Viðskipti innlent

Oxford háskóli og breskar sýslur fá forgang

Oxford háskóli og breskar sýslur/sveitarfélög voru varnaraðilar í málum þeim sem dæmt var um í héraðsdómi í morgun. Þessir aðilar fá kröfur sínar í þrotabú Landsbankans viðurkenndar sem forgangskröfur.

Upphæðin sem dæmd var sem forgangskrafa var ekki sú sama í öllum málunum en sú hæsta var 5 milljónir punda sem samsvarar tæpum 920 milljónum kr.

Fyrir utan Oxford háskólann voru Kent County og Norfolk County sem fengu 5 milljónir punda viðurkenndar sem forgangskröfur. Hjá öðrum sveitarfélögum var krafan á bilinu 2 til 3 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×