Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn rúmir 730 milljarðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 732,7 milljörðum króna í lok janúar og jókst um 65,7 milljarða króna milli frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands í dag.

Seðlabankinn segir að aukninguna megi að mestu rekja til seðla og innstæðna í erlendum bönkum. Innstæður í erlendum bönkum jukust um 66,8 milljarða króna. Þar af jukust seðlar og innstæður í öðrum seðlabönkum, Alþjóðagreiðslubankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um 21,5 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×