Viðskipti innlent

Og fjarskipti sektað um 2,6 milljónir

Og fjarskipti ehf. hafa verið sektuð um 2,6 milljónir króna fyrir rangar fullyrðingar í auglýsingum sínum og brot á hinum ýmsu greinum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Og fjarskipti báru saman kostnað við Vodafone og Símann, og komst Neytendastofa meðal annars að þeirri niðurstöðu að þar væru bornir saman reikningar fyrir mismunandi tímabil án þess að sýnt hafi verið fram á að verð séu rétt á þeim tíma sem auglýsingarnar voru birtar.

Einnig hafi ekki verið greint frá því hvort þjónustan hafi verið nákvæmlega sambærileg og ef ekki í hverju mismunurinn er falinn.

Vegna þessa leggur Neytendastofa stjórnvaldssekt á Og fjarskipti ehf. sem nemur 2,6 milljónum króna. - sv










Fleiri fréttir

Sjá meira


×