Viðskipti innlent

Meðaldagsvelta með skuldabréf 8,5 milljarðar í mars

Meðaldagsvelta á skuldabréfamarkaðinum í mars var um 8,5 milljarðar kr. sem er nokkru lægra en  meðaldagsvelta ársins sem er um 9,3 milljarða kr.

Þetta kemur fram í yfirliti frá GAMMA um skuldabréfaviðskiptin í mars. Þar kemur fram að heildarvísitalan, GAMMA: GBI, hækkaði um 2,1% í mars og hefur hækkað um 2,6% á árinu.

Verðtryggða vísitalan GAMMAi hækkaði um 2,5% og hefur nú hækkað um 4,4% á árinu.v Óverðtryggða vísitalan GAMMAxi hækkaði um 1,1% og hefur lækkað á árinu um 1,5%.

Hlutfall óverðtryggðra bréfa lækkaði lítillega úr 28,6% í 28,4%. Líftími vísitölunnar lækkaði úr 9,19 árum í 9,16 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×