Fleiri fréttir

Steinn Logi hættur hjá Húsasmiðjunni

Forstjóri Húsasmiðjunnar, Steinn Logi Björnsson, hefur látið af störfum hjá félaginu samkvæmt samkomulagi milli hans og stjórnar Húsasmiðjunnar. Við starfi hans tekur Sigurður Arnar Sigurðsson sem hefur víðtæka reynslu af smásölumarkaði á Íslandi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sala á raftækjum jókst um 15% í desember

Sala á raftækjum í desember jókst um 15,3% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 34% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum hækkaði um 16,2% frá desember 2008.

Hátt í 40 manns bætast á atvinnuleysisskrá daglega

Rúmlega þrjú hundruð manns hafa bæst við á atvinnuleysiskrá frá áramótum og áætlar vinnumálastofnun að hátt í fjörutíu manns bætist á skrána á hverjum virkum degi út janúar mánuð. Um sextán þúsund manns eru á atvinnuleysisbótum í dag.

Hæstbjóðendur í West Ham féllu á tíma

Hópur fjárfesta undir nafninu Intermarket, sem taldir eru eiga hæsta tilboðið í enska úrvalsdeildarliðið West Ham, féllu á tíma með tilboð sitt. Samkvæmt frétt á vefsíðu Times áttu þeir að skila inn gögnum um fjárhagslega styrk sinn til kaupanna fyrir klukkan sex síðdegis í gær en gerðu það ekki.

Útgerðir, fiskvinnslur og Eimskip gefa 13 tonn af fiski

SM Kvótaþing og Eimskip hafa nú fyrir jólin staðið fyrir söfnun þar sem leitað var til útgerðafyrirtækja og fiskverkanda svo og annarra fyrirtækja tengd sjávarútvegi, með það fyrir augum að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda.

Dönsk landbúnaðarbóla líklega komin á steypirinn

Danskur landbúnaður er nú orðinn svo skuldsettur að embættismenn stjórnvalda þar í landið segja stöðuna ekki geta gengið lengur. Þetta kemur fram í minnisatriðum sem Lene Espersen efnahags- og viðskiptaráðherra Danmerkur hefur tekið saman.

Engin hætta á þjóðargjaldþroti Grikkja, Ísland í ruslið

Greiningarfyrirtækið IHS Global Insight segir að engin hætta sé á þjóðargjaldþroti Grikkja, né annara evruþjóða á þessu ári. Hinsvegar á fyrirtækið von á að öll önnur matsfyrirtæki fylgi fordæmi Fitch Ratings og setji lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk.

Quest húðskammar Breta og Hollendinga í Icesavemálinu

Richard Quest hinn þekkti viðskiptafréttamaður á CNN húðskammar Breta og Hollendinga fyrir framkomu sína í garð Íslendinga í Icesave málinu. Þetta kemur fram á bloggi Quest, hinu fyrsta frá honum á nýju ári en kappinn hefur að undanförnu dvalið í fríi í Egyptalandi.

Heildarútlán ÍLS lækkuðu um 14% í desember

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæpum 2,1 milljarði króna í desember. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 600 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins lækkuðu því um 14% frá fyrra mánuði.

Reikna með 100% endurheimtum af umfram Icesavegreiðslum

Breska fjármálaráðuneytið reiknar með að endurheimta 100% af þeim fjármunum sem bresk stjórnvöld greiddu eigendum Icesave reikninga umfram trygginguna sem sett var á reikningana. Upphæðin sem hér um ræðir nemur um 500 milljón pundum eða rétt rúmlega 100 milljarða kr.

Afkoma Alcoa veldur vonbrigðum

Afkoma Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs olli miklum vonbrigðum enda langt undir væntingum fjárfesta. Alls tapaði Alcoa 277 milljónum dollara eða tæplega 35 milljörðum kr.

Hlutfall erlendra farþega aldrei verið hærra hjá Icelandair

Icelandair flutti alls 1,3 milljónir farþega í reglulegu áætlunarflugi á síðasta ári, sem eru 9% færri farþegar en á árinu 2008. Félagið dró úr framboði sínu um 9% á árinu. Hlutfall erlendra farþega hefur aldrei verið hærra hjá félaginu.

Um 2.200 fyrirtæki í þrot á síðasta ári

Spá fyrirtækisins Creditinfo Íslands um að ríflega 3.500 fyrirtæki myndu fara í þrot á árinu 2009 gekk ekki eftir, en greiðsluþrot fyrirtækja á árinu voru alls um 2.200 talsins.

Manchester United gefur út 500 milljóna punda skuldabréf

Knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að fara í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu til þess að endurfjármagna skuldir sínar. í frétt á vef Daily Telegraph segir að miklar vaxtagreiðslur sligi félagið.

Velta skuldabréfa nam 9,6 milljörðum í dag

Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 9,6 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 5,86 milljarða og velta með óverðtryggð ríkisbréf nam 3,74 milljörðum króna.

FME: Kaupskil mega eiga virkan eignarhlut í Arion banka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. (Arion) fyrir hönd Kaupþings banka hf (Kaupþing). Leyfið er veitt í kjölfar samnings Kaupþings og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 3. september síðastiðinn, þess efnis að Kaupþing gæti eignast 87% hlut í Arion að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lausafé Landsvirkunnar nemur 50 milljörðum

Lausafé Landsvirkjunar í árslok 2009 nam alls um 415 milljónum dollara eða um 50 milljörðum króna. Þá hafa breytingar á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar ekki áhrif á lánshæfi og kjör Landsvirkjunar á núverandi lánum.

Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka

Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka í verði og eru nú komin í 6,5% af nafnverði bréfanna. Þetta kemur fram á vefsíðunni Keldan. Hafa bréfin því hækkað um yfir 50% síðan forseti Íslands tilkynnti um að Icesave málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jólavertíðin sló met hjá leikfangaverslunum Hamleys

Forráðamenn Hamleys leikfangaverslaninna eru mjög ánægðir með síðustu jólavertíð enda sló salan hjá Hamleys met. Söluaukningin nemur 11,6% miðað við sama tímabili í fyrra eða á síðustu sex vikum ársins.

Millifærslur Björgólfsfeðga til Tortóla í rannsókn

Þrotabú Samsonar, félags Björgólfsfeðga, rannsakar nú hvort feðgarnir hafi lánað sjálfum sér tæpan milljarð króna úr Samson og inn í eignarhaldsfélög á Tortóla-eyju. Engir lánasamningar virðast hafa verið gerðir.

Greining: Reiknar með óbreyttum stýrivöxtum vegna Icesave

„Þó svo að forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds finnist nú í þróun verðbólgu og gengi krónunnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans þá teljum við að sú óvissa sem skapast hefur í kjölfar ákvörðunar forseta um að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu valdi því að peningastefnunefnd bankans ákveði að halda vöxtum bankans óbreyttum nú."

Netið 2010: Stórsýning í Smáralind

Stórsýningin Netið 2010 verður haldin í Vetrargarðinum Smáralind dagana 5.-7. febrúar, en sýningunni er ætlað að fræða almenning um þær nýjungar og möguleika sem netið býður upp á.

GAMMA: Stærsta fréttin er nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur

„Stærsta fréttin í tilkynningunni er staðfesting á því að gefinn verður út nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur á öðrum ársfjórðungi og er gert ráð fyrir að selja allt að 50 milljarða kr. á árinu og frekari stækkun ráðgerð næsta ár," segir í grein frá verðbréfafyrirtækinu GAMMA.

Robert Peston: Við erum öll Íslendingar núna

„Ef tekið er tillit til þess hve mikið við höfum öll greitt fyrir ábyrgðarlausa hegðun bankanna kemur kannski á óvart afhverju við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir í niðurlagi greinar hins áhrifamikla viðskiptafréttaritstjóra BBC, Robert Peston, sem hann birtir á bloggsíðu sinni hjá BBC.

Fitch Ratings: Ákvörðun forsetans setti fjármögnun í uppnám

Paul Rawkins forstjóri ríkjahóps Fitch Ratings í London segir að matsfyrirtækið hafi lækkað lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk þar sem ákvörðun forseta Íslands hefði sett utanaðkomandi fjármögnun til landsins í uppnám að mati Fitch.

Sakar Goldman Sachs um að hafa komið AIG á hnéin

Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.

Argentína vill komast út úr íslensku gildrunni

„Fyrir átta árum hlaut Argentína sömu örlög og Ísland. Landið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og aðrar alþjóðlegar lánastofnanir neituðu landinu um ný lán þar til hin gömlu höfðu verið gerð upp."

Óttast að danskir bankar tapi miklu á þessu ári

Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra.

Yfir nótt í haldi og leysti frá skjóðunni

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs er orðinn lykilvitni bankahrunssaksóknara í Exeter málinu. Hann sýndi mikinn samstarfsvilja eftir að hafa gist fangaklefa í eina nótt meðan á yfirheyrslum stóð. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, hefur einnig verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina.

Björgólfur bar vitni eftir fréttaflutning Stöðvar 2

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, bar vitni hjá rannsóknarnefnd Alþingis á síðasta föstudag, tveimur dögum eftir fréttaflutning Stöðvar 2 um að hann hefði ekki verið boðaður til yfirheyrslu af nefndinni.

Munar þúsundum á spám um fjölda gjaldþrota

Alls urðu 823 fyrirtæki gjaldþrota fyrstu ellefu mánuði síðasta árs en til samanburðar voru 673 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta árið 2008 sem jafngildir 23 prósent aukningu á milli ára samkvæmt Hagstofu Íslands. Athygli vekur, og Eyjan.is benti fyrst á, að Lánstraust (Creditinfo Íslands) spáðu því að alls færu 3500 fyrirtæki á hausinn árið 2009.

Stjórnarmenn Glitnis yfirheyrðir - ekki Landsbankans

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur ekki borist þeim sem hún fjallar um og eiga andmælarétt um það sem í henni stendur. Þetta sagði lögfræðingurinn Sigurður G. Guðjónsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum

Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir