Viðskipti innlent

ALP kaupir 215 bíla

Í dag var undirritaður samningur í milli B&L og Ingvars Helgasonar annarsvegar og bílaleigunnar ALP hinsvegar um kaup á 215 bílum. Um er að ræða bíla frá Hyundai, Nissan, Land Rover og Renault. Bílarnir verða allir afhentir á tímabilinu maí til júní.

Bílaleigan ALP er einkaleyfishafi fyrir alþjóðlegu bílaleigumerkin Avis og Budget, en Avis er eitt stærsta bílaleiga heims. Við þessi kaup var leitast við að bifreiðarnar frá B&L og Ingvari Helgasyni væru sem sparneytnastar og þar af leiðandi eins umhverfisvænar og kostur er.

B&L og Ingvar Helgason ehf. hefur nú þegar gert samninga um sölu á um 400 bílaleigubílum til nokkurra bílaleiga. Gera má ráð fyrir að heildarmarkaður fyrir bílaleigubíla á árinu verði tæplega 2000 bílar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×