Stefna að því að fá milljón ferðamenn til landsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. mars 2011 21:40 Björgólfur Jóhannsson segir að margar ytri aðstæður gætu gert reksturinn í ár erfiðari. Mynd/ Vilhelm. Stefnt er að því að innan tíu ára muni milljón ferðamenn koma til Íslands á hverju ári. Í fyrra voru þeir um 500 þúsund. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Vísi. Hann segir að til þess að þetta takist verði að vera hægt að kynna Ísland sem góðan áfangastað á veturna jafnt sem á sumrin. Björgólfur segir að aðilar í ferðaþjónustunni séu að fjalla um þetta verkefni með ríkisvaldinu. „Það er í mínum huga ljóst að sumartíminn á Íslandi hefur ekki endalausa möguleika. Ég held að við ættum erfitt með að taka á móti milljón manns á sumrinu," segir Björgólfur, en bætir þó við að það væri ef til vill mögulegt með einhverjum aðgerðum. Hann segir að það sé sín skoðun að það verði að selja útlendingum tækifæri á Íslandi sem tengjast vetrinum. „Hvort sem það er myrkrið, Norðurljósin, snjórinn, vindurinn eða hvað það er. Kannski sjáum við ekki öll tækifærin sem eru alveg við tærnar á okkur," segir Björgólfur. Íslendingar hafi mikla menningu að bjóða, bæði tónlist og kvikmyndir, en náttúran sé samt alltaf árangursríkust, hvort sem það er sumar eða vetur.Sóknin skilaði árangri Icelandair Group skilaði metrekstrarhagnaði á síðasta ári, þrátt fyrir ýmis skakkaföll, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli. „Í mínum huga tel ég það að árangurinn 2010 megi í raun þakka ákvörðunum frá árinu 2009 þegar við ákváðum þá að hefja sókn aftur," segir Björgólfur. Bætt hafi verið inn áfangastöðum eins og Seattle. Þá hafi tengifarþegum, sem voru á leið frá Ameríku til Evrópu, fjölgað mikið. Björgólfur segir að Icelandair Group glími við margar erfiðar ytri aðstæður í rekstrinum núna. Nefnir hann sem dæmi hækkandi olíuverð og að samningar við allar starfstéttir séu lausir. Reksturinn ætti þó að geta gengið ágætlega. „En bókunarflæði er mjög gott heilt yfir og við erum svona tiltölulega bjartsýnir á sumarið heilt yfir af því gefnu að okkur takist að semja við allar okkar starfstéttir og að ytri aðstæður geri það ekki að verkum að olíuverð fari úr öllum böndum," segir Björgólfur. Tengdar fréttir Methagnaður hjá Icelandair Group Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag. Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan. 18. mars 2011 19:05 Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði. 18. mars 2011 19:23 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Stefnt er að því að innan tíu ára muni milljón ferðamenn koma til Íslands á hverju ári. Í fyrra voru þeir um 500 þúsund. Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, í samtali við Vísi. Hann segir að til þess að þetta takist verði að vera hægt að kynna Ísland sem góðan áfangastað á veturna jafnt sem á sumrin. Björgólfur segir að aðilar í ferðaþjónustunni séu að fjalla um þetta verkefni með ríkisvaldinu. „Það er í mínum huga ljóst að sumartíminn á Íslandi hefur ekki endalausa möguleika. Ég held að við ættum erfitt með að taka á móti milljón manns á sumrinu," segir Björgólfur, en bætir þó við að það væri ef til vill mögulegt með einhverjum aðgerðum. Hann segir að það sé sín skoðun að það verði að selja útlendingum tækifæri á Íslandi sem tengjast vetrinum. „Hvort sem það er myrkrið, Norðurljósin, snjórinn, vindurinn eða hvað það er. Kannski sjáum við ekki öll tækifærin sem eru alveg við tærnar á okkur," segir Björgólfur. Íslendingar hafi mikla menningu að bjóða, bæði tónlist og kvikmyndir, en náttúran sé samt alltaf árangursríkust, hvort sem það er sumar eða vetur.Sóknin skilaði árangri Icelandair Group skilaði metrekstrarhagnaði á síðasta ári, þrátt fyrir ýmis skakkaföll, eins og eldgosið í Eyjafjallajökli. „Í mínum huga tel ég það að árangurinn 2010 megi í raun þakka ákvörðunum frá árinu 2009 þegar við ákváðum þá að hefja sókn aftur," segir Björgólfur. Bætt hafi verið inn áfangastöðum eins og Seattle. Þá hafi tengifarþegum, sem voru á leið frá Ameríku til Evrópu, fjölgað mikið. Björgólfur segir að Icelandair Group glími við margar erfiðar ytri aðstæður í rekstrinum núna. Nefnir hann sem dæmi hækkandi olíuverð og að samningar við allar starfstéttir séu lausir. Reksturinn ætti þó að geta gengið ágætlega. „En bókunarflæði er mjög gott heilt yfir og við erum svona tiltölulega bjartsýnir á sumarið heilt yfir af því gefnu að okkur takist að semja við allar okkar starfstéttir og að ytri aðstæður geri það ekki að verkum að olíuverð fari úr öllum böndum," segir Björgólfur.
Tengdar fréttir Methagnaður hjá Icelandair Group Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag. Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan. 18. mars 2011 19:05 Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði. 18. mars 2011 19:23 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Methagnaður hjá Icelandair Group Hagnaður af rekstri Icelandair Group nam 4,6 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi félagsins sem kynntur var í dag. Sigurður Helgason, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í ávarpi sínu í ársskýrslunni að síðasta ár hafi verið það besta í sögu Icelandair Group. Velta fyrirtækisins hafi aukist um 10% á árinu og hafi numið 88 milljöðrum íslenskra króna í lok ársins. EBIDTA fyrirtækisins hafi verið 12,6 milljarðar en 8,1 milljarður árið undan. 18. mars 2011 19:05
Forstjóri Icelandair fékk 3,3 milljónir á mánuði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, fékk greiddar 39,1 milljón króna í árstekjur á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Icelandair Group sem birtur var í dag. Það jafngildir um 3,3 milljónum króna í mánaðartekjur. Sigþór Einarsson, aðstoðarforstjóri fékk greiddar um 1,9 milljónir í laun á mánuði. 18. mars 2011 19:23