The Economist: Ísland að koma inn úr kuldanum 20. desember 2010 15:21 Hið virta hagfræðitímarit The Economist fjallar um muninn á Íslandi og Írlandi í nýjasta tölublaði sínu undir fyrirsögninni: Íslenskur lærdómur, að koma inn úr kuldanum. Þar segir m.a. að vísbendingar úr íslenska hagkerfinu um bata þess geri það að verkum að Írar geta ekki lengur bent á aðra þjóð sem er í verri stöðu en þeir. „Íslensk endurreisn felur í sér tvo stóra lærdóma fyrir Írland og önnur evru-lönd sem eiga í vandræðum," segir í The Economist. „Sú fyrsta er að það kemur á óvart hvað aukakostnaður við að land standi ekki við bakið á bankakerfi sínu er lítill. Ísland lét bankakerfi sitt hrynja og landsframleiðsla landsins féll um 15% frá hæsta gildi sínu þar til botninum var náð. Írland „bjargaði" sínum bönkum og sá landsframleiðslu sína falla um 14%." Hinn lærdómurinn að mati tímaritsins er að hagræðið fyrir litla þjóð að verða hluti af stóru myntkerfi er ekki eins mikið og af var látið. Þegar fjárfestar flúðu úr litlum myntkerfum árið 2008 virtist evran vera himnaríki. Það var jafnvel rætt um að koma Íslandi inn í ESB með hraðmeðferð. Nú tveimur árum síðar lítur evran meira út eins og gildra fyrir þær þjóðir sem berjast við að auka samkeppnishæfni sína. The Economist segir að hér verði þó að líta til þess að Ísland hafði ekkert val um að bjarga bankakerfi sínu eða ekki. Það var orðið á við tífalda landsframleiðslu landsins og því ekki hægt að bjarga því. Írland reyndi að bjarga sínu bankakerfi enda stærð þess 200-300% af landsframleiðslunni. Tímaritið segir að þó Ísland sé að rísa upp að nýju sé staða þess síður en svo góð. Gjaldeyrishöft eru til staðar, heimili og fyrirtæki glími við miklar skuldir, fasteignaverð hafi hrunið og um 40% af eignum nýju bankanna skili engum hagnaði. „Samt sem áður er það sigur að hagkerfi Íslands hefur ekki staðið sig síður en hagkerfi Írlands," segir The Economist. „Næsta ríkisstjórn Írlands gæti fylgt fordæmi Íslands og ákveðið að fara í hart gegn Evrópu." Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Hið virta hagfræðitímarit The Economist fjallar um muninn á Íslandi og Írlandi í nýjasta tölublaði sínu undir fyrirsögninni: Íslenskur lærdómur, að koma inn úr kuldanum. Þar segir m.a. að vísbendingar úr íslenska hagkerfinu um bata þess geri það að verkum að Írar geta ekki lengur bent á aðra þjóð sem er í verri stöðu en þeir. „Íslensk endurreisn felur í sér tvo stóra lærdóma fyrir Írland og önnur evru-lönd sem eiga í vandræðum," segir í The Economist. „Sú fyrsta er að það kemur á óvart hvað aukakostnaður við að land standi ekki við bakið á bankakerfi sínu er lítill. Ísland lét bankakerfi sitt hrynja og landsframleiðsla landsins féll um 15% frá hæsta gildi sínu þar til botninum var náð. Írland „bjargaði" sínum bönkum og sá landsframleiðslu sína falla um 14%." Hinn lærdómurinn að mati tímaritsins er að hagræðið fyrir litla þjóð að verða hluti af stóru myntkerfi er ekki eins mikið og af var látið. Þegar fjárfestar flúðu úr litlum myntkerfum árið 2008 virtist evran vera himnaríki. Það var jafnvel rætt um að koma Íslandi inn í ESB með hraðmeðferð. Nú tveimur árum síðar lítur evran meira út eins og gildra fyrir þær þjóðir sem berjast við að auka samkeppnishæfni sína. The Economist segir að hér verði þó að líta til þess að Ísland hafði ekkert val um að bjarga bankakerfi sínu eða ekki. Það var orðið á við tífalda landsframleiðslu landsins og því ekki hægt að bjarga því. Írland reyndi að bjarga sínu bankakerfi enda stærð þess 200-300% af landsframleiðslunni. Tímaritið segir að þó Ísland sé að rísa upp að nýju sé staða þess síður en svo góð. Gjaldeyrishöft eru til staðar, heimili og fyrirtæki glími við miklar skuldir, fasteignaverð hafi hrunið og um 40% af eignum nýju bankanna skili engum hagnaði. „Samt sem áður er það sigur að hagkerfi Íslands hefur ekki staðið sig síður en hagkerfi Írlands," segir The Economist. „Næsta ríkisstjórn Írlands gæti fylgt fordæmi Íslands og ákveðið að fara í hart gegn Evrópu."
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira