Viðskipti innlent

Stjórnarmenn Glitnis yfirheyrðir - ekki Landsbankans

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson.

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur ekki borist þeim sem hún fjallar um og eiga andmælarétt um það sem í henni stendur. Þetta sagði lögfræðingurinn Sigurður G. Guðjónsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun.

Skýrslan átti að berast þeim sem hún fjallar um í byrjun janúar en nefndin hefur þegar tilkynnt að skýrslan verði gefin út í febrúar eftir að hafa frestað henni einu sinni áður.

Þá sagði Sigurður einnig að yfirmenn Glitnis hafa verið yfirheyrðir af rannsóknarnefndinni en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því á dögunum að fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, hefur ekki verið yfirheyrður vegna hrunsins né annar úr bankastjórn Landsbankans.

„Menn eru að mikla þessa skýrslu fyrir sér og miklu meira en efni standa til," sagði Sigurður sem hafði litla trú á að hún skilaði sér á réttum tíma og að hún muni varpa jafn skýru ljósi á hrunið og margir hafa vonast til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×