Viðskipti innlent

Vilja að Þorsteinn Pálsson verði nýr stjórnarformaður MP banka

Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður næsti stjórnarformaður MP banka, ef tillaga nýrra hluthafa verður samþykkt á hluthafafundi bankans á föstudaginn.

Í tilkynningu frá MP banka segir að söfnun hlutafjár í bankann sé nú lokið og áskrift að hlutafé reyndist talsvert umfram 5 milljarða. „Samningur um kaup á allri innlendri starfsemi MP banka og starfsemi í Litháen hefur verið undirritaður og hluthafafundur verið boðaður föstudaginn 8. apríl,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×