Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða yfir 2.000 milljarða virði

Hrein eign lífeyrissjóða var 2.006 milljarðar kr. í lok maí og hækkaði um 22,8 milljarða kr. í mánuðinum eða um 1,15%.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að innlend verðbréfaeign hækkaði um 30,3 milljarða kr. og nam 1.438 milljörðum kr. Erlend verðbréfaeign nam 496,7 milljörðum kr. og hækkaði um 10,5 milljarða kr. á milli mánaða.

Sjóður og bankainnstæður lækkuðu um 16,3 milljarða kr og námu 139,2 milljörðum kr. í lok maí.

Vert er að taka fram að enn er nokkur óvissa um endanlegt mat á eignum lífeyrissjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×