Viðskipti innlent

Hvalur hf. hefur selt fyrir 2 milljarða í Japan

Hvalur hf. hefur selt um 1.200 tonn af hvalkjöti og spiki í Japan frá árinu 2008 og er verðmæti þess talið um 17 milljónir dollara eða rúmlega 2 milljarða kr. Hinsvegar liggur Hvalur inni með 2.500 tonn af óseldum hvalaafurðum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af tveimur dýraverndunarsamtökum. Samkvæmt skýrslunni hefur hvalkjötið verið selt í gegnum félag sem Kristján Loftsson stofnaði í Japan í samvinnu við þarlenda aðila.

Samtökin fundu sannanir fyrir því sala og dreifing á íslensku hvalkjöti fari vaxandi í Japan þar sem verðinu á þessum afurðum sé haldið niðri og að Japönum þykir kjöt af langreyði eitt það besta sem fæst en sjálfir veiða Japanir ekki þá hvalategund.

Samtökin sem hér um ræðir eru annarsvegar Environmental Investigation Agency og Whale and Dolphin Conservation Society. Skýrsla þeirra var kynnt á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn er í Jersey á Bretlandseyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×