Fleiri fréttir Dómstólar skeri úr um lögmæti skilmála húsnæðislána Hagsmunasamtök heimilanna telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega. 26.3.2009 12:05 Nafnverðslækkun húsnæðis er um 8% frá áramótum Húsnæðisverð á landinu öllu hefur lækkað um tæplega 8% að nafnverði það sem af er ári samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. 26.3.2009 11:53 Auður Capital skilar hagnaði í krefjandi markaðsaðstæðum Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður skilaði Auður Capital 56 milljón króna hagnaði á árinu 2008 sem var fyrsta rekstrarár félagsins. Fjárhagsleg staða félagsins er mjög sterk, fyrirtækið er skuldlaust og nemur eigið fé þess um 1,2 milljörðum króna. 26.3.2009 11:29 Sendinefnd kröfuhafa Straums ræðir málin hérlendis Sendinefnd erlendra kröfuhafa Straums hefur verið hér á landi undanfarna daga til að ræða við íslensk stjórnvöld um kröfur sínar og hvernig þeim verði mætt. 26.3.2009 11:12 Ólafsfell í gjaldþrotaskipti Stjórn Ólafsfells ehf, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari féllst á beiðnina og skipaði Jóhannes Ásgeirsson hæstaréttalögmann sem skiptastjóra þrotabúsins. 26.3.2009 10:52 Uppskipti bankanna hafa kostað tæpan milljarð Á fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag var lagt fram minnisblað um slitameðferð og kostnað af störfum skilanefnda bankanna. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar segir í samtali við fréttastofu að kostnaðurinn stefni í milljarð króna á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu. 26.3.2009 10:40 Lítið að gerast í kauphöllinni Opnunin í kauphöllinni í morgun er með rólegasta móti. Aðeins eitt félag hefur hreyfst, Marel sem hefur lækkað um rúm 4%. Úrvalsvísitalan er nær óbreytt frá lokum í gær í 215 stigum. 26.3.2009 10:33 Lögðu tæpa sex milljarða í íslensku bankana rétt fyrir hrun Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. 26.3.2009 10:03 Atorka fær frest til mánaðarmóta Atorka hefur náð samkomulagi við stærstu kröfuhafa sína um að framlengja kyrrstöðusamningi sínum við þá fram að mánaðarmótum. 26.3.2009 09:36 76 fyrirtæki undir hamarinn Í febrúar 2009 voru 76 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 56 fyrirtæki í febrúar 2008, sem jafngildir tæplega 36 prósenta aukningu á milli ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar og þar segir einnig að flest gjaldþrot eða 19, hafi verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. 26.3.2009 09:32 Uppstokkun hjá JJB Sports eftir eignasölu Íþróttavöruverslankeðjan JJB Sports hefur staðfest að búið sé að reka Chris Ronnie úr forstjórastóli keðjunnar. Jafnframt var tilkynnt að David Madeley fjármálastjóri keðjunnar myndi láta af störfum. 26.3.2009 09:32 Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. 26.3.2009 09:11 Enn hækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir að jákvæðar fréttir af efnahagsmálum bárust frá Bandaríkjunum, þar á meðal þær að björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar væru hugsanlega farnar að bera árangur og ýta við efnahagslífinu. 26.3.2009 07:23 Makaskiptasamningum fjölgar gríðarlega Makaskiptasamningum hefur fjölgað gríðarlega við fasteignaviðskipti á undanförnum mánuðum. Í febrúar síðastliðnum voru makaskiptasamningar 39 af þeim 125 samningum sem var þinglýst eða um 31%. Í sama mánuði árið 2008 voru makaskiptasamningar hins vegar 15 af 375 eða um 4%. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning um fasteign þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. 25.3.2009 21:24 Goodwin á von á meiri hremmingum Hópur sem segist standa að baki árás á heimili fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland í Edinborg í nótt segir það bara byrjunina. Hann og aðrir stjórnendur breskra banka í kröggum hafi skammtað sér fé og lifi í munaði meðan venjulegt fólk þjáist og eigi því að fara í steininn. 25.3.2009 21:03 Wall Street á uppleið Helstu vísitölur á Wall Street hækkuðu í dag. Er ástæðan rakin til hækkunar verðs á fasteignum og öðrum vörum sem þykir benda til þess að nú sé að draga úr niðursveiflunni. Dow Jones hækkaði um 1,17%, S&P 500 hækkaði um 0,96% og Nasdaq hækkaði um 0,82%. 25.3.2009 20:35 Forstjóri Marel keypti hlut í félaginu fyrir 50 milljónir Theo Hoen, forstjóri Marel, keypti eina milljón hluti í félaginu í dag á genginu 48,6. Hoen átti ekkert hlutafé í félaginu áður en þessi viðskipti fóru fram en í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur hins vegar fram að hann á kauprétt að tveimur milljónum hluta til viðbótar. 25.3.2009 18:11 Gengi bréfa Össurar féll um rúm átta prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 7,08 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf Century Aluminum hækkaði á sama tíma um 1,45 prósent. Þá féll gengi bréfa Össurar um 8,15 prósent. 25.3.2009 17:07 Líkamsræktarstöðvar JJB Sports seldar David Whelan Gengið hefur verið frá sölu á líkamsræktarstöðvum JJB Sports til Dave Whelan sem er eigandi fótboltaliðsins Wigan Athletic. Sky News greindi frá þessu fyrir skömmu. 25.3.2009 14:01 Áformað að lækka stýrivexti í 1% í Noregi í vor Bankastjórn seðlabanka Noregs, Norges Bank, kom öllum að óvörum í morgun með því að segja að bankinn áformaði að lækka stýrivexti niður í 1% í vor. Þetta kom fram í umræðum um þá ákvörðun bankans að lækka vextina niður í 2% í dag eða um hálft prósentustig. 25.3.2009 13:55 Einn af hverjum fimm erlendum ríkisborgurum er atvinnulaus Alls voru tæplega 2.000 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok febrúar sem nemur því að tæplega 13% allra sem voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta mánaðar hafi verið erlendir ríkisborgarar eða einn af hverjum fimm þeirra. 25.3.2009 12:32 Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert í mars Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur verið að lækka allnokkuð núna í marsmánuði. Álagið til fimm ára sem stóð í um 1.080 punktum í byrjun mánaðarins er komið niður í 892 punkta nú. 25.3.2009 12:27 AGS auðveldar og einfaldar lánaferli sitt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur breytt lánareglum sínum. Nýjar reglur eiga að auðvelda lántöku og einfalda lánaferlið. 25.3.2009 12:13 Telja sig þvingaða í viðskipti við Kaupþing Persónuvernd hafa borist kvartanir frá viðskiptavinum SPRON vegna flutnings á innistæðum þeirra yfir í Nýja Kaupþing. Fólkið telur að flutningarnir séu ólöglegir og að það hafi verið þvingað í viðskipti við Kaupþing. 25.3.2009 12:10 Icelandair hefur áætlunarflug til Seattle í sumar Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, mun hefja beint áætlunarflug fjórum sinnum í viku milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna þann 22. júlí næstkomandi. 25.3.2009 12:03 Gerir ráð fyrir 1,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun eða meir Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivaxtalækkun Seðlabankans þann 8. apríl muni að minnsta kosti nema 1,5 prósentustigi og jafnvel að hún verði meiri. 25.3.2009 11:49 Tölvupóstur um íslenskan banka kostaði Kent 500 milljónir Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. 25.3.2009 10:59 FME berast fjölmargar ábendingar frá almenningi Ábendingar neytenda, sem og ábendingar eftirlitsskyldra aðila og starfsmanna á þeirra vegum, eru mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í sérhverju eftirliti. Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa á undanförnum mánuðum borist fjölmargar ábendingar, sem margar hverjar hafa orðið grundvöllur að frekari rannsóknum. 25.3.2009 10:32 FME veitir nýjum verðbréfasjóð starfsleyfi Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt GAM Management hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum og reglum um fjármálafyrirtæki. 25.3.2009 10:26 Gengi bréfa í Össur fellur um átta prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 6,64 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar fallið um átta prósent. 25.3.2009 10:15 Icelandair kynnir mikilvægar breytingar í hádeginu Í dag klukkan 12.00 mun Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, kynna starfsmönnum félagsins mikilvægar breytingar á starfsmannafundi að Hótel Loftleiðum. 25.3.2009 09:53 Samið við Bresku Jómfrúreyjar um aðgerðir gegn skattsvikum Norðurlöndin og Bresku Jómfrúreyjarnar hafa samþykkt að undirrita samninga um upplýsingaskipti og auk þess röð viðskiptasamninga í maí. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð sem miðar að því að efla aðgerðir gegn skattsvikum. 25.3.2009 09:40 Marel skoðar skráningu í Amsterdam eða á Norðurlöndum Stjórn Marel Food Systems hefur samþykkt að skoða tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins í Amsterdam eða Skandinavíu til viðbótar við skráningu hlutabréfanna í kauphöllinni á Íslandi með það að markmiði að auka seljanleika, bæta verðmyndun og auðvelda aðkomu erlendra aðila að félaginu. 25.3.2009 09:36 Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á niðurleið Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á niðurleið eftir nokkra hækkanahrinu undanfarna daga. Hæst komst verðið í rúmlega 54 dollara á tunnuna en í morgun var það komið í rétt rúmlega 53 dollara. 25.3.2009 09:28 Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður. 25.3.2009 09:05 Bensínhækkun gæti verið fram undan Bensínhækkun virðist liggja í loftinu hér á landi alveg á næstunni, þar sem bensínverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 25 prósent í dollurum talið, síðan 12. þessa mánaðar. Bensíntonnið kostaði þá 392 dollara en kostar nú 503 dollara. 25.3.2009 08:21 Nikkei lækkaði lítillega Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæplega 0,1 prósent í morgun og voru það einkum bréf hátæknifyrirtækja sem lækkuðu í verði. Bréf banka og orkufyrirtækja í Asíu hækkuðu hins vegar mörg hver. 25.3.2009 07:34 Fyrirspurnir frá rúmlega 200 til skilanefndar SPRON Fyrirspurnir frá rúmlega 200 aðilum höfðu borist skilanefnd SPRON í gærkvöldi og þar af spurðust um tuttugu fyrir um dótturfélög og útibú. Fleiri spurðust fyrir um fasteignir, fasteignaverkefni og eignarhluti í öðrum félögum og flestir um lausafjármuni eins og tölvubúnað, bíla, skrifstofubúnað, listmuni og fleira. 25.3.2009 07:19 Enn fækkar í Kauphöll Hlutabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru tekin úr viðskiptum í Nasdaq OMX kauphöllinni íslensku í byrjun vikunnar að beiðni skilanefndar sjóðsins. Engin viðskipti hafa þó verið með bréfin í nokkurn tíma, en Kauphöllin stöðvaði þau sjötta október í fyrra, eftir fall bankanna, vegna óvissu á markaði sem skaðað gæti eðlilega verðmyndun. 25.3.2009 00:01 Glæsileg lausn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts. 25.3.2009 00:01 Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. 25.3.2009 00:01 Segja Marel ekki á leið úr landinu Ný framkvæmdastjórn Marel Food System stýrir samþættingu og innri uppbyggingu eftir mikinn ytri vöxt síðustu ára. Nýr forstjóri segir fyrirtækið ekki á förum frá landinu. 25.3.2009 00:01 Óbreytt framtíðarsýn laskaðra sparisjóða Tveir sparisjóðir færðust í sögubækur um síðustu helgi. Þrettán standa eftir en helmingur þeirra stendur höllum fæti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir sögu sparisjóðanna og skoðaði ástæðurnar fyrir falli þeirra. 25.3.2009 00:01 Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Sparisjóðabankans um síðustu helgi. 25.3.2009 00:01 Goldman Sachs vill skila 1200 milljarða fjárveitingu frá ríkinu Forsvarsmenn Goldman Sachs sögðu í dag að þeir vonuðust til þess að 10 milljarða dala, eða tæplega 1200 milljarða króna, fjárveitingu frá ríkinu yrði skilað til baka svo fljótt sem auðið væri. Fjölmiðlar vestanhafs búast jafnvel við því að lánið verið endurgreitt í næsta mánuði. 24.3.2009 23:17 Sjá næstu 50 fréttir
Dómstólar skeri úr um lögmæti skilmála húsnæðislána Hagsmunasamtök heimilanna telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega. 26.3.2009 12:05
Nafnverðslækkun húsnæðis er um 8% frá áramótum Húsnæðisverð á landinu öllu hefur lækkað um tæplega 8% að nafnverði það sem af er ári samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. 26.3.2009 11:53
Auður Capital skilar hagnaði í krefjandi markaðsaðstæðum Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður skilaði Auður Capital 56 milljón króna hagnaði á árinu 2008 sem var fyrsta rekstrarár félagsins. Fjárhagsleg staða félagsins er mjög sterk, fyrirtækið er skuldlaust og nemur eigið fé þess um 1,2 milljörðum króna. 26.3.2009 11:29
Sendinefnd kröfuhafa Straums ræðir málin hérlendis Sendinefnd erlendra kröfuhafa Straums hefur verið hér á landi undanfarna daga til að ræða við íslensk stjórnvöld um kröfur sínar og hvernig þeim verði mætt. 26.3.2009 11:12
Ólafsfell í gjaldþrotaskipti Stjórn Ólafsfells ehf, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari féllst á beiðnina og skipaði Jóhannes Ásgeirsson hæstaréttalögmann sem skiptastjóra þrotabúsins. 26.3.2009 10:52
Uppskipti bankanna hafa kostað tæpan milljarð Á fundi viðskiptanefndar Alþingis í dag var lagt fram minnisblað um slitameðferð og kostnað af störfum skilanefnda bankanna. Álfheiður Ingadóttir, formaður viðskiptanefndar segir í samtali við fréttastofu að kostnaðurinn stefni í milljarð króna á þeim fimm mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu. 26.3.2009 10:40
Lítið að gerast í kauphöllinni Opnunin í kauphöllinni í morgun er með rólegasta móti. Aðeins eitt félag hefur hreyfst, Marel sem hefur lækkað um rúm 4%. Úrvalsvísitalan er nær óbreytt frá lokum í gær í 215 stigum. 26.3.2009 10:33
Lögðu tæpa sex milljarða í íslensku bankana rétt fyrir hrun Í ljós er komið 7 af þeim 127 sveitar- og bæjarfélögum og opinberum stofnunum í Bretlandi sem áttu innistæður í íslensku bönkunum þar lögðu fé inn á reikninga sína eftir 30. september á síðasta ári. 26.3.2009 10:03
Atorka fær frest til mánaðarmóta Atorka hefur náð samkomulagi við stærstu kröfuhafa sína um að framlengja kyrrstöðusamningi sínum við þá fram að mánaðarmótum. 26.3.2009 09:36
76 fyrirtæki undir hamarinn Í febrúar 2009 voru 76 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 56 fyrirtæki í febrúar 2008, sem jafngildir tæplega 36 prósenta aukningu á milli ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar og þar segir einnig að flest gjaldþrot eða 19, hafi verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. 26.3.2009 09:32
Uppstokkun hjá JJB Sports eftir eignasölu Íþróttavöruverslankeðjan JJB Sports hefur staðfest að búið sé að reka Chris Ronnie úr forstjórastóli keðjunnar. Jafnframt var tilkynnt að David Madeley fjármálastjóri keðjunnar myndi láta af störfum. 26.3.2009 09:32
Gengi Storebrand hrapar eftir viðræðuslit um samruna Gengi í norska tryggingarfélaginu Storebrand hrapaði um 15% í kauphöllinni í Osló í morgun eftir að félagið tilkynnti ásamt tryggingarfélaginu Gjensidige að viðræðum félaganna um samruna væri slitið í bili. 26.3.2009 09:11
Enn hækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun eftir að jákvæðar fréttir af efnahagsmálum bárust frá Bandaríkjunum, þar á meðal þær að björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar væru hugsanlega farnar að bera árangur og ýta við efnahagslífinu. 26.3.2009 07:23
Makaskiptasamningum fjölgar gríðarlega Makaskiptasamningum hefur fjölgað gríðarlega við fasteignaviðskipti á undanförnum mánuðum. Í febrúar síðastliðnum voru makaskiptasamningar 39 af þeim 125 samningum sem var þinglýst eða um 31%. Í sama mánuði árið 2008 voru makaskiptasamningar hins vegar 15 af 375 eða um 4%. Með makaskiptasamningi er átt við kaupsamning um fasteign þar sem hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. 25.3.2009 21:24
Goodwin á von á meiri hremmingum Hópur sem segist standa að baki árás á heimili fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland í Edinborg í nótt segir það bara byrjunina. Hann og aðrir stjórnendur breskra banka í kröggum hafi skammtað sér fé og lifi í munaði meðan venjulegt fólk þjáist og eigi því að fara í steininn. 25.3.2009 21:03
Wall Street á uppleið Helstu vísitölur á Wall Street hækkuðu í dag. Er ástæðan rakin til hækkunar verðs á fasteignum og öðrum vörum sem þykir benda til þess að nú sé að draga úr niðursveiflunni. Dow Jones hækkaði um 1,17%, S&P 500 hækkaði um 0,96% og Nasdaq hækkaði um 0,82%. 25.3.2009 20:35
Forstjóri Marel keypti hlut í félaginu fyrir 50 milljónir Theo Hoen, forstjóri Marel, keypti eina milljón hluti í félaginu í dag á genginu 48,6. Hoen átti ekkert hlutafé í félaginu áður en þessi viðskipti fóru fram en í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur hins vegar fram að hann á kauprétt að tveimur milljónum hluta til viðbótar. 25.3.2009 18:11
Gengi bréfa Össurar féll um rúm átta prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hækkaði um 7,08 prósent í Kauphöllinni í dag. Bréf Century Aluminum hækkaði á sama tíma um 1,45 prósent. Þá féll gengi bréfa Össurar um 8,15 prósent. 25.3.2009 17:07
Líkamsræktarstöðvar JJB Sports seldar David Whelan Gengið hefur verið frá sölu á líkamsræktarstöðvum JJB Sports til Dave Whelan sem er eigandi fótboltaliðsins Wigan Athletic. Sky News greindi frá þessu fyrir skömmu. 25.3.2009 14:01
Áformað að lækka stýrivexti í 1% í Noregi í vor Bankastjórn seðlabanka Noregs, Norges Bank, kom öllum að óvörum í morgun með því að segja að bankinn áformaði að lækka stýrivexti niður í 1% í vor. Þetta kom fram í umræðum um þá ákvörðun bankans að lækka vextina niður í 2% í dag eða um hálft prósentustig. 25.3.2009 13:55
Einn af hverjum fimm erlendum ríkisborgurum er atvinnulaus Alls voru tæplega 2.000 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok febrúar sem nemur því að tæplega 13% allra sem voru skráðir atvinnulausir í lok síðasta mánaðar hafi verið erlendir ríkisborgarar eða einn af hverjum fimm þeirra. 25.3.2009 12:32
Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert í mars Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur verið að lækka allnokkuð núna í marsmánuði. Álagið til fimm ára sem stóð í um 1.080 punktum í byrjun mánaðarins er komið niður í 892 punkta nú. 25.3.2009 12:27
AGS auðveldar og einfaldar lánaferli sitt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur breytt lánareglum sínum. Nýjar reglur eiga að auðvelda lántöku og einfalda lánaferlið. 25.3.2009 12:13
Telja sig þvingaða í viðskipti við Kaupþing Persónuvernd hafa borist kvartanir frá viðskiptavinum SPRON vegna flutnings á innistæðum þeirra yfir í Nýja Kaupþing. Fólkið telur að flutningarnir séu ólöglegir og að það hafi verið þvingað í viðskipti við Kaupþing. 25.3.2009 12:10
Icelandair hefur áætlunarflug til Seattle í sumar Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, mun hefja beint áætlunarflug fjórum sinnum í viku milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna þann 22. júlí næstkomandi. 25.3.2009 12:03
Gerir ráð fyrir 1,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun eða meir Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að stýrivaxtalækkun Seðlabankans þann 8. apríl muni að minnsta kosti nema 1,5 prósentustigi og jafnvel að hún verði meiri. 25.3.2009 11:49
Tölvupóstur um íslenskan banka kostaði Kent 500 milljónir Óopnaður tölvupóstur til sveitarstjórnarinnar í Kent í Bretlandi um slæma stöðu Heritable, dótturbanka Landsbankans, kostaði sveitarstjórnina 3 milljónir punda eða um 500 milljónir kr. 25.3.2009 10:59
FME berast fjölmargar ábendingar frá almenningi Ábendingar neytenda, sem og ábendingar eftirlitsskyldra aðila og starfsmanna á þeirra vegum, eru mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í sérhverju eftirliti. Fjármálaeftirlitinu (FME) hafa á undanförnum mánuðum borist fjölmargar ábendingar, sem margar hverjar hafa orðið grundvöllur að frekari rannsóknum. 25.3.2009 10:32
FME veitir nýjum verðbréfasjóð starfsleyfi Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt GAM Management hf. starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt lögum og reglum um fjármálafyrirtæki. 25.3.2009 10:26
Gengi bréfa í Össur fellur um átta prósent Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 6,64 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar fallið um átta prósent. 25.3.2009 10:15
Icelandair kynnir mikilvægar breytingar í hádeginu Í dag klukkan 12.00 mun Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, kynna starfsmönnum félagsins mikilvægar breytingar á starfsmannafundi að Hótel Loftleiðum. 25.3.2009 09:53
Samið við Bresku Jómfrúreyjar um aðgerðir gegn skattsvikum Norðurlöndin og Bresku Jómfrúreyjarnar hafa samþykkt að undirrita samninga um upplýsingaskipti og auk þess röð viðskiptasamninga í maí. Samningarnir um upplýsingaskipti eru liður í herferð sem miðar að því að efla aðgerðir gegn skattsvikum. 25.3.2009 09:40
Marel skoðar skráningu í Amsterdam eða á Norðurlöndum Stjórn Marel Food Systems hefur samþykkt að skoða tvíhliða skráningu hlutabréfa félagsins í Amsterdam eða Skandinavíu til viðbótar við skráningu hlutabréfanna í kauphöllinni á Íslandi með það að markmiði að auka seljanleika, bæta verðmyndun og auðvelda aðkomu erlendra aðila að félaginu. 25.3.2009 09:36
Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á niðurleið Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á niðurleið eftir nokkra hækkanahrinu undanfarna daga. Hæst komst verðið í rúmlega 54 dollara á tunnuna en í morgun var það komið í rétt rúmlega 53 dollara. 25.3.2009 09:28
Verður að draga úr væntingum um söluverðið á Actavis Björgólfur Thor Björgólfsson er neyddur til að draga úr væntingum sínum um söluverðið á Actavis. Upphaflega taldi Björgólfur að hann gæti gengið 7,5 milljarða evra, eða um 1.200 milljarða kr. fyrir félagið en samkvæmt frétt á Reuters eru 5 milljarðar evra raunhæfari tala í dag m.v. markaðsaðstæður. 25.3.2009 09:05
Bensínhækkun gæti verið fram undan Bensínhækkun virðist liggja í loftinu hér á landi alveg á næstunni, þar sem bensínverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 25 prósent í dollurum talið, síðan 12. þessa mánaðar. Bensíntonnið kostaði þá 392 dollara en kostar nú 503 dollara. 25.3.2009 08:21
Nikkei lækkaði lítillega Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um tæplega 0,1 prósent í morgun og voru það einkum bréf hátæknifyrirtækja sem lækkuðu í verði. Bréf banka og orkufyrirtækja í Asíu hækkuðu hins vegar mörg hver. 25.3.2009 07:34
Fyrirspurnir frá rúmlega 200 til skilanefndar SPRON Fyrirspurnir frá rúmlega 200 aðilum höfðu borist skilanefnd SPRON í gærkvöldi og þar af spurðust um tuttugu fyrir um dótturfélög og útibú. Fleiri spurðust fyrir um fasteignir, fasteignaverkefni og eignarhluti í öðrum félögum og flestir um lausafjármuni eins og tölvubúnað, bíla, skrifstofubúnað, listmuni og fleira. 25.3.2009 07:19
Enn fækkar í Kauphöll Hlutabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru tekin úr viðskiptum í Nasdaq OMX kauphöllinni íslensku í byrjun vikunnar að beiðni skilanefndar sjóðsins. Engin viðskipti hafa þó verið með bréfin í nokkurn tíma, en Kauphöllin stöðvaði þau sjötta október í fyrra, eftir fall bankanna, vegna óvissu á markaði sem skaðað gæti eðlilega verðmyndun. 25.3.2009 00:01
Glæsileg lausn Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts. 25.3.2009 00:01
Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. 25.3.2009 00:01
Segja Marel ekki á leið úr landinu Ný framkvæmdastjórn Marel Food System stýrir samþættingu og innri uppbyggingu eftir mikinn ytri vöxt síðustu ára. Nýr forstjóri segir fyrirtækið ekki á förum frá landinu. 25.3.2009 00:01
Óbreytt framtíðarsýn laskaðra sparisjóða Tveir sparisjóðir færðust í sögubækur um síðustu helgi. Þrettán standa eftir en helmingur þeirra stendur höllum fæti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir sögu sparisjóðanna og skoðaði ástæðurnar fyrir falli þeirra. 25.3.2009 00:01
Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Sparisjóðabankans um síðustu helgi. 25.3.2009 00:01
Goldman Sachs vill skila 1200 milljarða fjárveitingu frá ríkinu Forsvarsmenn Goldman Sachs sögðu í dag að þeir vonuðust til þess að 10 milljarða dala, eða tæplega 1200 milljarða króna, fjárveitingu frá ríkinu yrði skilað til baka svo fljótt sem auðið væri. Fjölmiðlar vestanhafs búast jafnvel við því að lánið verið endurgreitt í næsta mánuði. 24.3.2009 23:17