Fastgengisstefna ekki útilokuð Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2010 11:57 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Mynd: Pjetur Seðlabanki Íslands viðurkennir í nýrri skýrslu að misbrestur hafi verið á framkvæmd peningamálastefnunnar hér á landi síðan verðbólgumarkmið var tekið upp. Bankinn útilokar ekki að fallið verði frá sjálfstæðri peningastefnu. Skýrsla seðlabankans ber heitið Peningastefnan eftir höft, en henni hefur verið skilað til viðskiptaráðherra. Í skýrslunni er fjallað um árangur peningastefnu bankans undanfarin ár, og um framtíðarhorfur eftir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýkur hér á landi, bæði hvað stjórntæki bankans varðar og möguleika í gjaldmiðlamálum. Þar kemur fram að skoða þurfi þá valkosti sem standa til boða þar sem árangur þeirrar peningastefnu sem tekin var upp fyrir tæpum áratug hafi verið slakur. Fjöldi mögulegra úrbóta er því kynntur til sögunnar í skýrslunni.Kostir og gallar fastgengisstefnu Meðal þess sem sérstaklega er fjallað um eru kostir og gallar fastgengisstefnu, en fastgengisstefna myndi þýða að Íslendingar gæfu sjálfstæða peninagmálastefnu upp á bátinn. Þar er Evran sögð heppilegasti gjaldmiðillinn til að festa gengi krónunnar við, verði sú leið farin, þar sem stór hluti vöruviðskipta Íslendinga séu við Evrulönd. Hins vegar aukist líkurnar á árásum spákaupmanna með þeirri leið.Imprað á myntráði Önnur leið sem imprað er á er svokallað myntráð, þannig að á bak við hverja krónu í umferð eigi Seðlabankinn Evrur á móti. Hins vegar sé dýrt að safna slíkum gjaldeyrisforða. Bankinn segir meiri trúverðugleika fylgja því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, en ýmsir pólitískir vankantar séu á þeirri leið. Því er innganga í Evrusvæðið með aðild að Evrópusambandinu, sögð besti kosturinn, eigi á annað borð að festa íslenska gengið við annan gjaldmiðil. Hins vegar er þó tekið fram í skýrslunni að jafnvel þótt svo verði þurfi að huga að ýmsum umbótum á núverandi peningastefnu, því nokkur ár munu líða áður en af aðild getur orðið. Til dæmis eru nefndar breytingar á útfærslu verðbólgumarkmiðsins og ýmis þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr kerfisáhættu í hagkerfinu. Þau eru allt frá því að setja stífari reglur um greiðslumat lántakenda, til þess að skattleggja skuldir fjármálastofnana umfram innstæður viðskiptavina. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira
Seðlabanki Íslands viðurkennir í nýrri skýrslu að misbrestur hafi verið á framkvæmd peningamálastefnunnar hér á landi síðan verðbólgumarkmið var tekið upp. Bankinn útilokar ekki að fallið verði frá sjálfstæðri peningastefnu. Skýrsla seðlabankans ber heitið Peningastefnan eftir höft, en henni hefur verið skilað til viðskiptaráðherra. Í skýrslunni er fjallað um árangur peningastefnu bankans undanfarin ár, og um framtíðarhorfur eftir að efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lýkur hér á landi, bæði hvað stjórntæki bankans varðar og möguleika í gjaldmiðlamálum. Þar kemur fram að skoða þurfi þá valkosti sem standa til boða þar sem árangur þeirrar peningastefnu sem tekin var upp fyrir tæpum áratug hafi verið slakur. Fjöldi mögulegra úrbóta er því kynntur til sögunnar í skýrslunni.Kostir og gallar fastgengisstefnu Meðal þess sem sérstaklega er fjallað um eru kostir og gallar fastgengisstefnu, en fastgengisstefna myndi þýða að Íslendingar gæfu sjálfstæða peninagmálastefnu upp á bátinn. Þar er Evran sögð heppilegasti gjaldmiðillinn til að festa gengi krónunnar við, verði sú leið farin, þar sem stór hluti vöruviðskipta Íslendinga séu við Evrulönd. Hins vegar aukist líkurnar á árásum spákaupmanna með þeirri leið.Imprað á myntráði Önnur leið sem imprað er á er svokallað myntráð, þannig að á bak við hverja krónu í umferð eigi Seðlabankinn Evrur á móti. Hins vegar sé dýrt að safna slíkum gjaldeyrisforða. Bankinn segir meiri trúverðugleika fylgja því að taka einhliða upp annan gjaldmiðil, en ýmsir pólitískir vankantar séu á þeirri leið. Því er innganga í Evrusvæðið með aðild að Evrópusambandinu, sögð besti kosturinn, eigi á annað borð að festa íslenska gengið við annan gjaldmiðil. Hins vegar er þó tekið fram í skýrslunni að jafnvel þótt svo verði þurfi að huga að ýmsum umbótum á núverandi peningastefnu, því nokkur ár munu líða áður en af aðild getur orðið. Til dæmis eru nefndar breytingar á útfærslu verðbólgumarkmiðsins og ýmis þjóðhagsvarúðartæki til að draga úr kerfisáhættu í hagkerfinu. Þau eru allt frá því að setja stífari reglur um greiðslumat lántakenda, til þess að skattleggja skuldir fjármálastofnana umfram innstæður viðskiptavina.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Sjá meira