Viðskipti innlent

Íslandspóstur kaupir hlut í Fraktmiðlun

Arnar Bjarnason f.h. Fraktmiðlun, Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðs og sölusviðs Íslandspósts, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.
Arnar Bjarnason f.h. Fraktmiðlun, Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Markaðs og sölusviðs Íslandspósts, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts.

Íslandspóstur hefur keypt hlut í fyrirtækinu Fraktmiðlun ehf, sem starfar undir heitinu Frakt.is. Fraktmiðlun er alhliða flutningsmiðlun sem sérhæfir sig í flutningum milli landa í flug og sjófrakt ásamt tengdri þjónustu.

Í tilkynningu segir að Íslandspóstur á fyrir TNT hraðflutninga og með samstarfi þessarra þriggja fyrirtækja næst fram enn meiri styrkur í þjónustu Íslandspósts og TNT hraðflutninga á flutningamarkaði milli landa.

Viðskiptavinum býðst því aukin þjónusta og fleiri valkostir í flutningamálum síns fyrirtækis.

Þjónusta í flug- og sjófrakt, hraðsendingum, flutningstengdri þjónustu og ráðgjöf.

Fraktmiðlun hefur flutt starfsemi sína í Póstmiðstöð að Stórhöfða 32, 110 Reykjavík.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×