Viðskipti innlent

Verðbólgan í takt við spár sérfræðinga

Verðbólgumæling Hagstofunnar sem birt var í morgun er nokkuð í takt við spár sérfræðinga.

Mælingin sýndi að vísitala neysluverðs hækkaði um 0,33% í desember og er ársverðbólgan nú 2,5% sem er verðbólgumarkmið Seðlabankans. Það hefur ekki náðst undanfarin sex ár.

Greining Arion banka spáði því að vísitalan myndi hækka um 0,3% og að ársverðbólgan yrði því 2,4%. Greining Íslandsbanka spáði því að vísitalan myndi hækka um 0,5% og að verðbólgan yrði 2,6% eða óbreytt frá síðustu mælingu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×