Verkfall veldur skorti á jólasteikum í Danmörku 21. desember 2010 06:58 Gæðaeftirlitsmenn í dönskum sláturhúsum eru farnir í verkfall. Því er óljóst hvort margar danskar fjölskyldur fái hina hefðbundu svínasteik sína í hús fyrir jólin. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum í gærkvöldi og í morgun. Ástæða verkfallsins er að Matvælaeftirlit Danmerkur, sem gæðaeftirlitið heyrir undir, hefur sagt upp nokkrum svæðisbundnum samningum við eftirlitsmennina. Gærdagurinn var undir eðlilegum kringumstæðum sá dagur þegar álagið er hvað mest hjá starfsmönnum Danish Crown einum stærsta kjötframleiðenda Danmerkur. En vegna verkfallsins var aðeins um helmingi þeirra svína slátrað sem gert hafði verið ráð fyrir eða um 10.000 svínum. Danish Crown lenti einnig í miklum vandræðum í gærkvöldi og nótt með að finna óslátruðum svínum samanstað því þau voru öll í flutningabílum á leið til slátrunar. Samkvæmt dönskum lögum má ekki færa svín aftur á upprunastað þegar það er eitt sinn komið á leið í sláturhús. Ekki er vitað hvenær verkfalli eftirlitsmannanna lýkur. Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gæðaeftirlitsmenn í dönskum sláturhúsum eru farnir í verkfall. Því er óljóst hvort margar danskar fjölskyldur fái hina hefðbundu svínasteik sína í hús fyrir jólin. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum í gærkvöldi og í morgun. Ástæða verkfallsins er að Matvælaeftirlit Danmerkur, sem gæðaeftirlitið heyrir undir, hefur sagt upp nokkrum svæðisbundnum samningum við eftirlitsmennina. Gærdagurinn var undir eðlilegum kringumstæðum sá dagur þegar álagið er hvað mest hjá starfsmönnum Danish Crown einum stærsta kjötframleiðenda Danmerkur. En vegna verkfallsins var aðeins um helmingi þeirra svína slátrað sem gert hafði verið ráð fyrir eða um 10.000 svínum. Danish Crown lenti einnig í miklum vandræðum í gærkvöldi og nótt með að finna óslátruðum svínum samanstað því þau voru öll í flutningabílum á leið til slátrunar. Samkvæmt dönskum lögum má ekki færa svín aftur á upprunastað þegar það er eitt sinn komið á leið í sláturhús. Ekki er vitað hvenær verkfalli eftirlitsmannanna lýkur.
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent