Fleiri fréttir

AGS: Auknir skattar á eldsneyti og tóbak skila engu

Í skýrslu starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland er að finna töflu þar fjallað er um tekjur ríkissjóðs af nýlegum skattahækkunum. Þar kemur fram að skattar á eldsneyti og tóbak muni ekki skila neinu aukalega til ríkisins á þessu ári.

AGS: Hagvöxtur í gang á þessu ári

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) reiknar með því að hagvöxtur milli ársfjórðunga hefjist á Íslandi á þessu ári. Þetta kemur fram í skýrslu starfsliðs sjóðsins (Staff-report) sem birt var í dag í kjölfar annarar endurskoðunar sjóðsins á áætlun sinni og íslenskra stjórnvalda.

AGS: Staða Íslands betri en búist var við

Skýrsla starfsliðs Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í kjölfar annarrar endurskoðunar á áætlun sjóðsins fyrir Ísland liggur nú fyrir. Meginniðurstöður hennar eru að staða Íslands er mun betri í dag en vonast var til þegar áætluninni var hrint af stokkunum í kjölfar hrunsins haustið 2008.

Forsvarsmenn SA vilja klára Icesavedeiluna

„Klára Icesave svo hægt sé að koma uppbyggingu efnahagslífsins almennilega af stað og þá lækka vextir enn frekar sem bætir stöðu fyrirtækja." Þetta er ein af niðurstöðum könnunar sem Samtök atvinnulífsins (SA) efndu til í þessum mánuði þar sem forsvarsmanna aðildarfyrirtækja SA voru beðnir um að koma á framfæri skilaboðum til stjórnvalda um brýnustu úrlausnarefnin að þeirra mati.

Hagnaður Akureyrar tveir milljarðar umfram áætlun

Ársreikningar fyrir árið 2009 voru lagðir fram í bæjarráði Akureyrar í dag. Rekstur A- og B hluta, fyrir fjármagnsliði, gekk mjög vel og mun betur áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.799 milljónir króna en var jákvæð um 1.165 milljónir kr. eftir fjármagnsliði. Er það liðlega tveggja milljarða betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir en í áætlun samstæðunnar var hallinn áætlaður 899 milljónir kr.

Aðvörun: Bankavírusinn Zeus aftur í umferð

Tölvuvírusinn Zeus, sem hannaður er til að stela bankaupplýsingum, er aftur kominn í umferð í heiminum og breiðist hratt út að því er segir í frétt á BBC. Öryggisþjónustur á netinu vara við þessum vírus.

Langtímaatvinnuleysi er verulegt áhyggjuefni

Í nýjum upplýsingum Hagstofunnar um vinnumarkaðinn sem birtar voru í morgun kemur fram að 40% þeirra sem eru án atvinnu hafa verið það í sex mánuði eða lengur og hefur þeim fjölgað um 4.300 manns frá sama fjórðungi fyrra árs. Greining Íslandsbanka telur þessa þróun vera verulegt áhyggjuefni.

Forstjóri Símans segir starfsfólki brugðið vegna húsleitar

„Okkur er töluvert brugðið,“ segir Sævar Þráinsson, forstjóri Símans, en Samkeppniseftirlitið er nú í höfuðstöðvum Símans í Ármúlanum og framkvæmir þar húsleit vegna gruns um mögulega misnotkun Símans á markaðsráðandi stöðu á farsímamarkaði.

Reykjaneshöfn tapaði hálfum milljarði í fyrra

Rekstur Reykjaneshafnar skilaði tapi upp á 504,9 milljónir kr. á síðasta ári. Skýrist tapið að mestu af fjármagnskostnaði sem nam 576,8 milljónum kr. Fjárfest var fyrir rúman milljarð á árinu en unnið var að gatnagerð, lóðum, dýpkun og gerð grjótvarnargarðs í Helgvík.

Tekjur ríkissjóðs minnka en gjöldin aukast um milljarða

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu var handbært fé frá rekstri jákvætt um 3,4 milljarða kr., sem er 8,6 milljörðum kr. lakari útkoma heldur en árið 2009. Tekjur reyndust 9,6 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um tæpa 7 milljarða kr.

Hagstofan: Atvinnuleysi 7,6% á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.600 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,6% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 9,4% hjá körlum og 5,7% hjá konum. Þegar litið er til aldurs var atvinnuleysið mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 16,4%. Frá fyrsta ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 900 manns.

Óveruleg lækkun á vístölu byggingarkostnaðar

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan apríl 2010 er 100,9 stig sem er lækkun um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í maí 2010. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar en þar segir einnig að á síðustu tólf mánuðum hafi vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 6,7%.

Danir vilja búta niður stærstu bankana, FIH í hópnum

Meirihluti mun vera fyrir því á danska þinginu að sex stærstu bankar landsins verði bútaðir niður í smærri einingar. FIH bankinn er í þessum hópi en hann er í eigu skilanefndar Kaupþings og Seðlabankinn á 500 miljóna evra veð í honum.

IATA telur fimm flugfélög í gjaldþrotahættu

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.

Lán Landsvirkjunnar fer í innlendan rekstrarkostnað

„Þetta lán tryggir okkur aðgengi að krónum til rekstrar hér. Við erum stöðugt að vinna í þessum málum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, en hann skrifaði í gær undir samning um veltilán frá Íslandsbanka upp á þrjá milljarða króna til þriggja ára í nafni Landsvirkjunar.

Ragnhildur Geirsdóttir: „Mér leið ekki vel hjá FL Group“

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group, segir að sér hafi ekki liðið vel í vinnunni og því ákveðið að hætta. Hún segir að erfitt hafi verið að hætta í draumastarfinu eftir nokkurra mánaða setu. Hún segist ekki hafa hitt Hannes Smárason frá því að hún gekk út úr FL Group árið 2005.

Rólegt á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 6,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 2,4 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 3,7 milljarða kr. viðskiptum.

Alcan semur um framkvæmdir í Straumsvík

Alcan á Íslandi hf., sem er í eigu Rio Tinto Alcan, hefur samið við Íslenska aðalverktaka hf. um tilteknar verklegar framkvæmdir við fyrri áfanga straumhækkunarverkefnisins í Straumsvík. Er þetta fyrsti samningurinn um verklega framkvæmd þessa verkefnis.

Hætti hjá FL Group vegna dularfullrar millifærslu

Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL Group hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna starfsloka sinna hjá FL Group. Hún segir ástæðuna hafa verið dularfulla millifærslu af reikningi FL Group yfir í Kaupþingi í Lúxemborg upp á þrjá milljarða króna.

FME eflir tengslin við regluverði

Fjármálaeftirlitið (FME) efndi nýlega til fræðslufundar með regluvörðum. Um áttatíu manns mættu á fundinn sem var haldinn í samræmi við það markmið Fjármálaeftirlitsins að auka tengsl við regluverði og staðgengla þeirra.

Vilhjálmur Egilsson telur botninum náð hjá Gildi

„Það er þungt að þurfa að lækka réttindin", segir Vilhjálmur Egilsson, formaður stjórnar Gildi lífeyrissjóðs. Vilhjálmur telur að botninum sé náð í afskriftum hjá lífeyrissjóðnum, sem ætlar að skerða lífeyrisréttindi um 7%.

Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein

Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.

Samkomulag Farice og kröfuhafa frestast enn

Samkomulag það sem í gangi hefur verið á milli Eignarhaldsfélagsins Farice ehf. og kröfuhafa þess hefur verið framlengt til 14. maí n.k. Samkomulagið felur sem fyrr í sér að félagið fær frest til að greiða eða semja um gjaldfallnar afborganir.

Öll Norðurlöndin samþykkja lán í tengslum við AGS

Okkar norrænu vinaþjóðir, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að næsta hluta lánafyrirgreiðslu að upphæð rúmlega 440 milljónir evra eða sem nemur 75 milljörðum kr. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu ríkjanna sem birt er á vef Reuters fréttaveitunnar.

Tívolí vill byggja spilavíti við hlið Ráðhústorgsins

Skemmtigarðurinn Tívolí vill byggja spilavíti til að auka aðsókn ferðamanna í garðinn. Fái Tívolí leyfi til að byggja spilavítið yrði það staðsett í H.C. Andersen höllinni eða við hlið Ráðhústorgsins í Kaupmannahöfn.

Bílaleiga Akureyrar fær ISO vottun

Á umhverfisdegi Bílaleigu Akureyrar í dag mun umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, afhenda bílaleigunni formlega vottun samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.

Um 4 miljónir heimsókna á heimasíðu Mílu

Nú hafa komið um 4 milljónir heimsókna á heimasíðu Mílu til að fylgjast með gosinu frá því Míla setti upp fyrstu myndavélarnar á gossvæðinu. Heimsóknirnar koma frá löndum frá öllum heimsálfum og eru aðeins 4 lönd/landsvæði eftir sem ekki hafa enn nýtt sér myndavélar Mílu, Norður-Kórea, Sómalía, Svalbarði/Jan Mayen og Vestur-Sahara.

Færeyjabanki verður BankNordik á föstudag

Færeyjabanki (Føroya Banki) mun breyta um nafn á föstudag og heitir BankNorik frá og með þeim degi. Bankinn tilkynnti um þessa breytingu á nafni sínu í síðasta mánuði.

Áliðnaðurinn notar 75% af allri raforku á Íslandi

Áliðnaður er langstærsti orkunotandinn á Íslandi og nýtir meira en 75% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi. Aðrar iðngreinar, t.d. kísiljárniðnaður nota um 11% orkunnar en raforkunotkun til heimilisnota er einungis um 5% af heildar raforkunotkun á landinu.

Askan veldur töluverðu flökti á olíuverði

Töluvert flökt hefur verið á heimsmarkaðsverði á olíu frá því að gosið í Eyjafjallajökli hófst í síðustu viku. Sem stendur er olíuverðið komið yfir 82 dollara á tunnuna sem er hæsta verðið undanfarnar þrjár vikur.

Persónuleg gjaldþrot aukast verulega í Danmörku

Veruleg aukning hefur orðið á persónulegum gjaldþrotum einstaklinga í Danmörku frá árinu 2007. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólum landsins voru persónuleg gjaldþrot 862 talsins árið 2007. Í fyrra var þessi tala komin í 1.360.

Engar upplýsingar um 3,8 milljarða lán Ímons

Rannsóknarnefnd Alþingis tókst ekki að afla sér neinna upplýsinga um það hvernig Ímoni, félagi Magnúsar Ármanns, tókst að fjármagna 3,8 milljarða kaup sín í Landsbankanum þremur dögum fyrir bankahrun.

Kaupþing hélt veldi Tchenguiz lifandi

Íraksættaði fjárfestirinn Robert Tchenguiz og félög honum tengd skulduðu Kaupþingi rétt tæpa þrjú hundruð milljarða króna þegar bankinn féll í okt­óber 2008.

Milljarðalán til Grikkja fast í öskunni

Gosið í Eyjafjallajökli olli því að fundi vegna alþjóðlegrar fjárhagsaðstoðar við Grikki sem halda átti í Aþenu í dag hefur verið frestað fram á miðvikudag.

Hátt í þrjátíu Toyota jeppar innkallaðir

Toyota bifreiðarumboðið á Íslandi ætlar að innakalla 26 Land Cruiser bifreiðar sem komnar eru í notkun hér á landi. Þar að auki eru um tuttugu Land Cruiser bifreiðar væntanlegar til landsins sem þarf að gera við áður en þær fara í sölu.

Komu Glitni undan tæplega 20 milljarða afskrift korteri fyrir hrun

Fyrirtækjasvið Glitnis kom bankanum undan hátt í tuttugu milljarða króna afskrift sumarið 2008 með því að fá grunlausan bókaútgefanda til að eignast félag í eigu bankans - félag sem var með verðlausar eignir og sautján milljarða króna skuldir. Skilanefnd Glitnis rannsakar málið.

Lækka réttindi sjóðsfélaga um 7%

Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs leggur til við ársfund að áunnin réttindi sjóðfélaga 31.12.2009 verði lækkuð um 7%. Lækkun á lífeyrisgreiðslum komi til framkvæmda í tvennu lagi; 3,5% 1. júní næstkomandi og 3,5% þann 1. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gildi. Ársfundurinn verður haldinn 28. apríl næstkomandi.

Björgólfur Thor vill ljúka skuldauppgjöri með sóma

Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður segist ætla að greiða öll sín lán að fullu í tilkynningu sem hann sendi frá sér en hann skuldar 128 milljarða að eigin sögn. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kom fram að Björgólfur skuldaði 170 milljarða.

Sjá næstu 50 fréttir