Fleiri fréttir

Jón Ásgeir segist hafa boðið Arion banka að greiða allar skuldir

Jón Ásgeir Jóhannesson sem ásamt fjölskyldu sinni átti félagið 1998 ehf., móðurfélag Haga, segist hafa boðið Arion banka að greiða stóra eingreiðslu inn á skuldir móðurfélagsins og afganginn á sjö árum með 2 prósenta vöxtum. Bankinn hafi hafnað því. Hann segist óska nýjum eigendum Haga velfarnaðar og góðs gengis.

ALP kaupir 215 bíla

Í dag var undirritaður samningur í milli B&L og Ingvars Helgasonar annarsvegar og bílaleigunnar ALP hinsvegar um kaup á 215 bílum. Um er að ræða bíla frá Hyundai, Nissan, Land Rover og Renault. Bílarnir verða allir afhentir á tímabilinu maí til júní.

Atvinnulífið vill ekki lengur krónuna

„Þetta kemur ekki á óvart. Öll óvissa sem tengist krónunni og gengi hennar er eingöngu til vandræða,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Fimmta endurskoðun í apríl

Stefnt er að því að fimmta endurskoðun samstarfs­áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fari fram í apríl. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Julie Kozack, formanni sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi, og Franek Rozwadowski, fastafulltrúa sjóðsins hér á landi, í Seðlabankanum í gær.

Kaupa þriðjungshlut í Högum

Arion banki hefur selt dreifðum hópi lífeyrissjóða og öðrum fjárfestum 34% hlut í Högum ásamt kauprétti að 10% viðbótarhlut. Kaupverð er 4,1 milljarður. Skráning í kauphöll er fyrirhuguð síðar á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Endurreisn fjármálakerfisins vel á veg komin

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stefnir að því að fimmta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands verði í apríl. Nefndin hefur verið á Íslandi í vikunni til að undirbúa endurskoðunina. Þetta kom fram á blaðamannafundi með Julie Kozack yfirmanni sendinefndarinnar í dag.

Gjaldeyrisforðinn rúmir 730 milljarðar

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 732,7 milljörðum króna í lok janúar og jókst um 65,7 milljarða króna milli frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands í dag. Seðlabankinn segir að aukninguna megi að mestu rekja til seðla og

Hrafn hættir hjá Landssamtökum lífeyrissjóða

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tilkynnt stjórn samtakanna að hann hyggist láta af störfum að loknum aðalfundi þeirra í maímánuði næstkomandi. Stjórnin hefur því ákveðið að auglýsa framkvæmdastjórastarfið laust til umsóknar, eftir því sem fram kemur á vef samtakanna.

AGS: Fimmta endurskoðunin í apríl

Áformað er að fimmta endurskoðunin á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) verði í apríl n.k. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sendinefnd AGS á Íslandi.

Gífurlegar hópuppsagnir framundan hjá Nokia

Gífurlegar hópuppsagnir eru framundan hjá Nokia í framhaldi af umfangsmiklum samstarfssamningi sem fyrirtækið hefur gert við Microsoft. Um er að ræða að fleiri þúsund manns muni missa vinnu sina að því er segir í frétt um málið á business.dk.

Landsbankinn hraunar yfir fréttaflutning Morgunblaðsins

Landsbankinn hefur ekki óskað eftir sérstökum fundi með Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. til að ,,vara við því að hætta væri á að greiðsluflæði gjaldeyris inn í NBI stæði ekki fyllilega undir afborgunum af skuldabréfinu...“ eins og lesa má í frétt Morgunblaðsins í dag. Sú frétt er reyndar stormur í vatnsglasi og þjónar einhverjum tilgangi öðrum en að upplýsa lesendur.

Nær helmingur á skrá atvinnulaus lengur en 6 mánuði

Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði er nú 7.205 og fækkar um 16 frá lokum desember. Þessi hópur er um 49% þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok janúar. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár fjölgar úr 4.696 í lok desember í 4.794 í lok janúar.

Atvinnuleysið mældist 8,5% í janúar

Skráð atvinnuleysi í janúar 2011 var 8,5% en að meðaltali 13.458 manns voru atvinnulausir í janúar og eykst atvinnuleysi um 0,5 prósentustig frá desember, eða um 713 manns að meðaltali.

Fasteignir í Reykjavík þær fjórðu ódýrustu í Evrópuborgum

Fasteignir í miðbæ Reykjavíkur, mældar í evrum, eru afar ódýrar í samanburði við aðrar borgir í Evrópu. Reykjavík er í fjórða neðsta sæti. Einungis í Búdapest, Skopje (Makedónía) og Chisinouv (Moldavía) er að finna lægra fasteignaverð.

Metsala á Ferrari bílum í fyrra

Ítölsku sportbílaverksmiðjurnar Ferrari áttu gott ár í fyrra og seldist metfjöldi af Ferrari bílum það ár. Alls voru 6.573 Ferrari seldir á heimsvísu sem er um 8% aukning frá árinu áður.

Nokia og Microsoft í stríð við Android og iPhone

Nokia og Microsoft hafa náð samkomulagi um samvinnu við gerð nýs og hraðvirkari snjallsíma. Með því ætlar Nokia að reyna að vinna aftur tapaða markaði í hendur Android og iPhone.

Janúarútsölurnar ekki jafn líflegar

Velta dagvöruverslana í janúar jókst nokkuð frá sama mánuði í fyrra og hefur aukist að raunvirði þrjá mánuði í röð. Verð á dagvöru hefur haldist stöðugt undanfarið en hækkaði í janúar um 1,2% frá mánuðinum þar á undan. Gera má ráð fyrir frekari verðhækkunum á matvælum á næstunni vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs.

Norðurskel í Hrísey gjaldþrota

Norðurskel ehf. í Hrísey hefur verið úrskurðuð gjaldþrota og fyrirtækinu lokað. Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun í desember s.l. en hún rann út í síðustu viku.

FIH bankinn skilaði 6,6 milljarða hagnaði í fyrra

FIH bankinn í Danmörku skilaði hagnaði upp á 316 milljónir danskra kr. eða um 6,6 milljörðum kr. fyrir skatt í fyrra. Fjórði ársfjórðungur ársins var hinsvegar afleit upplifun fyrir bankann sem tapaði 230 milljónum danskra kr. á því tímabili.

Engin áhrif á rekstur RÚV

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur lagt fram formlega tillögu um að íslensk stjórnvöld breyti fjármögnun Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) og skilji á milli þess hluta starfsemi RÚV sem telja má í almannaþágu og þess sem lýtur markaðslögmálum.

Tilboð dótturfélags talið of hátt

viðskipti Arion banki ætlar ekki að selja kjölfestuhlut í smásölurisanum Högum án þess að fyrir liggi hverjir standa á bak við kaupin. Þá verða viðskiptin að vera að fullu fjármögnuð áður en skrifað verður undir samninga. Þetta segir Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka.

Talin bótaskyld vegna saknæms sinnuleysis

Viðskipti Ljóst er að bankastjórar og bankaráðsmenn Landsbankans sýndu af sér saknæma háttsemi með því að grípa ekki til ráðstafana til að tryggja að stórar fjárhæðir rynnu ekki úr bankanum eftir að ljóst var orðið að hann var ógjaldfær í byrjun október 2008. Með aðgerðaleysinu, og eftir atvikum beinum fyrirskipunum, hafa þeir bakað sér margra milljarða skaðabótaskyldu.

Vilja kaupa Haga

Fjárfestarnir Árni Hauksson og Friðrik Hallbjörn Karlsson fara fyrir hópi þeirra fjárfesta sem hyggjast kaupa þriðjungshlut í Högum. Sjóður í rekstri Stefnis, verðbréfasjóðs Arion banka kemur líka að kaupunum. Samningaviðræður um kaupin standa nú yfir.

Rafrænir reikningar sendir út mánaðarlega

Orkusalan og RARIK hafa undirritað samstarfssamning við Skýrr um innleiðingu á svonefnda skeytamiðlun fyrir rafræna reikninga. Einnig hafa þessir aðilar samið við Skýrr um sérhæfða hýsingu á reikningamiðlun á vef. RARIK sendir núna út 70 þúsund reikninga mánaðarlega gegnum þjónustuna.

Og fjarskipti sektað um 2,6 milljónir

Og fjarskipti ehf. hafa verið sektuð um 2,6 milljónir króna fyrir rangar fullyrðingar í auglýsingum sínum og brot á hinum ýmsu greinum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Erlend verðbréfaeign lækkaði um 127 milljarða

Erlend verðbréfaeign innlendra aðila lækkaði um 127,3 milljarða kr. á milli áranna 2008 og 2009. Nam hún 914,8 milljörðum kr. í árslok 2009. Af þeirri upphæð voru 87% í hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum.

Alcan skarar fram úr á Íslandi

Alcan á Íslandi var valið mest framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi, af Creditinfo. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, veitti fimm mest framúrskarandi fyrirtækjum landsins verðlaun í dag. Auk Alcan voru það Össur, CCP, Stálskip ehf og HB Grandi. Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 177 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki.

Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun

Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008.

Verður stærsta kauphöll heims

Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi.

Hrein erlend skuldastaða ekki betri síðan 1989

Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur ekki verið jafn hagfelld frá fyrstu mælingum Seðlabankans sem ná aftur til ársins 1989. Staðan í lok þriðja ársfjórðungs í fyrra var ”einungis“ neikvæð um 24% landsframleiðslu ef búið er að taka út áhrif föllnu bankanna.

Sjá næstu 50 fréttir