Viðskipti innlent

Öll Norðurlöndin samþykkja lán í tengslum við AGS

Okkar norrænu vinaþjóðir, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa samþykkt að veita íslenskum stjórnvöldum aðgang að næsta hluta lánafyrirgreiðslu að upphæð rúmlega 440 milljónir evra eða sem nemur 75 milljörðum kr. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu ríkjanna sem birt er á vef Reuters fréttaveitunnar.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Norðurlöndin samþykkja lánveitinguna nú í kjölfar þess að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lokið annarri endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda.

Um er að ræða annan hluta af fjórum en í það heila áætla Norðurlöndin að lána íslenskum stjórnvöldum allt að 1,8 milljaða evra. Í kjölfar annarrar endurskoðunar AGS á gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans því von á að fá innspýtingu sem nemur allt að 95 milljörðum króna og er þá ótalið væntanlegt lán frá Póllandi að upphæð 9 milljarða kr sem enn hefur ekki hefur staðfest.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×