Viðskipti innlent

Verðbólguálag hækkar verulega á skuldabréfamarkaði

Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað verulega frá áramótum og er langtíma verðbólguálag nú hið hæsta frá vordögum árið 2010.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbankan. Þar segfir að meginhluti hækkunar álagsins er til kominn vegna hækkandi ávöxtunarkröfu á langtíma óverðtryggðum ríkisbréfum, en einnig hefur krafa verðtryggðra íbúðabréfa þokast nokkuð niður á við.

Verðbólguálag til 7 ára á skuldabréfamarkaði er nú 3,6%, en var 2,5% um síðustu áramót. Minni breyting hefur orðið á verðbólguálaginu til 3ja ára á þessum tíma, en þar verður að hafa í huga að verðmyndun bæði íbúðabréfa og ríkisbréfa tekur að miklu leyti mið af öðrum þáttum en væntingum um raunvexti og verðlagsþróun á tímabilinu, s.s. áhuga útlendinga á styttri ríkisbréfaflokkunum, skammtíma verðbólguþróun og hugsanlega einnig þeim leiðum sem færar eru fram hjá gjaldeyrishöftunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×