Stefndi í 40 milljarða tap vegna Eyjafjallajökuls 20. desember 2010 13:59 Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði gífurleg áhirf á ferðamannastrauminn til Íslands í apríl. Hann minnkaði um 22% í mánuðinum og ef sú fækkun hefði haldist óbreytt út árið stefndi í 40 milljarða kr. tap á gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þetta kemur fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins um markaðsátakið „Inspired by Iceland". Ráðherra telur að átakið hafi átt stóran þátt í að ekki fór svo illa. Guðmundur spurði m.as hvort iðnaðar ráðuneytið, eða aðili á þess vegum, hafi metið árangur átaksins „Inspired by Iceland"? Ef svo er, hver er hann? Í svarinu segir að í byrjun árs verður gefin út ítarleg skýrsla um Inspired by Iceland verkefnið þar sem lagt verður mat á árangur þess frá ýmsum hliðum. „Vegna gossins í Eyjafjallajökli og víðtækra truflana á flugi í Evrópu kom upp fordæmalaust neyðarástand í apríl sl. þar sem tók fyrir allar bókanir á ferðum til Íslands á tíma sem þær eru hvað mestar. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélögunum stöðvuðust bókanir á flugi nánast algjörlega og afbókanir á flugferðum til Íslands marga mánuði fram í tímann voru gríðarlegar. Fækkun í komu ferðamanna hingað til lands í apríl á þessu ári var 22% miðað við sama mánuð árið 2009. Ef svo hefði haldið fram sem horfði varðandi afbókanir hefðu afleiðingarnar orðið geigvænlegar fyrir efnahagslífið en 20% fækkun ferðamanna á ársgrundvelli hefði þýtt tap á gjaldeyristekjum upp á 40 milljarða kr. Þótt ekki liggi fyrir heildartölur um árið 2010 má reikna með að fjöldi ferðamanna og tekjur hafi reynst vera í svipuðu horfi og 2009, sem er í samræmi við þau markmið sem sett voru við upphaf átaksins. Snögg viðbrögð og einstakt samstarf ríkis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Iceland Express, Íslandsstofu (þá Útflutningsráðs), um 80 ferðaþjónustufyrirtækja og markaðsstofa landshluta eru talin hafa bjargað miklum verðmætum. Yfir sumarmánuðina var aðeins um 0,6% fækkun ferðamanna miðað við árið 2009, og októbermánuður var sá næstfjölmennasti frá upphafi með 12% aukningu frá síðasta ári. Í lok maí, um það leyti sem átakið hófst, var gerð viðhorfsrannsókn til Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn á meðal almennings í þremur löndum. Þessi lönd voru Bretland, Þýskaland og Danmörk. Í lok ágúst var síðan gerð aftur sams konar rannsókn á sömu mörkuðum. Til samanburðar við þessar rannsóknir (tvær spurningar) var höfð viðhorfsrannsókn sem gerð var í upphafi árs 2009 á sömu mörkuðum. Niðurstöðurnar úr rannsókninni í ágúst eru afar jákvæðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Viðhorfin til Íslands sem áfangastaðar eru orðin svipuð ef ekki betri en fyrir gos." Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði gífurleg áhirf á ferðamannastrauminn til Íslands í apríl. Hann minnkaði um 22% í mánuðinum og ef sú fækkun hefði haldist óbreytt út árið stefndi í 40 milljarða kr. tap á gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þetta kemur fram í svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins um markaðsátakið „Inspired by Iceland". Ráðherra telur að átakið hafi átt stóran þátt í að ekki fór svo illa. Guðmundur spurði m.as hvort iðnaðar ráðuneytið, eða aðili á þess vegum, hafi metið árangur átaksins „Inspired by Iceland"? Ef svo er, hver er hann? Í svarinu segir að í byrjun árs verður gefin út ítarleg skýrsla um Inspired by Iceland verkefnið þar sem lagt verður mat á árangur þess frá ýmsum hliðum. „Vegna gossins í Eyjafjallajökli og víðtækra truflana á flugi í Evrópu kom upp fordæmalaust neyðarástand í apríl sl. þar sem tók fyrir allar bókanir á ferðum til Íslands á tíma sem þær eru hvað mestar. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélögunum stöðvuðust bókanir á flugi nánast algjörlega og afbókanir á flugferðum til Íslands marga mánuði fram í tímann voru gríðarlegar. Fækkun í komu ferðamanna hingað til lands í apríl á þessu ári var 22% miðað við sama mánuð árið 2009. Ef svo hefði haldið fram sem horfði varðandi afbókanir hefðu afleiðingarnar orðið geigvænlegar fyrir efnahagslífið en 20% fækkun ferðamanna á ársgrundvelli hefði þýtt tap á gjaldeyristekjum upp á 40 milljarða kr. Þótt ekki liggi fyrir heildartölur um árið 2010 má reikna með að fjöldi ferðamanna og tekjur hafi reynst vera í svipuðu horfi og 2009, sem er í samræmi við þau markmið sem sett voru við upphaf átaksins. Snögg viðbrögð og einstakt samstarf ríkis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Iceland Express, Íslandsstofu (þá Útflutningsráðs), um 80 ferðaþjónustufyrirtækja og markaðsstofa landshluta eru talin hafa bjargað miklum verðmætum. Yfir sumarmánuðina var aðeins um 0,6% fækkun ferðamanna miðað við árið 2009, og októbermánuður var sá næstfjölmennasti frá upphafi með 12% aukningu frá síðasta ári. Í lok maí, um það leyti sem átakið hófst, var gerð viðhorfsrannsókn til Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn á meðal almennings í þremur löndum. Þessi lönd voru Bretland, Þýskaland og Danmörk. Í lok ágúst var síðan gerð aftur sams konar rannsókn á sömu mörkuðum. Til samanburðar við þessar rannsóknir (tvær spurningar) var höfð viðhorfsrannsókn sem gerð var í upphafi árs 2009 á sömu mörkuðum. Niðurstöðurnar úr rannsókninni í ágúst eru afar jákvæðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Viðhorfin til Íslands sem áfangastaðar eru orðin svipuð ef ekki betri en fyrir gos."
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira