Viðskipti innlent

Laun erlendra stjórnarmanna tvöfölduð

Arion Banki.
Arion Banki.
Eigendur Arion banka samþykkti að tvöfalda laun erlendra stjórnarmanna á síðasta aðalfundi bankans. Önnur laun standa í stað. Þetta fékkst staðfest hjá upplýsingafulltrúa Arion banka.

Þrír erlendir aðilar sitja í stjórn Arion banka. Þar af er Monica Caneman sem er jafnframt stjórnarformaður.

Vísir greindi frá því í byrjun mars að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 2,9 milljónir í laun á mánuði. Alls fékk hann 30 milljónir árið 2010.

Það var Pressan.is sem vakti fyrst athygli á launahækkun erlendu stjórnarmannanna en þar kemur einnig fram að gróflega áætlað hafi Monica Caneman fengið greitt 632 þúsund krónur á mánuði eða sex milljónir yfir árið.

Ekki náðist í Reyni Karlsson, stjórnarformann Kaupskila ehf., sem er eignarhaldsfélag Kaupþings og fer með eignarhald á hlut Kaupþings hf. í Arion banka.

Þess má geta að fulltrúi Bankasýslu ríkisins, sem sat í stjórn bankans, var gert að hætta vegna þess að hann greiddi atkvæði með launahækkun bankastjórans sem var harðlega gagnrýnt af forsætisráðherra sem og fjármálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×