Viðskipti innlent

Icelandic Group skilaði tæpum milljarði í hagnað í fyrra

Hagnaður Icelandic Group eftir skatta á síðasta ári nam 6,1 milljón evra sem jafngildir 957 milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um ársuppgjör félagsins. Þar segir að heildarvelta Icelandic Group hefur haldist stöðug milli ára var 999,6 milljónir evra árið 2010, eða sem jafngildir yfir 157 milljörðum íslenskra króna, í samanburði við 997,5 milljónir evra árið 2009

Hagnaður fyrir skatta nam 15,6 milljónum evra, eða 2,4 milljarðar króna, sem er 25% hækkun samanborið við 12,4 milljónir evra árið 2009. Rekstrarhagnaður (EBITDA) var 4,2% af veltu eða 41,9 milljón evra eða sem jafngildir 6,6 milljörðum króna.

Hagnaður ársins nam 6,1 milljón evra sem jafngildir 957 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár var 3,9% á árinu. Gott eiginfjárhlutfall upp á 33% rennir styrkum stoðum undir frekari samþættingu og virðissköpun innan samstæðunnar.  (Ath. miðað er við evru gengið 153,37 en það var 162 kr. í morgun)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×