Viðskipti innlent

Minkaskinn seld fyrir rúmar 800 milljónir í ár

Íslenskir loðdýrabændur hafa selt minkaskinn fyrir yfir 800 milljónir kr. það sem af er árinu á uppboðum hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Á júníuppboðinu seldust skinn fyrir a.m.k. 350 milljónir kr. en þá hafði meðalverðið á íslensku skinnunum hækkað um 7% frá apríluppboðinu og stóð í 410 dönskum kr. á skinn eða um 9.000 kr.

Alls voru seld rétt tæp 40.000 íslensk minkaskinn á júníuppboðinu hjá Kopenhagen Fur en þetta uppboð er yfirleitt það stærsta hvað íslenska loðdýrbændur varðar.

„Það má segja að ævintýrið hjá okkur haldi áfram og að hvergi sé ský á lofti," segir Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda. „Þvert á móti lítur út fyrir að eftirspurnin eftir íslensku skinnunum sé enn að aukast og verðið þar með að hækka."

Hinn góði árangur íslenskra minkaskinn á Kopenhagen Fur hefur vakið athygli í Danmörku og nú vilja margir loðdýraræktendur þar fjárfesta á Íslandi. Von er á um 50 manna hópi þeirra frá Danmörku að kynna sér aðstæður hérlendis seinna í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×