Viðskipti innlent

Farþegum Icelandair fjölgaði um 15% milli ára í janúar

Icelandair flutti rúmlega 82 þúsund farþega í janúar síðastliðnum sem er 15% fjölgun frá janúar í fyrra þegar félagið flutti tæplega 71.600 farþega.

Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningstölum frá Icelandair. Þar segir ennfremur að sætanýting félagsins jókst um tæp 3% í janúar m.v. sama mánuð í fyrra og var tæp 66%.

Farþegum Flugfélags Íslands fækkaði hinsvegar um 2% á milli ára í janúar þegar félagið flutti um 24.200 farþega. Sætanýting félagsins jókst um 1,4% á milli ára í janúar og var um 65%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×