Viðskipti innlent

Aflaverðmæti Málmeyjar 360 milljónir

Hásetar á Málmey SK 1 hörmuðu ekki hlutinn sinn þegar skipið kom að landi um klukkan þrjú í gær með um 840 tonn. Aflaverðmætið er tæpar 360 milljónir og því gæti hlutur háseta verið um 3,6 milljónir.

Björn Jónasson skipstjóri sagði áhöfnina vissulega vera kampakáta og ekki væri það til að spilla fyrir að flestir væru að fara í frí. Aflinn samanstóð af grálúðu og úthafskarfa.

Túrinn tók 34 daga að sögn Björns. Fyrsta hálfa mánuðinn var skipið á Reykjaneshrygg en svo var farið austur fyrir land.- jse






Fleiri fréttir

Sjá meira


×