Viðskipti innlent

Bílaleiga Akureyrar fær ISO vottun

Samningur um kaup Bílaleigu Akureyrar á 200 Volkswagen og Skóda bifreiðum innsiglaður með handabandi við höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg í síðasta mánuði. Frá vinstri: Bergþór Karlsson framkvæmdastóri Hölds í Reykjavík, Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds, Knútur G. Hauksson forstjóri Heklu og Marinó Björnsson sölustjóri Heklu.
Samningur um kaup Bílaleigu Akureyrar á 200 Volkswagen og Skóda bifreiðum innsiglaður með handabandi við höfuðstöðvar Heklu við Laugaveg í síðasta mánuði. Frá vinstri: Bergþór Karlsson framkvæmdastóri Hölds í Reykjavík, Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds, Knútur G. Hauksson forstjóri Heklu og Marinó Björnsson sölustjóri Heklu.
Á umhverfisdegi Bílaleigu Akureyrar í dag mun umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, afhenda bílaleigunni formlega vottun samkvæmt gæðastaðlinum ISO 9001 og umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.

Í tilkynningu segir að afhendingin hefst kl. 17:00 og fer fram í húsnæði Bílaleigu Akureyrar að Skeifunni 9. Þá verður starfsemi bílaleigunnar og áherslur hennar í umhverfismálum einnig kynntar við þetta tækifæri.

„Það var Bílaleigu Akureyrar mikið metnaðarmál að landa þessum vottunum og því ánægjulegt að það skuli vera í höfn. Stjórnendum Bílaleigu Akureyrar er vel kunnugt um neikvæð umhverfisáhrif af rekstri bifreiða og vilja þeir leggja sitt að mörkum til að draga úr þeim áhrifum eins og kostur er. Bílaleiga Akureyrar ætlar því að vinna að bættri nýtingu auðlinda og stuðla þannig að sjálfbærri þróun. Það er því Bílaleigunni ennfremur sérstakt ánægjuefni að vera fyrsta bílaleigan hér á landi sem hlýtur vottun samkvæmt fyrrgreindum stöðlum," segir í tilkynningunni.

Þá munu Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, og Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri bílasviðs Heklu, undirrita kaupsamning á fjórum VW Passat metanbílum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×