Sakar Goldman Sachs um að hafa komið AIG á hnéin 11. janúar 2010 09:14 Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.„Það er ekki erfitt að komast að þessari niðurstöðu," segir Greenberg í samtali við Wall Street Journal. Hann stendur í þeirri meiningu að undirrót vandamála AIG hafi stafað af breytingum á skuldatryggingum sem Goldman Sachs og Deutsche Bank knúðu í gegn. Samkvæmt þeir bar seljenda á skuldatryggingum á undirliggjandi veðum á skuldabréfum að gera upp eftir hendinni í stað þess að bíða greiðslufalls.Greenberg segir að Goldman Sachs hafi síðan markvisst staðið að markaðsmisnotkun eftir að bankinn gerði sér grein fyrir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum var að hruni kominn. Bankinn hafi sett saman skuldabréf/vafninga sem tengd voru við undirmálslán og markaðssett þau um leið og hann keypti á þau skuldatryggingar frá AIG. Á sama tíma tók bankinn svo skortstöður í þessum bréfum.Þegar markaðurinn hrundi gat Goldman Sachs síðan krafist gríðarlegra upphæðna af AIG í samræmi við hinar nýju reglur og skapaði það gildru fyrir AIG sem félagið gat ekki komist út úr.Lucas van Praag talsmaður Goldman Sachs gerir lítið úr þessum skoðunum Greenberg og segir hann byggja þær fremur á fjölmiðlafréttum en staðreyndum. Þá segir Praag athyglisvert að Greenberg vitni ekki í afgerandi álit eigin endurskoðenda AIG um orsakirnar á bakvið vandamál félagsins.Það kostaði bandarísk stjórnvöld um 182 milljarða dollara að bjarga AIG fyrir rúmu ári síðan. Gjaldþrot AIG var talið hafa alvarlegri afleiðingar en gjaldþrot Lehman Brothers ef af því hefði orðið. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hank Greenberg, fyrrum forstjóri tryggingarisans AIG, hefur sakað Goldman Sachs um að hafa valdið því að AIG rambaði á barmi gjaldþrots eftir að fjármálakreppan skall á. Bandarísk stjórnvöld neyddust til að bjarga AIG með ærnum tilkostnaði undir lok ársins 2008.„Það er ekki erfitt að komast að þessari niðurstöðu," segir Greenberg í samtali við Wall Street Journal. Hann stendur í þeirri meiningu að undirrót vandamála AIG hafi stafað af breytingum á skuldatryggingum sem Goldman Sachs og Deutsche Bank knúðu í gegn. Samkvæmt þeir bar seljenda á skuldatryggingum á undirliggjandi veðum á skuldabréfum að gera upp eftir hendinni í stað þess að bíða greiðslufalls.Greenberg segir að Goldman Sachs hafi síðan markvisst staðið að markaðsmisnotkun eftir að bankinn gerði sér grein fyrir að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum var að hruni kominn. Bankinn hafi sett saman skuldabréf/vafninga sem tengd voru við undirmálslán og markaðssett þau um leið og hann keypti á þau skuldatryggingar frá AIG. Á sama tíma tók bankinn svo skortstöður í þessum bréfum.Þegar markaðurinn hrundi gat Goldman Sachs síðan krafist gríðarlegra upphæðna af AIG í samræmi við hinar nýju reglur og skapaði það gildru fyrir AIG sem félagið gat ekki komist út úr.Lucas van Praag talsmaður Goldman Sachs gerir lítið úr þessum skoðunum Greenberg og segir hann byggja þær fremur á fjölmiðlafréttum en staðreyndum. Þá segir Praag athyglisvert að Greenberg vitni ekki í afgerandi álit eigin endurskoðenda AIG um orsakirnar á bakvið vandamál félagsins.Það kostaði bandarísk stjórnvöld um 182 milljarða dollara að bjarga AIG fyrir rúmu ári síðan. Gjaldþrot AIG var talið hafa alvarlegri afleiðingar en gjaldþrot Lehman Brothers ef af því hefði orðið.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira