Stjórnendur Landsbankans sakaðir um að millifæra milljarða í hruninu Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. apríl 2011 09:04 Björgólfur Thor Björgólfsson. Féð átti að hafa ratað til fyrirtækja í eigu Björgólfsfeðga. Stjórnendur Landsbankans millifærðu milljarða króna á reikninga Straums-Burðaráss sama dag og bankinn hrundi. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Telegraph. Blaðið vísar í bréf frá skilanefndinni máli sínu til stuðnings. Í bréfinu frá skilanefndinni er fjallað um það hvernig 174 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna, voru teknar út úr bankanum rétt áður en hann var þjóðnýttur. Mestur hluti fjárins var millifærður inn í stofnanir sem Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, áttu eða stjórnuðu. Í bréfinu segir „Stjórnarmeðlimir í bankanum og stjórnendur hefðu átt að gera sér grein fyrir því að þann 6. október var bankinn gjaldþrota. Það er niðurstaða okkar að fyrrgreindar millifærslur hafi verið til þess að skerða eignasafn bankans og raskað jafnrétti lánadrottna og þess vegna hafi þær verið ólöglegar". Sunday Telegraph segir að stór hluti fjárins hafi verið greiddur inn á reikninga Straums, sem var að stórum hluta til í eigu Björgólfs Thors. Í bréfinu sé greint frá því hvernig 47 milljóna sterlinspunda lán til Straums hafi verið veitt eftir að Landsbankinn hrundi þann 6. október 2008. Þótt lánsvilyrði hafi verið fyrir hendi í meira en 18 mánuði áður en bankinn féll hafi það ekki verið fyrr en nokkrum mínútum áður en að Geir Haarde hélt sjónvarpsávarp, þar sem hann tilkynnti um efnahagshrunið að ósk um greiðslu hefði borist. Sunday Telegraph segir að bréfið, með þessum ásökunum, hafi verið sent frá skilanefndinni til stjórnar Landsbankans í febrúar. Stjórnin hafi neitað ásökununum. Talsmaður Björgólfs Thors hafnar þeim einnig í svari sem sent var Sunday Telegraph. Rétt er að taka fram að þó að Björgólfur Thor hafi verið einn af stærstu eigendum Landsbankans, í gegnum eignarhaldsfélagið Samson, sat hann hvorki í stjórn bankans, né heldur var hann einn af stjórnendum hans. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Stjórnendur Landsbankans millifærðu milljarða króna á reikninga Straums-Burðaráss sama dag og bankinn hrundi. Þetta fullyrðir breska blaðið Sunday Telegraph. Blaðið vísar í bréf frá skilanefndinni máli sínu til stuðnings. Í bréfinu frá skilanefndinni er fjallað um það hvernig 174 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna, voru teknar út úr bankanum rétt áður en hann var þjóðnýttur. Mestur hluti fjárins var millifærður inn í stofnanir sem Björgólfur Thor Björgólfsson og faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, áttu eða stjórnuðu. Í bréfinu segir „Stjórnarmeðlimir í bankanum og stjórnendur hefðu átt að gera sér grein fyrir því að þann 6. október var bankinn gjaldþrota. Það er niðurstaða okkar að fyrrgreindar millifærslur hafi verið til þess að skerða eignasafn bankans og raskað jafnrétti lánadrottna og þess vegna hafi þær verið ólöglegar". Sunday Telegraph segir að stór hluti fjárins hafi verið greiddur inn á reikninga Straums, sem var að stórum hluta til í eigu Björgólfs Thors. Í bréfinu sé greint frá því hvernig 47 milljóna sterlinspunda lán til Straums hafi verið veitt eftir að Landsbankinn hrundi þann 6. október 2008. Þótt lánsvilyrði hafi verið fyrir hendi í meira en 18 mánuði áður en bankinn féll hafi það ekki verið fyrr en nokkrum mínútum áður en að Geir Haarde hélt sjónvarpsávarp, þar sem hann tilkynnti um efnahagshrunið að ósk um greiðslu hefði borist. Sunday Telegraph segir að bréfið, með þessum ásökunum, hafi verið sent frá skilanefndinni til stjórnar Landsbankans í febrúar. Stjórnin hafi neitað ásökununum. Talsmaður Björgólfs Thors hafnar þeim einnig í svari sem sent var Sunday Telegraph. Rétt er að taka fram að þó að Björgólfur Thor hafi verið einn af stærstu eigendum Landsbankans, í gegnum eignarhaldsfélagið Samson, sat hann hvorki í stjórn bankans, né heldur var hann einn af stjórnendum hans.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira