Viðskipti erlent

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum

Unnið af kappi í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi.
Unnið af kappi í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP

Fall á bandarískum og asískum mörkuðum smituðu út frá sér til evrópu í dag en gengi hlutabréfa féll almennt, sérstaklega bréf fjármálafyrirtækja.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að fjárfestar óttist frekari afskriftir afjármálafyrirtækja og að aðstæður í efnahagsmálum á alþjóðavísu setji skarð í afkomu fyrirtækja.

Inn í þróun mála spilar sömuleiðis hagspá bandaríska seðlabankans sem dregur upp dökka mynd af næstu misserum. Spáð er minni hagvexti vestanhafs en reiknað hafði verið með og atvinnuleysi umfram spár, eða á bilinu 7,1 til 7,9 prósent á næsta ári.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 1,95 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 3,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 3,29 prósent.

Þá hefur lækkun sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er dags. Mest er fallið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku, eða 3,84 prósent, en minnst í Stokkhólmi., 2,65 prósent.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×