hong Kong keypti starfsemi Icelandic Group í Þýskalandi og Frakklandi í síðasta mánuði.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×