Icesave vekur upp ótta að nýju um innistæðuöryggi hjá Bretum 10. janúar 2010 11:38 Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Icesavemálið hefur að nýju vakið upp ótta hjá breskum sparifjáreigendum um öryggi innistæðna sinna í erlendum bönkum í Bretlandi. Þessi ótti kemur upp á sama tíma og vitað er að margir erlendir bankar ætla að hasla sér völl á breska markaðinum á þessu ári Fjallað er um málið í sunnudagsútgáfu The Times. Þar kemur fram að meðal þeirra banka sem boðað hafa starfsemi í Bretlandi eru National Australia Bank (NAB), brasilíski bankinn Itau Unibanco og Metro Bank í Bandaríkjunum. NAB á þegar Clydesdale og Yorkshire bankanna og er að undirbúa yfirtökutilboð á Northern Rock bankanum sem var þjóðnýttur í upphafi fjármálakreppunna. Þar að auki hyggst NAB bjóða í þau hundruð útibúa sem Royal Bank of Scotland hefur nú í sölumeðferð. Times greinir frá því að svipað og íslensku bankarnir á sínum tíma bjóða hinir erlendu nú bestu kjörin á breska markaðinum. Nefnt er sem dæmi að Punjab National Bank býður nú bestu kjörin á eins ára skuldabréfum eða 4% vexti. Af þeim tíu bönkum sem bjóða bestu kjörin á breska fjármálamarkaðinum eru sex í eigu útlendinga samkvæmt upplýsingum frá moneyfacts.co.uk. Rachel Thrussell hjá Moneyfacts segir að almenningur sé enn ekki farinn að setja sparifé sitt á ný á reikninga í erlendum bönkum. Þetta þýðir að þeir hafa enn ekki fyllt upp í lánasöfn sín og eru því í stakk búnir til að bjóða betri vexti. Thrussell reiknar með að þessir bankar verði áfram samkeppnishæfir á þessu ári. Í umfjöllun Times segir að hinsvegar falli allir þessir erlendu bankar ekki undir breska innistæðutryggingarkerfið þar sem fyrstu 50.000 pundin eru tryggð. Í sumum tilfella verður viðkomandi að leita til stjórnvalda í heimalandi bankans eins og gerðist í Icesave málinu. Nefnd eru dæmi um hvaða bankar falli undir innistæðutrygginguna og hverjir ekki. Síðan eru tekin dæmi um þann mun sem hefur orðið á uppgjörum íslensku bankanna gagnvart kröfuhöfum í hópi almennra sparifjáreigenda. Icesave var borgað út af breskum stjórnvöldum þ.e. upp að 50.000 pundum. Það sama á við um innistæðueigendur hjá Singer & Friedlander á eyjunni Mön en þeir þurfa hinsvegar að bíða allt í átta ár til að fá uppgerðar eftirstöðvarnar. Íbúar á Gurnesey sem áttu inni hjá Landsbankanum hafa hinvegar aðeins fengið 67.5% og vonir standa til að þeir fái allt að rúmlega 90% endurheimt af fé sínu.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira