Fastgengisstefna ekki útilokuð Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2010 11:57 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Mynd: Pjetur Seðlabanki Íslands viðurkennir í nýrri skýrslu að misbrestur hafi verið á framkvæmd peningamálastefnunnar hér á landi síðan verðbólgumarkmið var tekið upp. Bankinn útilokar ekki að fallið verði frá sjálfstæðri peningastefnu. Skýrsla seðlabankans ber heitið Peningastefnan eftir höft, en henni hefur verið skilað til viðskiptaráðherra. Í skýrslunni er fjallað um árangur peningastefnu bankans undanfarin ár, og um framtíðarhorfur eftir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýkur hér á landi, bæði hvað stjórntæki bankans varðar og möguleika í gjaldmiðlamálum. Þar kemur fram að skoða þurfi þá valkosti sem standa til boða þar sem árangur þeirrar peningastefnu sem tekin var upp fyrir tæpum áratug hafi verið slakur. Fjöldi mögulegra úrbóta er því kynntur til sögunnar í skýrslunni.Kostir og gallar fastgengisstefnu Meðal þess sem sérstaklega er fjallað um eru kostir og gallar fastgengisstefnu, en fastgengisstefna myndi þýða að Íslendingar gæfu sjálfstæða peninagmálastefnu upp á bátinn. Þar er Evran sögð heppilegasti gjaldmiðillinn til að festa gengi krónunnar við, verði sú leið farin, þar sem stór hluti vöruviðskipta Íslendinga séu við Evrulönd. Hins vegar aukist líkurnar á árásum spákaupmanna með þeirri leið.Imprað á myntráði Önnur leið sem imprað er á er svokallað myntráð, þannig að á bak við hverja krónu í umferð eigi Seðlabankinn Evrur á móti. Hins vegar sé dýrt að safna slíkum gjaldeyrisforða. Bankinn segir meiri trúverðugleika fylgja því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, en ýmsir pólitískir vankantar séu á þeirri leið. Því er innganga í Evrusvæðið með aðild að Evrópusambandinu, sögð besti kosturinn, eigi á annað borð að festa íslenska gengið við annan gjaldmiðil. Hins vegar er þó tekið fram í skýrslunni að jafnvel þótt svo verði þurfi að huga að ýmsum umbótum á núverandi peningastefnu, því nokkur ár munu líða áður en af aðild getur orðið. Til dæmis eru nefndar breytingar á útfærslu verðbólgumarkmiðsins og ýmis þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr kerfisáhættu í hagkerfinu. Þau eru allt frá því að setja stífari reglur um greiðslumat lántakenda, til þess að skattleggja skuldir fjármálastofnana umfram innstæður viðskiptavina. Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Seðlabanki Íslands viðurkennir í nýrri skýrslu að misbrestur hafi verið á framkvæmd peningamálastefnunnar hér á landi síðan verðbólgumarkmið var tekið upp. Bankinn útilokar ekki að fallið verði frá sjálfstæðri peningastefnu. Skýrsla seðlabankans ber heitið Peningastefnan eftir höft, en henni hefur verið skilað til viðskiptaráðherra. Í skýrslunni er fjallað um árangur peningastefnu bankans undanfarin ár, og um framtíðarhorfur eftir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýkur hér á landi, bæði hvað stjórntæki bankans varðar og möguleika í gjaldmiðlamálum. Þar kemur fram að skoða þurfi þá valkosti sem standa til boða þar sem árangur þeirrar peningastefnu sem tekin var upp fyrir tæpum áratug hafi verið slakur. Fjöldi mögulegra úrbóta er því kynntur til sögunnar í skýrslunni.Kostir og gallar fastgengisstefnu Meðal þess sem sérstaklega er fjallað um eru kostir og gallar fastgengisstefnu, en fastgengisstefna myndi þýða að Íslendingar gæfu sjálfstæða peninagmálastefnu upp á bátinn. Þar er Evran sögð heppilegasti gjaldmiðillinn til að festa gengi krónunnar við, verði sú leið farin, þar sem stór hluti vöruviðskipta Íslendinga séu við Evrulönd. Hins vegar aukist líkurnar á árásum spákaupmanna með þeirri leið.Imprað á myntráði Önnur leið sem imprað er á er svokallað myntráð, þannig að á bak við hverja krónu í umferð eigi Seðlabankinn Evrur á móti. Hins vegar sé dýrt að safna slíkum gjaldeyrisforða. Bankinn segir meiri trúverðugleika fylgja því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, en ýmsir pólitískir vankantar séu á þeirri leið. Því er innganga í Evrusvæðið með aðild að Evrópusambandinu, sögð besti kosturinn, eigi á annað borð að festa íslenska gengið við annan gjaldmiðil. Hins vegar er þó tekið fram í skýrslunni að jafnvel þótt svo verði þurfi að huga að ýmsum umbótum á núverandi peningastefnu, því nokkur ár munu líða áður en af aðild getur orðið. Til dæmis eru nefndar breytingar á útfærslu verðbólgumarkmiðsins og ýmis þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr kerfisáhættu í hagkerfinu. Þau eru allt frá því að setja stífari reglur um greiðslumat lántakenda, til þess að skattleggja skuldir fjármálastofnana umfram innstæður viðskiptavina.
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur