Viðskipti innlent

Atvinnuleysið mældist 8,5% í janúar

Skráð atvinnuleysi í janúar 2011 var 8,5% en að meðaltali 13.458 manns voru atvinnulausir í janúar og eykst atvinnuleysi um 0,5 prósentustig frá desember, eða um 713 manns að meðaltali.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að körlum á atvinnuleysisskrá fjölgar um 413 eða um 0,6 prósentustig að meðaltali en konum um 300 að meðaltali eða um 0,4 prósentustig.

Mest fjölgar atvinnulausum hlutfallslega á Norðurlandi vestra en þar fjölgar um 23 manns á atvinnuleysisskrá að meðaltali.

Atvinnuleysið er 9% á höfuðborgarsvæðinu en 7,6% á landsbyggðinni. Mest er það á Suðurnesjum 14,3%, en minnst á Norðurlandi vestra 3,8%. Atvinnuleysið er 9,1% meðal karla og 7,7 % meðal kvenna.

Í febrúar 2010 var atvinnuleysi 9,3% og jókst úr 9% í janúar 2010. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í febrúar 2011 aukist og verði á bilinu 8,6 %-8,9 %.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×