Viðskipti innlent

Landsbankinn: 50% endurgreiðsla vaxta íbúðalána

Landsbankinn mun í þessum mánuði endurgreiða virkum skilvísum viðskiptavinum 50% af vöxtum íbúðalána sem voru til greiðslu í desember.

Þetta kemur fram á vefsíðu bankans. Þar segir að endurgreiðslan verður í flestum tilvikum sjálfvirk og lögð inn á skuldfærslureikning viðskiptavina eigi síðar en 16. febrúar næstkomandi.

Viðskiptavinir Landsbankans sem voru í skilum 31.12.2010 og hafa ekki nýtt önnur greiðsluerfiðleikaúrræði en lögbundna greiðslujöfnun fá endurgreiðslu.

Þetta er eitt þeirra loforða sem Landsbankinn setti fram í aðgerðalista sínum sem birtur var fyrst 4. febrúar.

Þeir sem ekki eiga skuldfærslureikning hjá bankanum eru beðnir um að koma á framfæri við bankann upplýsingum um ráðstöfunarreikning svo mögulegt sé að endurgreiða þeim, að því er segir á vefsíðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×