Fleiri fréttir Hagnaður Rio Tinto nam 1.650 milljörðum í fyrra Námurisinn Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara á síðasta ári eða ríflega 1.650 milljarða kr. Þetta er nær þreföldun á hagnaði miðað við árið áður þegar hann nam 4,9 milljörðum dollara. 10.2.2011 08:39 Actavis hyggur á fjárfestingar fyrir 80 milljarða Actavis er nú að leita að hentugum eignum til að kaupa á verðbilinu 400 til 500 milljónir evra eða allt að 80 milljarða kr. 10.2.2011 08:21 Stefnir átti hæsta tilboðið í Haga Stefnir átti hæsta tilboðið í kjölfestuhlut í Högum, en Arion banki hefur unnið að því að selja félagið undanfarna mánuði. Nokkur kergja er sögð í öðrum sem tóku þátt í söluferlinu vegna þessa, enda um að ræða dótturfyrirtæki Arion banka. 10.2.2011 08:02 Danir gætu þurft að taka upp evru „Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær. 10.2.2011 07:30 Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10.2.2011 07:16 Geta hagnast mikið á aflandskrónum Erlendar fjármálastofnanir og fjárfestar geta fengið 66 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína í evrum talið með ákveðnum viðskiptagjörningum með aflandskrónur. Þetta á ekki við um þá erlendu fjárfesta sem festust inni með fjármagn sitt við innleiðingu gjaldeyrishafta fyrir rúmum tveimur árum heldur þá sem keyptu krónur eftir að höftin voru sett. 10.2.2011 06:15 Á leiðinni upp úr öldudal Sala á bílum hefur aukist um helming milli ára, ef janúarmánuður í ár er borinn saman við janúar í fyrra. Á upplýsingatorgi Umferðarstofu sést að 197 nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í janúar 2011 en aðeins 88 bílar í sama mánuði á síðasta ári. 10.2.2011 04:00 Hafa miklar áhyggjur af Magma-málinu Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. 9.2.2011 17:47 Styrkjum úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði Alls var 56 milljónum króna úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar í dag í styrki til framhaldsnáms og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála. Fjórir doktorsnemar hlutu styrki að upphæð ein milljón króna og átján meistaranemar hlutu styrki að upphæð 500 þúsund krónur, alls þrettán milljónir. 9.2.2011 16:53 Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9.2.2011 15:45 Yfirtaka NBI á Björgun heimil með skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að yfirtaka Nýja Landsbankans (NBI) á Björgun ehf. sé heimil en með skilyrðum. 9.2.2011 15:32 Allt að 10% verðmunur á matvörukörfunni Allt að 10% verðmunur reyndist vera á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslununum á mánudaginn. Matvörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 12.881 krónur en dýrust í Nettó á 14.177 krónur. Verðmunurinn var 1.296 krónur eða 10%. Aðeins 2% verðmunur var á matarkörfunni milli Bónus og Krónunar og innan við 1% verðmunur var á milli Kosts og Nettó. 9.2.2011 14:36 Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. 9.2.2011 14:21 Stöðugleiki hefur skilað markaðsforskoti „Hvernig er hægt að ætlast til þess að gerðir séu kjarasamningar í sjávarútvegi þegar allar rekstrarforsendur eru óljósar, hvort heldur eru tekjur eða gjöld," sagði Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, m.a. í erindi sem hann flutti á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins í dag, en til fundarins var boðað undir yfirskriftinni Atvinnuleiðin. Húsfyllir var í aðalráðstefnusal Grand Hótel. 9.2.2011 13:30 Slitastjórn Landsbankans óskar skýringa hjá bankaráði Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans hefur sent öllum bankaráðsmönnum bankans og tveimur bankastjórum fyrir hrun, að Björgólfi Guðmundssyni undanteknum, bréf þar sem óskað er skýringa þeirra á ýmsum atriðum og meintu misferli í þeirra í starfi sem upp hafa komið við rannsóknir á málefnum bankans. 9.2.2011 13:04 Kópavogur: Ætla að greiða niður milljarð árlega Tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til næstu þriggja ára var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær samkvæmt tilkynningu frá bænum. Þar segir að hún sé byggð á markmiðum fjárhagsáætlunar ársins 2011 þar sem m.a. er stefnt að því að greiða inn á skuldir bæjarsjóðs um milljarð á ári næstu árin. Gert er ráð fyrir því að seinni umræða fari fram í lok febrúar. 9.2.2011 13:02 Fundar með seðlabankastjóra evrópska seðlabankans Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, mun funda með seðlabankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, í dag. 9.2.2011 12:54 Boða nýja kynslóð af iPad Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal. Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni. 9.2.2011 12:23 Áhöld hvort lífeyrissjóðir hafi náð nægri ávöxtun Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um tæplega 6% að raungildi í fyrra. Hins vegar má ætla að ríflega þriðjungur þeirrar aukningar sé tilkominn vegna innflæðis í sjóðina og því áhöld um hvort raunávöxtun eigna hluta þeirra hafi náð 3,5% tryggingafræðilega viðmiðinu sem notað er við mat á framtíðar eignum og skuldbindingum þeirra. 9.2.2011 12:18 Áfengissala minnkaði um 5,6% milli ára í janúar Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra. 9.2.2011 12:11 Hagnast um 66% á kaupum ríkisbréfa með aflandskrónum Greining Arion banka hefur sett upp ímyndað dæmi um hvernig hægt er að hagnast um 66% með því að kaupa íslensk ríkisskuldabréf með aflandskrónum. Slíkt er hægt samkvæmt gjaldeyrishöftunum. 9.2.2011 11:26 Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. 9.2.2011 10:56 Statoil veldur vonbrigðum, hlutabréf falla í verði Uppgjör norska olíurisans Statoil fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári hefur valdið vonbrigðum. Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum fjárfesta og hefur niðurstaðan valdið því að hlutir í félaginu hafa lækkað um 3% í morgun. Sú lækkun leiddi til þess að vísitalan í kauphöllinni í Osló hóf daginn í rauðum lit. 9.2.2011 10:19 Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn fjölgaði um 25% Í fyrra voru gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn tæplega tuttugu og sjö þúsund talsins. Fjölgaði þeim um fjórðung frá árinu áður. Gistinæturnar voru þó mun færri en árið 2007. 9.2.2011 10:01 Baugsskrifstofurnar leigðar út Húsnæðið þar sem skrifstofur hins fallna Baugs hafa verið auglýstar til útleigu á netinu. Fram kemur á fasteignavefum að um sé að ræða tvær byggingar, sem eru alls rúmlega 500 fermetrar að stærð. Húsnæðið var auglýst til útleigu í gær, en samkvæmt upplýsingum frá Guðlaugi Erni Þorsteinssyni fasteignasala hefur það verið í útleigu allt frá því að Baugur varð gjaldþrota. 9.2.2011 09:59 Húsfyllir á fundi VIB með eldri borgurum í Kópavogi VÍB – eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og Landssamband eldri borgara héldu sinn annan fræðslufund um sparnað í gærdag. Húsfyllir var á fundinum, sem haldinn var í félagsheimili eldri borgara við Gullsmára í Kópavogi, en alls mættu um 180 manns á fundinn. 9.2.2011 09:45 Formaður SA: Munum ekki semja við bræðslumenn Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins var harðorður í garð starfsmanna fiskimjölsverksmiðja í ræðu sinni á fundi um atvinnumál á Hótel Grand. Formaðurinn segir að SA muni ekki semja við starfsmennina og að þeir fái ekki aðrar launahækkanir en samið verður um við aðra hópa. 9.2.2011 09:29 Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett. 9.2.2011 09:16 Iceland Travel velur Skyggni Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, hefur valið Skyggni fyrir rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins. 9.2.2011 08:50 Olíubirgðir Saudi Arabíu ekki nægar til verðlækkanna Samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur sett á vefinn telja bandarískir embættismenn að Saudi Arabar eigi ekki nægilega miklar olíubirgðir til að halda olíuverðinu niðri. Raunar telja þeir að birgðirnar, það er óunnin olía í landinu, séu ofmetnar um 40% sem samsvarar 300 milljörðum tunna af olíu. 9.2.2011 08:34 SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins. 9.2.2011 08:09 Allir hinir föllnu í skoðun að ári liðnu Ekki er útilokað að eftir ár muni mál tengd öllum þeim fjármálafyrirtækjum sem farið hafa í þrot eða í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu verða í skoðun hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. 9.2.2011 08:00 Leigusamningum fjölgar um tæp 50% milli mánaða Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 884 í janúar síðastliðnum og fjölgar þeim um 48.8% frá desember 2010 en fækkar um 5.5% frá janúar 2010. 9.2.2011 07:53 Töluverður samdráttur í umferð um Hvalfjarðargöng Um 7.000 færri bílar fóru um Hvalfjarðargöngin í janúar í ár miðað við sama mánuð í fyrra, sem jafngildir samdrætti upp á nær 6%. 9.2.2011 07:44 Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum. 8.2.2011 19:33 Hrein eign lífeyrissjóðanna komin í 1.920 milljarða Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða fyrir desember 2010 var birt í dag á vef Seðlabanka Íslands. Hrein eign lífeyrissjóða var 1.920,2 milljarðar kr. í lok desember og hækkaði um 26,9 milljarða kr. í mánuðinum. 8.2.2011 17:10 Hannes sýknaður af 400 milljóna kröfu Glitnis Hannes Smárason var sýknaður af 400 milljóna kr. kröfu skilanefndar Glitnis fyrir héraðsdómi í dag og þarf ekki að greiða hana að svo stöddu. Hinsvegar voru FI fjárfestingar, sem áður hétu Primus og er í eigu Hannesar, dæmdar til að greiða Glitni ríflega fjóra milljarða kr. 8.2.2011 15:19 Iceland Express: Hagsmunagæsla fyrir keppinautinn „Við fögnum niðurstöðunni, en vinnubrögð Flugmálastjórnar hafa því miður verið með þeim hætti að unnið hefur verið að hagsmunagæslu fyrir okkar helsta keppinaut,“ segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express í tilefni af úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá í gær. 8.2.2011 14:05 Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%. 8.2.2011 13:58 Hringdu, nýtt fjarskiptafyrirtæki, tekur formlega til starfa Í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, tekur formlega til starfa nýtt fjarskiptafyrirtæki sem hlotið hefur nafnið Hringdu. Forsvarsmenn Hringdu eru tveir ungir og bjartsýnir frumkvöðlar með mikla reynslu af fjarskiptamarkaðnum sem vilja bjóða upp á ódýrari kost í fjarskiptum fyrir landsmenn. 8.2.2011 13:38 66°Norður vann virt hönnunarverðlaun 66°Norður vann í gær Ispo Outdoor Award verðlaunin sem eru ein stærstu hönnunarverðlaun Evrópu á sviði útivistar. 8.2.2011 13:29 Staðfestir að leita álits EFTA dómstólsins um aflandskrónur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að leitað verði ráðgefandi álitis hjá EFTA dómstólnum um innflutning á aflandskrónum til landsins. 8.2.2011 12:46 Verð á matvælum í heiminum heldur áfram að hækka Verð á matvælum heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra samkvæmt mati Alþjóðamatvælastofnunarinnar FAO. 8.2.2011 12:31 Kaupréttarkröfu frænda Björgólfs hafnað fyrir dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað tæplega 200 milljóna kr. kaupréttarkröfu Guðmundar P. Davíðssonar í þrotabú Landsbankans. Guðmundur, sem er frændi Björgólfs Guðmundssonar fyrrum stjórnarformanns bankans, starfaði sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans fram til ársins 2007. 8.2.2011 12:16 Útlit fyrir myndarlegan afgang af vöruskiptum í ár „Útlit er fyrir að áfram verði myndarlegur afgangur af vöruskiptum. Verð á helstu útflutningsvörum okkar hefur hækkað undanfarin misseri og útlit er fyrir að það verði áfram tiltölulega hátt, þótt á móti komi að innflutt hrávara hefur líka hækkað talsvert í verði.“ 8.2.2011 11:51 Sjá næstu 50 fréttir
Hagnaður Rio Tinto nam 1.650 milljörðum í fyrra Námurisinn Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, hagnaðist um 14,3 milljarða dollara á síðasta ári eða ríflega 1.650 milljarða kr. Þetta er nær þreföldun á hagnaði miðað við árið áður þegar hann nam 4,9 milljörðum dollara. 10.2.2011 08:39
Actavis hyggur á fjárfestingar fyrir 80 milljarða Actavis er nú að leita að hentugum eignum til að kaupa á verðbilinu 400 til 500 milljónir evra eða allt að 80 milljarða kr. 10.2.2011 08:21
Stefnir átti hæsta tilboðið í Haga Stefnir átti hæsta tilboðið í kjölfestuhlut í Högum, en Arion banki hefur unnið að því að selja félagið undanfarna mánuði. Nokkur kergja er sögð í öðrum sem tóku þátt í söluferlinu vegna þessa, enda um að ræða dótturfyrirtæki Arion banka. 10.2.2011 08:02
Danir gætu þurft að taka upp evru „Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær. 10.2.2011 07:30
Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10.2.2011 07:16
Geta hagnast mikið á aflandskrónum Erlendar fjármálastofnanir og fjárfestar geta fengið 66 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína í evrum talið með ákveðnum viðskiptagjörningum með aflandskrónur. Þetta á ekki við um þá erlendu fjárfesta sem festust inni með fjármagn sitt við innleiðingu gjaldeyrishafta fyrir rúmum tveimur árum heldur þá sem keyptu krónur eftir að höftin voru sett. 10.2.2011 06:15
Á leiðinni upp úr öldudal Sala á bílum hefur aukist um helming milli ára, ef janúarmánuður í ár er borinn saman við janúar í fyrra. Á upplýsingatorgi Umferðarstofu sést að 197 nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í janúar 2011 en aðeins 88 bílar í sama mánuði á síðasta ári. 10.2.2011 04:00
Hafa miklar áhyggjur af Magma-málinu Fjárfestar í Bandaríkjunum og bandarískir sérfræðingar á sviði jarðvarmaorku hafa áhyggjur af pólitískum óstöðugleika á Íslandi og hugsanlegu eignarnámi HS Orku. 9.2.2011 17:47
Styrkjum úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði Alls var 56 milljónum króna úthlutað úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar í dag í styrki til framhaldsnáms og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála. Fjórir doktorsnemar hlutu styrki að upphæð ein milljón króna og átján meistaranemar hlutu styrki að upphæð 500 þúsund krónur, alls þrettán milljónir. 9.2.2011 16:53
Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. 9.2.2011 15:45
Yfirtaka NBI á Björgun heimil með skilyrðum Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að yfirtaka Nýja Landsbankans (NBI) á Björgun ehf. sé heimil en með skilyrðum. 9.2.2011 15:32
Allt að 10% verðmunur á matvörukörfunni Allt að 10% verðmunur reyndist vera á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslununum á mánudaginn. Matvörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 12.881 krónur en dýrust í Nettó á 14.177 krónur. Verðmunurinn var 1.296 krónur eða 10%. Aðeins 2% verðmunur var á matarkörfunni milli Bónus og Krónunar og innan við 1% verðmunur var á milli Kosts og Nettó. 9.2.2011 14:36
Stórt innherjasvikamál upplýst á Wall Street Rannsókn á stóru innherjasvikamáli á Wall Street hefur leitt til handtöku fjögurra manna. Einn er greinandi en þrír voru forstjórar vogunarsjóða, þar af tveir frá milljarðasjóðnum SAC Capital. 9.2.2011 14:21
Stöðugleiki hefur skilað markaðsforskoti „Hvernig er hægt að ætlast til þess að gerðir séu kjarasamningar í sjávarútvegi þegar allar rekstrarforsendur eru óljósar, hvort heldur eru tekjur eða gjöld," sagði Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, m.a. í erindi sem hann flutti á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins í dag, en til fundarins var boðað undir yfirskriftinni Atvinnuleiðin. Húsfyllir var í aðalráðstefnusal Grand Hótel. 9.2.2011 13:30
Slitastjórn Landsbankans óskar skýringa hjá bankaráði Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans hefur sent öllum bankaráðsmönnum bankans og tveimur bankastjórum fyrir hrun, að Björgólfi Guðmundssyni undanteknum, bréf þar sem óskað er skýringa þeirra á ýmsum atriðum og meintu misferli í þeirra í starfi sem upp hafa komið við rannsóknir á málefnum bankans. 9.2.2011 13:04
Kópavogur: Ætla að greiða niður milljarð árlega Tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til næstu þriggja ára var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær samkvæmt tilkynningu frá bænum. Þar segir að hún sé byggð á markmiðum fjárhagsáætlunar ársins 2011 þar sem m.a. er stefnt að því að greiða inn á skuldir bæjarsjóðs um milljarð á ári næstu árin. Gert er ráð fyrir því að seinni umræða fari fram í lok febrúar. 9.2.2011 13:02
Fundar með seðlabankastjóra evrópska seðlabankans Efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, mun funda með seðlabankastjóra evrópska seðlabankans, Jean-Claude Trichet, í dag. 9.2.2011 12:54
Boða nýja kynslóð af iPad Apple er byrjað að undirbúa framleiðslu á næstu kynslóð af iPad, eftir því sem fram kemur í Wall Street Journal. Nýja útgáfan fær heitið iPad 2 og mun samkvæmt upplýsingum blaðsins vera með innbygða myndavél og vinnslan verður hraðari en í fyrstu útgáfunni. 9.2.2011 12:23
Áhöld hvort lífeyrissjóðir hafi náð nægri ávöxtun Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst um tæplega 6% að raungildi í fyrra. Hins vegar má ætla að ríflega þriðjungur þeirrar aukningar sé tilkominn vegna innflæðis í sjóðina og því áhöld um hvort raunávöxtun eigna hluta þeirra hafi náð 3,5% tryggingafræðilega viðmiðinu sem notað er við mat á framtíðar eignum og skuldbindingum þeirra. 9.2.2011 12:18
Áfengissala minnkaði um 5,6% milli ára í janúar Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra. 9.2.2011 12:11
Hagnast um 66% á kaupum ríkisbréfa með aflandskrónum Greining Arion banka hefur sett upp ímyndað dæmi um hvernig hægt er að hagnast um 66% með því að kaupa íslensk ríkisskuldabréf með aflandskrónum. Slíkt er hægt samkvæmt gjaldeyrishöftunum. 9.2.2011 11:26
Kröfur um að Danske Bank stórauki eigið fé sitt Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að Danske Bank verði gert að stórauka eigið fé sitt. Rætt hefur verið um að eiginfjárhlutfall bankans verði hækkað um 2 til 3 prósentustig sem myndi þýða um 16 til 24 milljarða danskra kr. eða allt að 500 milljarða kr. 9.2.2011 10:56
Statoil veldur vonbrigðum, hlutabréf falla í verði Uppgjör norska olíurisans Statoil fyrir fjórða ársfjórðung á síðasta ári hefur valdið vonbrigðum. Hagnaðurinn var nokkuð undir væntingum fjárfesta og hefur niðurstaðan valdið því að hlutir í félaginu hafa lækkað um 3% í morgun. Sú lækkun leiddi til þess að vísitalan í kauphöllinni í Osló hóf daginn í rauðum lit. 9.2.2011 10:19
Gistinóttum Íslendinga í Kaupmannahöfn fjölgaði um 25% Í fyrra voru gistinætur Íslendinga í Kaupmannahöfn tæplega tuttugu og sjö þúsund talsins. Fjölgaði þeim um fjórðung frá árinu áður. Gistinæturnar voru þó mun færri en árið 2007. 9.2.2011 10:01
Baugsskrifstofurnar leigðar út Húsnæðið þar sem skrifstofur hins fallna Baugs hafa verið auglýstar til útleigu á netinu. Fram kemur á fasteignavefum að um sé að ræða tvær byggingar, sem eru alls rúmlega 500 fermetrar að stærð. Húsnæðið var auglýst til útleigu í gær, en samkvæmt upplýsingum frá Guðlaugi Erni Þorsteinssyni fasteignasala hefur það verið í útleigu allt frá því að Baugur varð gjaldþrota. 9.2.2011 09:59
Húsfyllir á fundi VIB með eldri borgurum í Kópavogi VÍB – eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og Landssamband eldri borgara héldu sinn annan fræðslufund um sparnað í gærdag. Húsfyllir var á fundinum, sem haldinn var í félagsheimili eldri borgara við Gullsmára í Kópavogi, en alls mættu um 180 manns á fundinn. 9.2.2011 09:45
Formaður SA: Munum ekki semja við bræðslumenn Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins var harðorður í garð starfsmanna fiskimjölsverksmiðja í ræðu sinni á fundi um atvinnumál á Hótel Grand. Formaðurinn segir að SA muni ekki semja við starfsmennina og að þeir fái ekki aðrar launahækkanir en samið verður um við aðra hópa. 9.2.2011 09:29
Mubarak gæti verið ríkasti maður í heimi Hosni Mubarak forseti Egyptlands gæti verið ríkasti maður heimins og ætti því meiri auð en menn á borð við Carlos Slim, Bill Gates og Warren Buffett. 9.2.2011 09:16
Iceland Travel velur Skyggni Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, hefur valið Skyggni fyrir rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins. 9.2.2011 08:50
Olíubirgðir Saudi Arabíu ekki nægar til verðlækkanna Samkvæmt skjölum sem WikiLeaks hefur sett á vefinn telja bandarískir embættismenn að Saudi Arabar eigi ekki nægilega miklar olíubirgðir til að halda olíuverðinu niðri. Raunar telja þeir að birgðirnar, það er óunnin olía í landinu, séu ofmetnar um 40% sem samsvarar 300 milljörðum tunna af olíu. 9.2.2011 08:34
SAS tapaði 54 milljörðum í fyrra SAS flugfélagið skilaði 3 milljarða sænskra kr. eða 54 milljarða kr. tapi á síðasta ári. Eldgosið í Eyjafjallajökli var flugfélaginu þungt í skauti en um 700 milljón sænskra kr. af tapinu má rekja til gossins. 9.2.2011 08:09
Allir hinir föllnu í skoðun að ári liðnu Ekki er útilokað að eftir ár muni mál tengd öllum þeim fjármálafyrirtækjum sem farið hafa í þrot eða í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu verða í skoðun hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, FME. 9.2.2011 08:00
Leigusamningum fjölgar um tæp 50% milli mánaða Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 884 í janúar síðastliðnum og fjölgar þeim um 48.8% frá desember 2010 en fækkar um 5.5% frá janúar 2010. 9.2.2011 07:53
Töluverður samdráttur í umferð um Hvalfjarðargöng Um 7.000 færri bílar fóru um Hvalfjarðargöngin í janúar í ár miðað við sama mánuð í fyrra, sem jafngildir samdrætti upp á nær 6%. 9.2.2011 07:44
Leita til EFTA vegna innflutnings á aflandskrónum Hæstréttur hefur samþykkt að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna innflutnings á aflandskrónum til landsins. Um 200 milljarðar króna eru núna á reikningum í útlöndum. 8.2.2011 19:33
Hrein eign lífeyrissjóðanna komin í 1.920 milljarða Efnahagsyfirlit lífeyrissjóða fyrir desember 2010 var birt í dag á vef Seðlabanka Íslands. Hrein eign lífeyrissjóða var 1.920,2 milljarðar kr. í lok desember og hækkaði um 26,9 milljarða kr. í mánuðinum. 8.2.2011 17:10
Hannes sýknaður af 400 milljóna kröfu Glitnis Hannes Smárason var sýknaður af 400 milljóna kr. kröfu skilanefndar Glitnis fyrir héraðsdómi í dag og þarf ekki að greiða hana að svo stöddu. Hinsvegar voru FI fjárfestingar, sem áður hétu Primus og er í eigu Hannesar, dæmdar til að greiða Glitni ríflega fjóra milljarða kr. 8.2.2011 15:19
Iceland Express: Hagsmunagæsla fyrir keppinautinn „Við fögnum niðurstöðunni, en vinnubrögð Flugmálastjórnar hafa því miður verið með þeim hætti að unnið hefur verið að hagsmunagæslu fyrir okkar helsta keppinaut,“ segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express í tilefni af úrskurði Samkeppniseftirlitsins frá í gær. 8.2.2011 14:05
Kínverjar hækka stýrivexti vegna verðbólgu Kínverjar hafa hækkað stýrivexti sína í annað sinn á síðustu sex vikum. Ástæðan er barátta þarlendra stjórnvalda við vaxandi verðbólguþrýsing í landinu. Vextirnir voru hækkaðir um 0,25 prósentur eins og síðast og eru vextirnir þá komnir í 3%. 8.2.2011 13:58
Hringdu, nýtt fjarskiptafyrirtæki, tekur formlega til starfa Í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, tekur formlega til starfa nýtt fjarskiptafyrirtæki sem hlotið hefur nafnið Hringdu. Forsvarsmenn Hringdu eru tveir ungir og bjartsýnir frumkvöðlar með mikla reynslu af fjarskiptamarkaðnum sem vilja bjóða upp á ódýrari kost í fjarskiptum fyrir landsmenn. 8.2.2011 13:38
66°Norður vann virt hönnunarverðlaun 66°Norður vann í gær Ispo Outdoor Award verðlaunin sem eru ein stærstu hönnunarverðlaun Evrópu á sviði útivistar. 8.2.2011 13:29
Staðfestir að leita álits EFTA dómstólsins um aflandskrónur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að leitað verði ráðgefandi álitis hjá EFTA dómstólnum um innflutning á aflandskrónum til landsins. 8.2.2011 12:46
Verð á matvælum í heiminum heldur áfram að hækka Verð á matvælum heldur áfram að hækka og hefur aldrei verið hærra samkvæmt mati Alþjóðamatvælastofnunarinnar FAO. 8.2.2011 12:31
Kaupréttarkröfu frænda Björgólfs hafnað fyrir dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað tæplega 200 milljóna kr. kaupréttarkröfu Guðmundar P. Davíðssonar í þrotabú Landsbankans. Guðmundur, sem er frændi Björgólfs Guðmundssonar fyrrum stjórnarformanns bankans, starfaði sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans fram til ársins 2007. 8.2.2011 12:16
Útlit fyrir myndarlegan afgang af vöruskiptum í ár „Útlit er fyrir að áfram verði myndarlegur afgangur af vöruskiptum. Verð á helstu útflutningsvörum okkar hefur hækkað undanfarin misseri og útlit er fyrir að það verði áfram tiltölulega hátt, þótt á móti komi að innflutt hrávara hefur líka hækkað talsvert í verði.“ 8.2.2011 11:51
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur