Viðskipti erlent

Markaðir hækka í Bandaríkjunum

Fjárfestar binda vonir við Timothy Geithner
Fjárfestar binda vonir við Timothy Geithner
Markaðir í Bandaríkjunum tóku verulegan kipp í dag eftir að fregnir fóru á kreik um að nýkjörinn forseti landsins, Barack Obama, myndi nefna

Timothy Geither sem fjármálaráðherra. Geithner gegnir starfi nú seðlabankastjóra í New York.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 494 stig, eða sex og hálft prósent. Standard & Poors vísitalan hækkaði um 6,3 prósent og Nasdaq vísitalan um rúm fimm prósent.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×