Fleiri fréttir

Álverðið tekur kipp upp á við fyrir jólin

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um rúmlega 100 dollara á tonnið í þessari viku og stendur nú í 2.455 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Er verðið því nálægt hámarki ársins.

Hagvagnar kaupa 13 nýja strætisvagna

Hagvagnar sem er verktaki í fólksflutningum fyrir Strætó BS festi nýlega kaup á 13 nýjum strætisvögnum frá Irisbus. Vagnarnir eru af gerðinni Irisbus Crossway LE og fluttir inn af B&L.

Kína vill veita ESB viðamikla efnahagsaðstoð

Kínversk stjórnvöld vilja veita löndum evrusvæðisins innan ESB viðamikla efnahagsaðstoð. Ennfremur ætla Kínverjar að styðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í aðgerðum sjóðsins meðal ESB landa. Þetta kemur fram í máli talskonu kínverska utanríkisráðuneytisins.

Fann tugi milljóna í gamalli bankabyggingu

Belginn Ferhat Kaya í borginni Ghent fann nýlega 300.000 evrur eða um 47 milljónir kr. í gömlum peningaskáp sem skilinn hafði verið eftir í gamalli bankabyggingu sem áður hýsti Deka Bank.

Tekist á um vexti á fundi Peningastefnunefndar

Nokkur ágreiningur varð milli meðlima Peningastefnunefndar við síðustu vaxtaákvörðun hennar þar sem stýrivextir voru lækkaðir um eitt prósentustig. Einn nefndarmanna greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um svo mikla lækkun og tveir nefndarmenn höfðu ólíka skoðun en seðlabankastjóri um hve mikið ætti að þrengja vaxtaganginn, það er bilið á milli ólíkra vaxta.

Birta endurútreikninga í Einkabankanum

Frá og með deginum í dag mun hluti viðskiptavina Landsbankans með erlend fasteignalán geta séð endurútreikning í Einkabankanum. Þar birtist þeim nýr höfuðstóll láns þeirra í íslenskum krónum eins og kveðið er á um í nýsamþykktum lögum um vexti og verðtryggingu.

Mikill munur á mælingu áhættuálags Íslands

Mikill munur er á skuldatryggingaálagi Íslands eftir mælingum þeirra tveggja helstu gagnaveitna sem mæla þetta álag í heiminum. Þannig er álagið hjá CMA gagnaveitunni 269 punktar en Markit itraxx vísitalan mælir álagið í 313 punktum í dag. Munurinn er 44 punktar eða 0,44%.

Bílar í stað eldri bíla, segir forstjóri Icelandair Group

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group segir að þeir bílar sem hafi bæst við bílaflota starfsmanna á þessu ári séu í nánast öllum tilvikum endurnýjun á leigusamningum og að bílarnir hafi komið í stað eldri bíla. Hann segist íhaldssamur og varfærinn stjórnandi þegar kemur að kjörum eins og bílafríðindum.

Landsbankinn kaupir meirihluta í Rose Invest hf.

Landsbankinn hefur keypt 51% hlutafjár í Rose Invest hf. sem er rekstrarfélag verðbréfasjóða í eigu Sigurðar B. Stefánssonar og Svandísar Rúnar Ríkarðsdóttur. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnana og niðurstöður áreiðanleikakönnunar.

Þarf að ákveða framtíð Byggðarstofnunar

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stofnunin telur að samvinna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Byggðastofnunar og byggðaáætlunar, sé ónóg og verkaskipting milli þeirra óljós. Þá telur Ríkisendurskoðun þarft að ákveða framtíð Byggðarstofnunnar, jafnvel dreifa verkefnum hennar annað.

Héraðsdómur hafnar 4,7 milljarða kröfu Ares banka

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Ares-banka um að Nýi Landsbankinn greiddi hinum spænska banka þrjátíu milljónir evra, eða fjóran og hálfan milljarð króna vegna tapaðrar inneignar í peningamarkaðssjóði.

VÍS kaupir stóran hlut í Nýherja

VÍS hefur keypt stóran hlut í Nýherja og á nú 6,6% í félaginu samkvæmt flöggun í Kauphöllinni. VÍS jók eign sína um 20 milljón hluti og á nú rúmlega 26 milljón hluti í Nýherja.

Spáir að verðbólgan fari undir 2% í janúar

Greining Arion banka hefur endurmetið verðbólguspá sína fyrir janúar þar sem Hagstofan hefur „dregið kanínu“ upp úr hatti sínum. Nú gerir greiningin ráð fyrir að verðbólgan í janúar verði undir 2%.

Útvarpsgjald fellt úr vísitölunni enda orðið skattur

Hagstofan hefur ákveðið að fella útvarpsgjaldið fyrir RUV út úr mælingum á vísitölu neysluverðs. Þetta gerir Hagstofan þar sem hún telur að búið sé að breyta gjaldinu úr afnotagjaldi og yfir í skatt. Breytingin tekur gildi í janúar n.k. og mun lækka vísitölunum um 0,4% í þeim mánuði.

Bankarisi bannar hvítlauk og mínipils

Svissneski bankarisinn UBS hefur sent starfsfólki sínu 43 síðna stóra handbók um hvernig það eigi að hegða sér á vinnustað. Meðal annars er starfsfólkinu bannað að borða hvítlauk og konum sem starfa við bankann er bannað að mæta til vinnu í mínipilsi.

FIH selur hluti sína í Sjælsö Gruppen

FIH Aztec Holding og FIH Finance hafa selt alla hluti sína í fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FIH bankanum sem til skamms tíma var í íslenskri eigu.

Sala skuldabréfa margfaldast milli mánaða

Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í nóvember 2010 nam rúmum 43,6 milljörðum kr. á söluverði samanborið við tæpa 12,5 milljarða kr. mánuðinn áður.

Færði gjalddaga um nokkur ár

Straumborg, fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu, tapaði sjö milljörðum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. Tap félagsins síðastliðin tvö ár nemur 14,7 milljörðum króna.

Keypti lúxusbíla fyrir starfsmenn fyrir tugi milljóna

Icelandair Group og dótturfélög þess keyptu lúxusbifreiðar fyrir stjórnendur sína og lykilstarfsmenn fyrir marga tugi milljóna króna á þessu ári, eftir að Framtakssjóður lífeyrissjóðanna lagði fyrirtækinu til nýtt hlutafé.

Forsetinn: Við erum aðalfélagar Kína í jarðvarmaorku

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fullyrðir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að Ísland sé aðalfélagi (primary partner) Kína þegar kemur að þróun og vinnslu jarðvarmaorku. Forsetinn er nú staddur í Abu Dhabi vegna verðlaunaafhendingar.

Nær öruggt að ESB setur löndunarbann á makríl

Samkvæmt vefsíðunni FISHupdate er talið nær öruggt að ESB muni setja löndunarbann á íslenskan makríl í evrópskum höfnum. Þetta bann yrði þó fyrst og fremst táknrænt þar sem íslensk skip landa engum makríl í þessum höfnum.

Samherjatogari skilar 3,3 milljörðum á árinu

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 kom í land með fullfermi af frystum síldarflökum í gær og lauk þar með síðustu veiðiferð þessa árs. Áhöfnin á Vilhelm Þorsteinssyni er búin að veiða um 50.000 tonn og skilar þjóðarbúinu um 3,3 milljörðum kr. á þessu ári, sem er met í aflaverðmæti.

Íslandspóstur kaupir hlut í Fraktmiðlun

Íslandspóstur hefur keypt hlut í fyrirtækinu Fraktmiðlun ehf, sem starfar undir heitinu Frakt.is. Fraktmiðlun er alhliða flutningsmiðlun sem sérhæfir sig í flutningum milli landa í flug og sjófrakt ásamt tengdri þjónustu.

Búið að afskrifa 272 milljarða af skuldum fyrirtækja

Stóru bankarnir og sparisjóðir hafa afskrifað 272 milljarða króna af skuldum fyrirtækja í landinu á tveimur árum. Enn eru þó þúsundir skuldamála fyrirtækja óleyst. Þetta er einn tólfti af því sem bankakerfið hefur afskrifað af skuldum heimilanna.

The Economist: Ísland að koma inn úr kuldanum

Hið virta hagfræðitímarit The Economist fjallar um muninn á Íslandi og Írlandi í nýjasta tölublaði sínu undir fyrirsögninni: Íslenskur lærdómur, að koma inn úr kuldanum.

Stefndi í 40 milljarða tap vegna Eyjafjallajökuls

Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði gífurleg áhirf á ferðamannastrauminn til Íslands í apríl. Hann minnkaði um 22% í mánuðinum og ef sú fækkun hefði haldist óbreytt út árið stefndi í 40 milljarða kr. tap á gjaldeyristekjum þjóðarinnar.

Forsetinn tekur ákvörðun um Icesave í febrúar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að hann muni taka ákvörðun um hvort vísa beri nýjum Icesavesamning til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki fyrir lok febrúar. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann á Bloomberg fréttaveitunni.

Fastgengisstefna ekki útilokuð

Seðlabanki Íslands viðurkennir í nýrri skýrslu að misbrestur hafi verið á framkvæmd peningamálastefnunnar hér á landi síðan verðbólgumarkmið var tekið upp. Bankinn útilokar ekki að fallið verði frá sjálfstæðri peningastefnu.

Sjá næstu 50 fréttir