Viðskipti innlent

Munar þúsundum á spám um fjölda gjaldþrota

Reykjavík. Mynd úr safni.
Reykjavík. Mynd úr safni.

Alls urðu 823 fyrirtæki gjaldþrota fyrstu ellefu mánuði síðasta árs en til samanburðar voru 673 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta árið 2008 sem jafngildir 23 prósent aukningu á milli ára samkvæmt Hagstofu Íslands. Athygli vekur, og Eyjan.is benti fyrst á, að Lánstraust (Creditinfo Íslands) spáðu því að alls færu 3500 fyrirtæki á hausinn árið 2009.

Því fóru rúmlega 2600 fyrirtæki ekki í gjaldþrota ólíkt því sem var spáð og óhætt er að segja að spáin hafi verið fjarri lagi.

Hitt gekk þó eftir að þau fyrirtæki sem fóru helst í gjaldþrot voru byggingafyrirtæki og þau sem sinna verslun og þjónustu.

Lánstraust notast við reiknilíkanið CIP Áhættumat til að meta líkur á alvarlegum vanskilum. Á heimasíðu þeirra segir að reiknilíkanið noti raungögn við útreikninga sína og eru þau mjög ítarleg að eigin sögn. Þau innihalda meðal annars upplýsingar um greiðsluhegðun, tölur úr ársreikningi og breytingar frá síðustu árum, stærð, lausafé, upplýsingar um stjórn o.fl.

Reiknilíkanið var aðlagað núverandi aðstæðum í íslensku efnahagslífi, t.d. með verðbólguspá og upplýsingum um atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×