Fleiri fréttir Frederiksen: Íslendingar fá lánið frá Dönum Danir ætla að halda áfram greiðslum af láni sínu til Íslands þrátt fyrir óvissuna í Icesave málinu. Hinsvegar mun sú afstaða breytast ef Icesave frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.1.2010 18:45 50% hækkun álverðs styrkir stöðu Landsvirkjunar Fimmtíu prósenta hækkun álverðs á síðasta ári hefur stórbætt stöðu Landsvirkjunar. Búast má við að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði á annan tug milljarða króna og eiginfjárstaðan verði orðin betri en var áður en ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar. 8.1.2010 18:27 Gamma: GBI hækkaði í um 10 milljarða viðskiptum Það var áfram góð velta á skuldabréfamarkaði og hækkaði GAMMA: GBI um 0,25% í 10 milljarða viðskiptum.. 8.1.2010 16:50 Rólegur dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um tæp 0,5% í viðskiptum dagsins á fremur rólegum degi í kauphöllinni. Stendur vísitalan í 819 stigum eftir daginn. 8.1.2010 15:49 Bloomberg: Forsetinn húðskammar Fitch Ratings - myndband Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hellti úr skálum reiði sinnar yfir matsfyrirtækið Fitch Ratings og húðskammaði þar fyrir að lækka lánshæfiseinkunn Íslands niður í ruslflokk. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á sjónvarpsrás Bloomberg fréttaveitunnar. 8.1.2010 13:10 Fjárlaganefndarformaður Dana segir þvert nei við Ísland Formaður fjárlaganefndar danska þingsins segir ekki koma til greina að halda lánagreiðslum áfram til íslands fyrr en það er fullvíst að Íslendingar ætli að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 8.1.2010 12:32 Fyrsta aukningin á innflutningi bíla í 12 mánuði Í desember voru nýskráðir 134 bílar hér á landi sem er aukning upp á 74% frá sama mánuði 2008. Þessi aukning er sú fyrsta sem mælist yfir tólf mánaða tímabil síðan við upphaf efnahagskreppunnar í febrúar 2008. 8.1.2010 12:17 Afgangur af vöruskiptum 5% af landsframleiðslu Reynist bráðabirgðatölurnar fyrir desember réttar nam afgangur af vöruskiptum u.þ.b. 5% af áætlaðri vergri landsframleiðslu (VLF) síðasta árs. 8.1.2010 12:13 Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs undir eftirliti í Japan Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði áfram undir eftirliti ( Rating Monitor) vegna hugsanlegrar lækkunar. 8.1.2010 11:58 Lækkað lánshæfi stöðvar frekari framkvæmdir hjá LV og OR Lækkað lánshæfi ríkissjóðs útilokar nýjar framkvæmdir bæði hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, en bein áhrif lækkunar á rekstur fyrirtækjanna eru óljós fyrst um sinn. 8.1.2010 11:58 Jón Sigurðsson verður ekki í stjórn Íslandsbanka Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME og ráðherra, hyggst ekki taka sæti í stjórn Íslandsbanka. Jón sagði í samtali við fréttastofu í morgun að leitað hefði verið til sín með setu í stjórn bankans í huga. 8.1.2010 11:52 Fundur Steingríms: Norðmenn fresta ekki láni sínu Niðurstaða af fundi Steingríms J. Sigfússon fjármálaráðherra með fjármála- og utanríkisráðherrum Noregs er að Norðmenn munu ekki fresta lánveitingu sinni til Íslands þrátt fyrir óvissuna sem komin er upp í Icesave málinu. 8.1.2010 11:24 Hópar sem berjast gegn fátækt styðja Íslendinga Breskir og hollenskir hópar sem berjast gegn fátækt í vanþróuðu löndunum styðja málstað Íslendinga í Icesave deilunni. Vilja þeir að málið verði leyst með sáttagerð þar sem Sameinuðu þjóðirnar eða hinn varanlegi gerðardómur í Haag væri í hlutverki sáttasemjara. 8.1.2010 11:02 Atvinnuleysið orðið 10% á evrusvæðinu Atvinnuleysið komst í 10% á evrusvæðinu í nóvember og hefur því ekki verið meira síðan árið 1998. 8.1.2010 10:36 Hægt að vinna 4.300 MW úr þekktum háhitasvæðum Orkustofnun hefur lagt mat á vinnslugetu þekktra háhitasvæða til raforkuframleiðslu. Samkvæmt hinu nýja mati Orkustofnunar eru líkur á að hægt sé að vinna um 4300 MW af rafafli úr þekktum háhitasvæðum á Íslandi í 50 ár. Það samsvarar um það bil 35 TWh á ári. Til samanburðar nam raforkuvinnsla frá jarðvarmavirkjunum árið 2008 um 4 TWh af raforku. 8.1.2010 09:47 Kreditkortaveltan dróst saman um 9,7% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 9,7% í janúar-nóvember í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. 8.1.2010 09:36 Miliband gekk gegn vilja Brown með Íslandsummælum David Miliband utanríkisráðherra Bretlands gekk gegn vilja Gordon Brown forsætisráðherra landsins þegar hann tjáði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Icesave deilan hefði ekki áhrif á aðildarumsókn Íslands að ESB. 8.1.2010 09:24 Vöruskiptin hagstæð um 7 milljarða í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2009 var útflutningur 42,0 milljarðar króna og innflutningur tæpir 35,1 milljarður króna. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um tæpa 7,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 8.1.2010 09:08 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs orðið svipað og hjá Lettlandi Skuldatryggingaálag ríkissjóðs er komið í rétt tæpa 500 punkta og er þar með á svipuðum slóðum og það mælist hjá ríkissjóði Lettlands. Álagið hefur ekki verið hærra síðan síðasta sumar en þá var það á niðurleið. Fór það neðst í um 340 punkta á seinnihluta síðasta árs. 8.1.2010 08:44 Greining: Verðbólgan tæp 10% næstu þrjá mánuði Greining Arion banka spáir því að ársverðbólgan muni nema tæpum 10% næstu þrjá mánuði. Gerir spáin ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni hækka um 2,4% á tímabilinu. Í janúar gerir greiningin ráð fyrir að vísitalan hækki um 1,2% þrátt fyrir útsölur. 8.1.2010 08:34 Seðlabankastjóri óttast frekara gengisfall krónunnar Már Guðmundsson seðlabankastjóri óttast að höfnun Icesave fvrumvarpsins muni fella gengi krónunnar ennfrekar en orðið er. Már segir að til skamms tíma geti íslenska hagkerfið tekist á við afleiðingarnar af því að Icesave verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.1.2010 08:16 Economist: Ísland er boðberi komandi áfalla Hið virta breska tímarit The Economist fjallar um Icesave málið í einum af föstum dálkum ritsins sem ber heitið Buttonwood. Aðalfyrirsögn greinarinnar er: " Að kjósa burtu skuldirnar" og undirfyrirsögnin hljóðar eitthvað á þá leið að Ísland sé boðberi komandi áfalla. 8.1.2010 07:41 Ecclestone vill kaupa SAAB Eigandi Formúlu 1 kappakstursins, Bretinn Bernie Ecclestone, er í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á því að kaupa sænsku bílaverksmiðjurnar SAAB. Tilkynning þess efnis kom rétt eftir að frestur til þess að skila inn tilboði hafði runnið út en hollenski bílaframleiðandinn Spyker hefur einnig lagt inn tilboð. Bandaríski bílarisinn GM hefur tvívegis reynt að selja SAAB á síðustu mánuðum en í bæði skiptin hafa samningaviðræður farið út um þúfur. 8.1.2010 07:24 Útsvarstekjur hækki um 16,6 prósent Fjárhagsáætlun, sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á þriðjudag, hefur það að forsendu að 2.700-2.900 ný störf skapist í sveitarfélaginu vegna ýmissa nýframkvæmda á þessu ári, svo sem álver og höfn í Helguvík, virkjanir og gagnaver á Keflavíkurflugvelli. 8.1.2010 06:00 Kröfuhafar misskilja málið: Eygja von um betri heimtur Virði krafna í bú gamla Landsbankans hefur hækkað um tuttugu prósent frá því á þriðjudag eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin. 8.1.2010 04:15 Bræðurnir eru að missa tökin Líklegt er að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, missi hlut sinn í Existu á næstu dögum en nauðasamningar félagsins verða lagðir fram í næsta mánuði. Þeir kveða á um yfirtöku kröfuhafa á Existu og brottrekstri forstjóra félagsins. 8.1.2010 04:00 Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7.1.2010 19:04 Velta á skuldabréfamarkaði nam 9,7 milljörðum Heildarvelta á skuldabréfamarkaði i dag nam 9,7 milljörðum króna. Umtalsvert meiri velta var með óverðtryggð ríkisbréf en verðtryggð skuldabréf. 7.1.2010 17:01 ISB Holding má eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastiðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 7.1.2010 14:28 Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr. 7.1.2010 14:21 Kauphöllin tekur skuldabréf SPM úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) úr viðskiptum þar sem héraðsdómur hefur staðfest nauðasamning félagsins. 7.1.2010 13:37 Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. 7.1.2010 13:26 Bakkabræður eru væntanlega að missa Exista Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru væntanlega að missa Exista. Þeir munu áfram stjórna Bakkavör og geta eignast hlut þar ef vel gengur. 7.1.2010 12:13 Lægsta raungengi krónunnar undanfarin 95 ár Raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári var það lang lægsta undanfarin 95 ár eða svo. Á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var raungengið tæplega 29% undir meðaltali áranna 1980-2008. 7.1.2010 12:02 Fjöldi gjaldþrota hefur ekki verið meiri í tvo áratugi á Íslandi Alls hafa 823 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota á fyrstu 11 mánuðum ársins 2009 sem eru 23% fleiri fyrirtæki en á sama tímabili 2008. Fjöldi gjaldþrota hefur ekki verið meiri í a.m.k. tvo áratugi, eða eins langt aftur og tölur Hagstofunnar ná en það var sú stofnun sem birti tölur um þetta í gærmorgun. 7.1.2010 11:13 Álverðið í 2.333 dollara á tonnið á markaðinum í London Enn hækkar heimsmarkaðsverð á áli verulega milli daga á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 2.333 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Til samanburðar má nefna að verðið stóð í 2.280 dollurum í gærmorgun og hefur því hækkað um 53 dollara milli daga. 7.1.2010 11:07 Risatúnfiskur seldur á 22 milljónir í Japan Risavaxinn bláuggatúnfiskur var seldur á 22 milljónir kr. á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo í Japan í vikunni. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einstakan fisk í Japan á síðustu níu árum. 7.1.2010 10:44 KPMG og Innovit í samstarf um Gulleggið 2010 KPMG og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, hafa undirritað samstarfssamning um stuðning KPMG við Gulleggið 2010, frumkvöðlakeppni Innovit. 7.1.2010 10:32 Störe segir að Icesave muni ekki seinka norska láninu Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að Icesave málið muni ekki seinka því að Norðmenn veiti Íslandi lán sitt í tengslum við áæltun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 7.1.2010 09:43 Bankakvartanir vegna Íslands streyma inn til ESA Kvartanir evrópskra banka vegna Íslands streyma nú inn til ESA, Eftirlitsstofnunnar EFTA með EES-samningnum. Alls hafa 40 evrópskir bankar sent inn kvartanir til ESA og nemur heildarupphæðin í þessum kvörtunum um 13,5 milljörðum kr. 7.1.2010 09:25 Gistinóttum í nóvember fækkaði um rúm 7% milli ára Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 71.800 en voru 77.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi. Fækkunin nemur rúmlega 7%. 7.1.2010 09:03 Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. 7.1.2010 08:45 Fasteignakaup í desember jukust um rúm 34% milli ára Fasteignakaup á höfuðborgarsvæðinu jukustu um rúm 34% í desember s.l. miðað við sama mánuð árið 2008. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. 7.1.2010 08:06 Álagið rýkur upp Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur hækkaði viðstöðulaust frá því Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að staðfesta Icesave-lögin á þriðjudag. Álagið stóð í 485,79 punktum síðdegis í gær og hafði þá hækkað nokkuð frá því um hádegið í gær, samkvæmt upplýsingum Credit Market Analysis (CMA). Til samanburðar stóð skuldatryggingarálagið í 411 punktum við lokun markaða á mánudag. 7.1.2010 06:00 Engin krónukaup skýra stöðugleikann Gengi krónunnar hefur haldist svo til óbreytt þrátt fyrir hræringar á fjármálamörkuðum í kjölfar synjunar forseta. 7.1.2010 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Frederiksen: Íslendingar fá lánið frá Dönum Danir ætla að halda áfram greiðslum af láni sínu til Íslands þrátt fyrir óvissuna í Icesave málinu. Hinsvegar mun sú afstaða breytast ef Icesave frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.1.2010 18:45
50% hækkun álverðs styrkir stöðu Landsvirkjunar Fimmtíu prósenta hækkun álverðs á síðasta ári hefur stórbætt stöðu Landsvirkjunar. Búast má við að hagnaður félagsins á nýliðnu ári verði á annan tug milljarða króna og eiginfjárstaðan verði orðin betri en var áður en ráðist var í smíði Kárahnjúkavirkjunar. 8.1.2010 18:27
Gamma: GBI hækkaði í um 10 milljarða viðskiptum Það var áfram góð velta á skuldabréfamarkaði og hækkaði GAMMA: GBI um 0,25% í 10 milljarða viðskiptum.. 8.1.2010 16:50
Rólegur dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um tæp 0,5% í viðskiptum dagsins á fremur rólegum degi í kauphöllinni. Stendur vísitalan í 819 stigum eftir daginn. 8.1.2010 15:49
Bloomberg: Forsetinn húðskammar Fitch Ratings - myndband Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hellti úr skálum reiði sinnar yfir matsfyrirtækið Fitch Ratings og húðskammaði þar fyrir að lækka lánshæfiseinkunn Íslands niður í ruslflokk. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á sjónvarpsrás Bloomberg fréttaveitunnar. 8.1.2010 13:10
Fjárlaganefndarformaður Dana segir þvert nei við Ísland Formaður fjárlaganefndar danska þingsins segir ekki koma til greina að halda lánagreiðslum áfram til íslands fyrr en það er fullvíst að Íslendingar ætli að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. 8.1.2010 12:32
Fyrsta aukningin á innflutningi bíla í 12 mánuði Í desember voru nýskráðir 134 bílar hér á landi sem er aukning upp á 74% frá sama mánuði 2008. Þessi aukning er sú fyrsta sem mælist yfir tólf mánaða tímabil síðan við upphaf efnahagskreppunnar í febrúar 2008. 8.1.2010 12:17
Afgangur af vöruskiptum 5% af landsframleiðslu Reynist bráðabirgðatölurnar fyrir desember réttar nam afgangur af vöruskiptum u.þ.b. 5% af áætlaðri vergri landsframleiðslu (VLF) síðasta árs. 8.1.2010 12:13
Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs undir eftirliti í Japan Japanska matsfyrirtækið R&I Rating tilkynnti í dag að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði áfram undir eftirliti ( Rating Monitor) vegna hugsanlegrar lækkunar. 8.1.2010 11:58
Lækkað lánshæfi stöðvar frekari framkvæmdir hjá LV og OR Lækkað lánshæfi ríkissjóðs útilokar nýjar framkvæmdir bæði hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, en bein áhrif lækkunar á rekstur fyrirtækjanna eru óljós fyrst um sinn. 8.1.2010 11:58
Jón Sigurðsson verður ekki í stjórn Íslandsbanka Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður FME og ráðherra, hyggst ekki taka sæti í stjórn Íslandsbanka. Jón sagði í samtali við fréttastofu í morgun að leitað hefði verið til sín með setu í stjórn bankans í huga. 8.1.2010 11:52
Fundur Steingríms: Norðmenn fresta ekki láni sínu Niðurstaða af fundi Steingríms J. Sigfússon fjármálaráðherra með fjármála- og utanríkisráðherrum Noregs er að Norðmenn munu ekki fresta lánveitingu sinni til Íslands þrátt fyrir óvissuna sem komin er upp í Icesave málinu. 8.1.2010 11:24
Hópar sem berjast gegn fátækt styðja Íslendinga Breskir og hollenskir hópar sem berjast gegn fátækt í vanþróuðu löndunum styðja málstað Íslendinga í Icesave deilunni. Vilja þeir að málið verði leyst með sáttagerð þar sem Sameinuðu þjóðirnar eða hinn varanlegi gerðardómur í Haag væri í hlutverki sáttasemjara. 8.1.2010 11:02
Atvinnuleysið orðið 10% á evrusvæðinu Atvinnuleysið komst í 10% á evrusvæðinu í nóvember og hefur því ekki verið meira síðan árið 1998. 8.1.2010 10:36
Hægt að vinna 4.300 MW úr þekktum háhitasvæðum Orkustofnun hefur lagt mat á vinnslugetu þekktra háhitasvæða til raforkuframleiðslu. Samkvæmt hinu nýja mati Orkustofnunar eru líkur á að hægt sé að vinna um 4300 MW af rafafli úr þekktum háhitasvæðum á Íslandi í 50 ár. Það samsvarar um það bil 35 TWh á ári. Til samanburðar nam raforkuvinnsla frá jarðvarmavirkjunum árið 2008 um 4 TWh af raforku. 8.1.2010 09:47
Kreditkortaveltan dróst saman um 9,7% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 9,7% í janúar-nóvember í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. 8.1.2010 09:36
Miliband gekk gegn vilja Brown með Íslandsummælum David Miliband utanríkisráðherra Bretlands gekk gegn vilja Gordon Brown forsætisráðherra landsins þegar hann tjáði Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Icesave deilan hefði ekki áhrif á aðildarumsókn Íslands að ESB. 8.1.2010 09:24
Vöruskiptin hagstæð um 7 milljarða í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2009 var útflutningur 42,0 milljarðar króna og innflutningur tæpir 35,1 milljarður króna. Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um tæpa 7,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 8.1.2010 09:08
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs orðið svipað og hjá Lettlandi Skuldatryggingaálag ríkissjóðs er komið í rétt tæpa 500 punkta og er þar með á svipuðum slóðum og það mælist hjá ríkissjóði Lettlands. Álagið hefur ekki verið hærra síðan síðasta sumar en þá var það á niðurleið. Fór það neðst í um 340 punkta á seinnihluta síðasta árs. 8.1.2010 08:44
Greining: Verðbólgan tæp 10% næstu þrjá mánuði Greining Arion banka spáir því að ársverðbólgan muni nema tæpum 10% næstu þrjá mánuði. Gerir spáin ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni hækka um 2,4% á tímabilinu. Í janúar gerir greiningin ráð fyrir að vísitalan hækki um 1,2% þrátt fyrir útsölur. 8.1.2010 08:34
Seðlabankastjóri óttast frekara gengisfall krónunnar Már Guðmundsson seðlabankastjóri óttast að höfnun Icesave fvrumvarpsins muni fella gengi krónunnar ennfrekar en orðið er. Már segir að til skamms tíma geti íslenska hagkerfið tekist á við afleiðingarnar af því að Icesave verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. 8.1.2010 08:16
Economist: Ísland er boðberi komandi áfalla Hið virta breska tímarit The Economist fjallar um Icesave málið í einum af föstum dálkum ritsins sem ber heitið Buttonwood. Aðalfyrirsögn greinarinnar er: " Að kjósa burtu skuldirnar" og undirfyrirsögnin hljóðar eitthvað á þá leið að Ísland sé boðberi komandi áfalla. 8.1.2010 07:41
Ecclestone vill kaupa SAAB Eigandi Formúlu 1 kappakstursins, Bretinn Bernie Ecclestone, er í hópi fjárfesta sem hafa áhuga á því að kaupa sænsku bílaverksmiðjurnar SAAB. Tilkynning þess efnis kom rétt eftir að frestur til þess að skila inn tilboði hafði runnið út en hollenski bílaframleiðandinn Spyker hefur einnig lagt inn tilboð. Bandaríski bílarisinn GM hefur tvívegis reynt að selja SAAB á síðustu mánuðum en í bæði skiptin hafa samningaviðræður farið út um þúfur. 8.1.2010 07:24
Útsvarstekjur hækki um 16,6 prósent Fjárhagsáætlun, sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á þriðjudag, hefur það að forsendu að 2.700-2.900 ný störf skapist í sveitarfélaginu vegna ýmissa nýframkvæmda á þessu ári, svo sem álver og höfn í Helguvík, virkjanir og gagnaver á Keflavíkurflugvelli. 8.1.2010 06:00
Kröfuhafar misskilja málið: Eygja von um betri heimtur Virði krafna í bú gamla Landsbankans hefur hækkað um tuttugu prósent frá því á þriðjudag eftir að forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin. 8.1.2010 04:15
Bræðurnir eru að missa tökin Líklegt er að bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, missi hlut sinn í Existu á næstu dögum en nauðasamningar félagsins verða lagðir fram í næsta mánuði. Þeir kveða á um yfirtöku kröfuhafa á Existu og brottrekstri forstjóra félagsins. 8.1.2010 04:00
Skilanefnd líklega þegar brotið skilyrði FME Samkvæmt lögum geta þrotabú ekki verið hluthafar í bönkum. Fjármálaeftirlitið (FME) samþykkti ekki skilanefnd Glitnis sem eiganda íslandsbanka og því var sú leið farin hjá skilanefndinni að stofna sérstakt dótturfélag, ISB Holding, til að halda utan um 95 prósent hlut skilanefndarinnar í bankanum. 7.1.2010 19:04
Velta á skuldabréfamarkaði nam 9,7 milljörðum Heildarvelta á skuldabréfamarkaði i dag nam 9,7 milljörðum króna. Umtalsvert meiri velta var með óverðtryggð ríkisbréf en verðtryggð skuldabréf. 7.1.2010 17:01
ISB Holding má eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka Fjármálaeftirlitið hefur veitt ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka fyrir hönd Glitnis banka hf. Leyfið er veitt í kjölfar samnings Glitnis og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 13. september síðastiðinn, þess efnis að Glitnir gæti eignast 95% hlut í Íslandsbanka að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 7.1.2010 14:28
Vaxandi atvinnuleysi gæti kosta Dani 1.000 milljarða Vaxandi atvinnuleysi meðal Dana gæti kostað ríkissjóð landsins 45 milljarða danskra kr eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í ár og næsta ár. Kostnaður vegna atvinnuleysisins í fyrra nam tæplega helmingi af þessari upphæð eða 20 milljörðum danskra kr. 7.1.2010 14:21
Kauphöllin tekur skuldabréf SPM úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) úr viðskiptum þar sem héraðsdómur hefur staðfest nauðasamning félagsins. 7.1.2010 13:37
Telur nýjar samningaviðræður um Icesave þegar í gangi Lise Lyck forstöðumaður ferðamála- og menningardeildar Copenhagen Business School telur að nýjar samningaviðræður um Icesave séu þegar í gangi. Hún segir að slíkt hljóti að vera svo að samingsaðilar séu viðbúnir því að íslenska þjóðin felli núverandi Icesave frumvarp í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. 7.1.2010 13:26
Bakkabræður eru væntanlega að missa Exista Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru væntanlega að missa Exista. Þeir munu áfram stjórna Bakkavör og geta eignast hlut þar ef vel gengur. 7.1.2010 12:13
Lægsta raungengi krónunnar undanfarin 95 ár Raungengi íslensku krónunnar á síðasta ári var það lang lægsta undanfarin 95 ár eða svo. Á mælikvarða hlutfallslegs verðlags var raungengið tæplega 29% undir meðaltali áranna 1980-2008. 7.1.2010 12:02
Fjöldi gjaldþrota hefur ekki verið meiri í tvo áratugi á Íslandi Alls hafa 823 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota á fyrstu 11 mánuðum ársins 2009 sem eru 23% fleiri fyrirtæki en á sama tímabili 2008. Fjöldi gjaldþrota hefur ekki verið meiri í a.m.k. tvo áratugi, eða eins langt aftur og tölur Hagstofunnar ná en það var sú stofnun sem birti tölur um þetta í gærmorgun. 7.1.2010 11:13
Álverðið í 2.333 dollara á tonnið á markaðinum í London Enn hækkar heimsmarkaðsverð á áli verulega milli daga á markaðinum í London. Í morgun stóð verðið í 2.333 dollurum fyrir tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Til samanburðar má nefna að verðið stóð í 2.280 dollurum í gærmorgun og hefur því hækkað um 53 dollara milli daga. 7.1.2010 11:07
Risatúnfiskur seldur á 22 milljónir í Japan Risavaxinn bláuggatúnfiskur var seldur á 22 milljónir kr. á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo í Japan í vikunni. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einstakan fisk í Japan á síðustu níu árum. 7.1.2010 10:44
KPMG og Innovit í samstarf um Gulleggið 2010 KPMG og Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, hafa undirritað samstarfssamning um stuðning KPMG við Gulleggið 2010, frumkvöðlakeppni Innovit. 7.1.2010 10:32
Störe segir að Icesave muni ekki seinka norska láninu Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að Icesave málið muni ekki seinka því að Norðmenn veiti Íslandi lán sitt í tengslum við áæltun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 7.1.2010 09:43
Bankakvartanir vegna Íslands streyma inn til ESA Kvartanir evrópskra banka vegna Íslands streyma nú inn til ESA, Eftirlitsstofnunnar EFTA með EES-samningnum. Alls hafa 40 evrópskir bankar sent inn kvartanir til ESA og nemur heildarupphæðin í þessum kvörtunum um 13,5 milljörðum kr. 7.1.2010 09:25
Gistinóttum í nóvember fækkaði um rúm 7% milli ára Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 71.800 en voru 77.500 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Norðurlandi. Fækkunin nemur rúmlega 7%. 7.1.2010 09:03
Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. 7.1.2010 08:45
Fasteignakaup í desember jukust um rúm 34% milli ára Fasteignakaup á höfuðborgarsvæðinu jukustu um rúm 34% í desember s.l. miðað við sama mánuð árið 2008. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. 7.1.2010 08:06
Álagið rýkur upp Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur hækkaði viðstöðulaust frá því Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að staðfesta Icesave-lögin á þriðjudag. Álagið stóð í 485,79 punktum síðdegis í gær og hafði þá hækkað nokkuð frá því um hádegið í gær, samkvæmt upplýsingum Credit Market Analysis (CMA). Til samanburðar stóð skuldatryggingarálagið í 411 punktum við lokun markaða á mánudag. 7.1.2010 06:00
Engin krónukaup skýra stöðugleikann Gengi krónunnar hefur haldist svo til óbreytt þrátt fyrir hræringar á fjármálamörkuðum í kjölfar synjunar forseta. 7.1.2010 04:00